Handtökuskipanir gagnvart tveimur Samherjamönnum sagðar gefnar út í Namibíu Samúel Karl Ólason skrifar 8. desember 2020 09:09 Í yfirlýsingu frá Samherja, sem gefin var út í síðustu viku, sagði að lögreglan í Namibíu hefði engar tilraunir gert til að hafa afskipti af núverandi eða fyrrverandi starfsmönnum félaga tengdum Samherja. Foto: Egill/Egill Aðalsteinsson Búið er að gefa út handtökuskipun gagnvart tveimur starfsmönnum Samherja í Namibíu, samkvæmt skjölum frá Ríkissaksóknara Namibíu, sem Namibian Sun vitnar í. Þetta kemur fram í frétt Namibian Sun. Skjölin sem vitnað er í eru sögð koma frá Ríkissaksóknara Namibíu en ekki er útskýrt nánar hvaða skjöl um er að ræða. Í fréttinni segir einnig að mögulega gætu mennirnir tveir verið framseldir til Namibíu. Samkvæmt Namibian Sun er um að ræða þá Ingvar Júlíusson, fjármálastjóra Samherja á Kýpur, og Egil Helga Árnason, framkvæmdastjóra Mermaria Seafood Namibia. Í yfirlýsingu frá Samherja, sem gefin var út í síðustu viku, sagði að lögreglan í Namibíu hefði engar tilraunir gert til að hafa afskipti af núverandi eða fyrrverandi starfsmönnum félaga tengdum Samherja. Namibian Sun vitnar einnig í yfirlýsingu Samherja um að ekki hafi verið reynt að ná tali af starfsmönnunum sem nefndir eru í skjölunum. Þar segir einnig að yfirvöld í Namibíu hafi engan lagagrunn til að krefjast framsals íslenskra ríkisborgara, þar sem ekkert framsalssamkomulag sé til staðar. Í frétt miðilsins segir einnig að embætti ríkissaksóknara telji líkur á því að hægt yrði að dæma Esja Holding, Mermaria Seafood, Saga Seafood og Esja Investments fyrir spillingu. Það eru félög sem tengjast rekstri Samherja í Namibíu og víðar. Ríkissaksóknari Namibíu sakar Samherja um að hafa borgað mútur til að koma höndum yfir hrossamakrílskvóta í Namibíu. Embættið hefur áætlað að ólöglegur ávinningur Samherja vegna þessa sé metinn á 547 milljónir namibíudollara, eða um 4,7 milljarða króna. Þessu hefur Samherji hafnað alfarið. Í annarri yfirlýsingu sem gefin var út í síðustu viku segir að áætlun Ríkissaksóknara feli í sér áætlaðar heildartekjur áður en skattar og gjöld hafi verið dregin frá. Ekkert hafi verið minnst á skatta, gjöld og annan rekstrarkostnað. Þá bendir félagið á að útgerðin í Namibíu hefði þegar uppi var staðið, verið rekin með tapi á tímabilinu 2012-2018. Samherjaskjölin Namibía Sjávarútvegur Tengdar fréttir Kyrrsetningu Heinaste aflétt og skipið selt Namibísk yfirvöld hafa aflétt kyrrsetningu á togaranum Heinaste, sem kyrrsettur var þar í landi í nóvember 2019. Bréf um afléttingu kyrrsetningarinnar var undirritað í gær samhliða sölu á togaranum. 2. desember 2020 13:48 Meintur ólöglegur ágóði Samherja sagður 4,7 milljarðar Meintur ólöglegur ágóði sem Samherji fékk af milliríkjasamningi namibískra og angólskra yfirvalda er metinn á um 4,7 milljarða íslenskra króna. Ríkisútvarpið greinir frá og hefur upp úr beiðni sem namibískur saksóknari hefur lagt fram fyrir dómstól í Namibíu. 30. nóvember 2020 22:42 Þorsteinn segir Samherjafólk ofsótt af siðlausu Ríkisútvarpinu Forstjórinn birtir opið bréf til starfsfólks fyrirtækisins þar sem hann fordæmir enn og aftur fréttaflutning RÚV ohf. og kallar hann siðlausan. 4. september 2020 10:48 Samherji kærir ellefu starfsmenn RÚV til siðanefndar vegna ummæla á samfélagsmiðlum Kæran snýr að færslum umræddra starfsmanna á samfélagsmiðlum á tímabilinu nóvember 2019 til ágúst 2020. 