Mikilvægu verkefnin framundan Arnar Páll Guðmundsson skrifar 8. desember 2020 13:31 Íbúar Suðurnesja hafa fundið vel fyrir þeim afleiðingum sem Covid hefur haft á atvinnulífið hér á svæðinu síðustu mánuði og sér því miður ekki alveg fyrir endann á þeim í bráð. Atvinnuleysi er í hæstu hæðum og ef spár ganga eftir stefnir það enn hærra þegar fram líða stundir. Að ein lítil veira gæti haft svona gífurlega mikil áhrif á líf okkar og atvinnu hefði engum dottið í hug fyrir nokkrum misserum síðan, en því miður er það raunveruleikinn sem við búum við í dag. En hver er ástæða þess að afleiðingar faraldursins rista svona djúpt í atvinnulífinu á Suðurnesjum og hvað er til ráða? Fyrir því eru nokkrar ástæður en vinnumarkaðurinn á Suðurnesjum hefur alla tíð verið frekar einsleitur og reitt sig á fáar atvinnugreinar í stað þess að auka fjölbreytni fyrir komandi kynslóðir. Við höfum treyst of mikið á flugstöðina og þau umsvif sem þar hafa átt sér stað á síðustu árum. Þessar nýju aðstæður sem uppi eru núna kalla á viðhorfsbreytingu og nýja nálgun. Ríkisstjórnin og hið opinbera verða því nú að líta til Suðurnesjanna og reyna að lágmarka þann skaða sem þessi staða gæti haft á svæðið til frambúðar, ég er hins vegar ekki viss um að hún geri sér grein fyrir alvarleika hennar. Við verðum því að berjast fyrir svæðinu og halda áfram þeirri uppbygginu sem hefur átt sér stað og halda stjórnvöldum þannig við efnið. Það er ekki lengur nóg fyrir stjórnvöld að segja “þið hafið flugstöðina” Á síðustu misserum hafa ráðherrar Framsóknar verið mjög iðnir við að flytja störf og verkefni einstakra stofnana út á landsbyggðina, hvort það sé jákvætt skref í rétta átt er ekki mitt að svara. Mín spurning er hins vegar sú hví líta þeir ekki til Suðurnesja við slíkar ákvarðanir og þá sérstaklega núna þegar atvinnuleysið á svæðinu slær hvert metið á fætur öðru. Ef Viðreisn ætti þingmann í Suðurkjördæmi þá myndi sá hinn sami hafa hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi og berjast fyrir atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum á hvaða toga sem hún yrði. Því að á Suðurnesjum er mannkostur góður, vinnuumhverfi framúrskarandi og innviðir sterkir fyrir hvaða starfssemi sem er. Gleymum því heldur ekki að hvert og eitt starf er verðmætt og skapar virði fyrir þann einstakling sem það stundar og tekjur fyrir það samfélag sem hann tilheyrir. Á suðurnesjum þarf því að skapa fjölbreytt störf sem eru verðmæt og ekki árstíðarbundin heldur til frambúðar. Stuðla að aukinni nýsköpun og tækifærum og hafa Suðurnesin í huga þegar ákvarðanir eru teknar varðandi atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni. Síðast en ekki síst þarf að hlúa sérstaklega vel að þeim einstaklingum sem nú hafa misst atvinnu sína og veita þeim alla þá aðstoð sem í boði er til þess að komast í gegnum þá erfiðleika sem framundan eru. Á tímum sem þessum er því afar brýnt að hið opinbera geri allt til þess að það ástand sem nú ríkir í atvinnumálum vari sem styðst og leiði ekki til langvarandi vanda. Til þess að svo megi vera þarf að taka stór skref strax. Það eru mikilvægu verkefnin framundan. Höfundur er formaður Viðreisnar í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Reykjanesbær Arnar Páll Guðmundsson Mest lesið 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Íbúar Suðurnesja hafa fundið vel fyrir þeim afleiðingum sem Covid hefur haft á atvinnulífið hér á svæðinu síðustu mánuði og sér því miður ekki alveg fyrir endann á þeim í bráð. Atvinnuleysi er í hæstu hæðum og ef spár ganga eftir stefnir það enn hærra þegar fram líða stundir. Að ein lítil veira gæti haft svona gífurlega mikil áhrif á líf okkar og atvinnu hefði engum dottið í hug fyrir nokkrum misserum síðan, en því miður er það raunveruleikinn sem við búum við í dag. En hver er ástæða þess að afleiðingar faraldursins rista svona djúpt í atvinnulífinu á Suðurnesjum og hvað er til ráða? Fyrir því eru nokkrar ástæður en vinnumarkaðurinn á Suðurnesjum hefur alla tíð verið frekar einsleitur og reitt sig á fáar atvinnugreinar í stað þess að auka fjölbreytni fyrir komandi kynslóðir. Við höfum treyst of mikið á flugstöðina og þau umsvif sem þar hafa átt sér stað á síðustu árum. Þessar nýju aðstæður sem uppi eru núna kalla á viðhorfsbreytingu og nýja nálgun. Ríkisstjórnin og hið opinbera verða því nú að líta til Suðurnesjanna og reyna að lágmarka þann skaða sem þessi staða gæti haft á svæðið til frambúðar, ég er hins vegar ekki viss um að hún geri sér grein fyrir alvarleika hennar. Við verðum því að berjast fyrir svæðinu og halda áfram þeirri uppbygginu sem hefur átt sér stað og halda stjórnvöldum þannig við efnið. Það er ekki lengur nóg fyrir stjórnvöld að segja “þið hafið flugstöðina” Á síðustu misserum hafa ráðherrar Framsóknar verið mjög iðnir við að flytja störf og verkefni einstakra stofnana út á landsbyggðina, hvort það sé jákvætt skref í rétta átt er ekki mitt að svara. Mín spurning er hins vegar sú hví líta þeir ekki til Suðurnesja við slíkar ákvarðanir og þá sérstaklega núna þegar atvinnuleysið á svæðinu slær hvert metið á fætur öðru. Ef Viðreisn ætti þingmann í Suðurkjördæmi þá myndi sá hinn sami hafa hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi og berjast fyrir atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum á hvaða toga sem hún yrði. Því að á Suðurnesjum er mannkostur góður, vinnuumhverfi framúrskarandi og innviðir sterkir fyrir hvaða starfssemi sem er. Gleymum því heldur ekki að hvert og eitt starf er verðmætt og skapar virði fyrir þann einstakling sem það stundar og tekjur fyrir það samfélag sem hann tilheyrir. Á suðurnesjum þarf því að skapa fjölbreytt störf sem eru verðmæt og ekki árstíðarbundin heldur til frambúðar. Stuðla að aukinni nýsköpun og tækifærum og hafa Suðurnesin í huga þegar ákvarðanir eru teknar varðandi atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni. Síðast en ekki síst þarf að hlúa sérstaklega vel að þeim einstaklingum sem nú hafa misst atvinnu sína og veita þeim alla þá aðstoð sem í boði er til þess að komast í gegnum þá erfiðleika sem framundan eru. Á tímum sem þessum er því afar brýnt að hið opinbera geri allt til þess að það ástand sem nú ríkir í atvinnumálum vari sem styðst og leiði ekki til langvarandi vanda. Til þess að svo megi vera þarf að taka stór skref strax. Það eru mikilvægu verkefnin framundan. Höfundur er formaður Viðreisnar í Reykjanesbæ.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar