Innlent

Rætt við ráðherra eftir ríkisstjórnarfund

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, fékk tillögur sóttvarnalæknis að næstu aðgerðum í hendur í gær.
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, fékk tillögur sóttvarnalæknis að næstu aðgerðum í hendur í gær. Vísir/Vilhelm

Tillögur Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, um næstu aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins voru ræddar á ríkisstjórnarfundi í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í morgun.

Núverandi aðgerðir gilda til og með morgundeginum og þarf ný reglugerð Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, varðandi næstu aðgerðir því að taka gildi á fimmtudag.

Sóttvarnalæknir skilaði minnisblaði með tillögum sínum til ráðherra í gær. Ekkert hafði verið gefið upp um það hvað fólst í tillögum Þórólfs en hann sagði á upplýsingafundi í gær að fara þyrfti mjög hægt í tilslakanir þótt að tölur um nýgreind smit síðustu daga hafi verið ánægjulegar.

Vísir var í beinni útsendingu frá ráðherrabústaðnum og ræddi við ráðherra um leið og ríkisstjórnarfundi lauk.

Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá viðtal við heilbrigðisráðherra þar sem hún greinir frá helstu breytingum sem verða á samkomutakmörkunum.

Hér fyrir neðan má svo sjá viðtal við Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, sem kom af ríkisstjórnarfundi skömmu á undan heilbrigðisráðherra. Í vaktinni þar fyrir neðan má svo lesa um allt það helsta.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×