1. september 2020 11:01 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt Namibian Sun. Skjölin sem vitnað er í eru sögð koma frá Ríkissaksóknara Namibíu en ekki er útskýrt nánar hvaða skjöl um er að ræða. Í fréttinni segir einnig að mögulega gætu mennirnir tveir verið framseldir til Namibíu. Samkvæmt Namibian Sun er um að ræða þá Ingvar Júlíusson, fjármálastjóra Samherja á Kýpur, og Egil Helga Árnason, framkvæmdastjóra Mermaria Seafood Namibia. Í yfirlýsingu frá Samherja, sem gefin var út í síðustu viku, sagði að lögreglan í Namibíu hefði engar tilraunir gert til að hafa afskipti af núverandi eða fyrrverandi starfsmönnum félaga tengdum Samherja. Namibian Sun vitnar einnig í yfirlýsingu Samherja um að ekki hafi verið reynt að ná tali af starfsmönnunum sem nefndir eru í skjölunum. Þar segir einnig að yfirvöld í Namibíu hafi engan lagagrunn til að krefjast framsals íslenskra ríkisborgara, þar sem ekkert framsalssamkomulag sé til staðar. Í frétt miðilsins segir einnig að embætti ríkissaksóknara telji líkur á því að hægt yrði að dæma Esja Holding, Mermaria Seafood, Saga Seafood og Esja Investments fyrir spillingu. Það eru félög sem tengjast rekstri Samherja í Namibíu og víðar. Ríkissaksóknari Namibíu sakar Samherja um að hafa borgað mútur til að koma höndum yfir hrossamakrílskvóta í Namibíu. Embættið hefur áætlað að ólöglegur ávinningur Samherja vegna þessa sé metinn á 547 milljónir namibíudollara, eða um 4,7 milljarða króna. Þessu hefur Samherji hafnað alfarið. Í annarri yfirlýsingu sem gefin var út í síðustu viku segir að áætlun Ríkissaksóknara feli í sér áætlaðar heildartekjur áður en skattar og gjöld hafi verið dregin frá. Ekkert hafi verið minnst á skatta, gjöld og annan rekstrarkostnað. Þá bendir félagið á að útgerðin í Namibíu hefði þegar uppi var staðið, verið rekin með tapi á tímabilinu 2012-2018.
Samherjaskjölin Namibía Sjávarútvegur Tengdar fréttir Kyrrsetningu Heinaste aflétt og skipið selt Namibísk yfirvöld hafa aflétt kyrrsetningu á togaranum Heinaste, sem kyrrsettur var þar í landi í nóvember 2019. Bréf um afléttingu kyrrsetningarinnar var undirritað í gær samhliða sölu á togaranum. 2. desember 2020 13:48 Meintur ólöglegur ágóði Samherja sagður 4,7 milljarðar Meintur ólöglegur ágóði sem Samherji fékk af milliríkjasamningi namibískra og angólskra yfirvalda er metinn á um 4,7 milljarða íslenskra króna. Ríkisútvarpið greinir frá og hefur upp úr beiðni sem namibískur saksóknari hefur lagt fram fyrir dómstól í Namibíu. 30. nóvember 2020 22:42 Þorsteinn segir Samherjafólk ofsótt af siðlausu Ríkisútvarpinu Forstjórinn birtir opið bréf til starfsfólks fyrirtækisins þar sem hann fordæmir enn og aftur fréttaflutning RÚV ohf. og kallar hann siðlausan. 4. september 2020 10:48 Samherji kærir ellefu starfsmenn RÚV til siðanefndar vegna ummæla á samfélagsmiðlum Kæran snýr að færslum umræddra starfsmanna á samfélagsmiðlum á tímabilinu nóvember 2019 til ágúst 2020. 1. september 2020 11:01 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Sjá meira
Kyrrsetningu Heinaste aflétt og skipið selt Namibísk yfirvöld hafa aflétt kyrrsetningu á togaranum Heinaste, sem kyrrsettur var þar í landi í nóvember 2019. Bréf um afléttingu kyrrsetningarinnar var undirritað í gær samhliða sölu á togaranum. 2. desember 2020 13:48
Meintur ólöglegur ágóði Samherja sagður 4,7 milljarðar Meintur ólöglegur ágóði sem Samherji fékk af milliríkjasamningi namibískra og angólskra yfirvalda er metinn á um 4,7 milljarða íslenskra króna. Ríkisútvarpið greinir frá og hefur upp úr beiðni sem namibískur saksóknari hefur lagt fram fyrir dómstól í Namibíu. 30. nóvember 2020 22:42
Þorsteinn segir Samherjafólk ofsótt af siðlausu Ríkisútvarpinu Forstjórinn birtir opið bréf til starfsfólks fyrirtækisins þar sem hann fordæmir enn og aftur fréttaflutning RÚV ohf. og kallar hann siðlausan. 4. september 2020 10:48
Samherji kærir ellefu starfsmenn RÚV til siðanefndar vegna ummæla á samfélagsmiðlum Kæran snýr að færslum umræddra starfsmanna á samfélagsmiðlum á tímabilinu nóvember 2019 til ágúst 2020. 1. september 2020 11:01