Ætla að skjóta stærðarinnar geimskipi í tólf kílómetra hæð og lenda því aftur Samúel Karl Ólason skrifar 8. desember 2020 12:57 Mynd frá geimskoti SpaceX í gær. Þarna var hefðbundinni Falcon 9 eldflaug skotið út í geim. Vísir/SpaceX Starfsmenn SpaceX stefna að því að taka stórt skref í dag með því að skjóta nýrri frumgerð af geimskipinu Starship í um tólf kílómetra hæð og lenda því aftur. Til stendur að skjóta geimskipinu á loft frá Texas, þar sem Starship hefur verið til þróunar. Þetta er áttunda frumgerð Starship og ber einkennið SN8. Starship er ætlað að að flytja allt að hundrað menn og birgðir til tunglsins og jafnvel til mars. Elon Musk, stofnandi SpaceX, hefur sagt að hann telji um þriðjungslíkur á því að þeim takist að lenda geimskipinu aftur. Það fæli þó ekki í sér að tilraunin væri misheppnuð þar sem að um frumgerð er að ræða og að markmiðið sé að læra af geimskotinu. Markmið tilraunaskotsins er að kanna getu eldflauganna sem eiga að bera Starship út í heim, vængbörð geimskipsins og margt annað, samkvæmt tilkynningu frá SpaceX. Þetta yrði í fyrsta sinn sem einhverjum tækist að lenda eldflaug af þessari stærð aftur. SpaceX hefur byggt upp mikla reynslu í því að skjóta eldflaugum út í geim og lenda þeim á nýjan leik og þannig vilja forsvarsmenn fyrirtækisins koma gervihnöttum, birgðum og jafnvel mönnum út í geim með mun minni kostnaði en gengur og gerist. Out on the pad in South Texas pic.twitter.com/RcYOXXpTc2— Elon Musk (@elonmusk) December 7, 2020 Ekki er fullljóst hvort að geimskipinu verði skotið á loft í dag. Á vef SpaceX segir að áætlun fyrirtækisins verði líklega fyrir breytingum. Spaceflight Now segir að áætlanir Space segi til um að hægt væri að fresta skotinu og gera frekari tilraunir á morgun og fimmtudag. Þar sem óvíst er hvenær af skotinu verður eru áhugasamir hvattir til að fylgjast með SpaceX á samfélagsmiðlum, eins og Twitter. Samkvæmt þeirri áætlun sem gildir þegar þetta er skrifað stendur til að hefja útsendingu frá tilraunaskotinu klukkan tvö. Uppfært: Búið er að fresta tilraunaskotinu til í fyrsta lagi klukkan fjögur. Hægt verður að fylgjast með í spilaranum hér að neðan. Í byrjun sumars tilkynnti Musk að þróun Starship væri í forgangi hjá fyrirtækinu. Það var skömmu eftir að fyrirtækið náði þeim áfanga að byrja að skjóta mönnum út í geim frá Bandaríkjunum í fyrsta sinn frá árinu 2011. Starfsmenn SpaceX hafa gert margar tilraunir með aðrar frumgerðir Starship á árinu. Í einni slíkri var frumgerð skotið 150 metra á loft og lent aftur. Ein þeirra sprakk þó í loft upp í maí. Geimurinn SpaceX Tengdar fréttir Urmull örgervihnatta gæti hindrað leit að lífi í alheiminum Forsvarsmenn stærsta útvarpssjónauka í heimi sem nú er í smíðum á suðurhveli jarðar óttast að þúsundir smárra fjarskiptagervitungla sem stendur til að skjóta á loft á næstu árum eigi eftir að hafa mikil áhrif á athuganir hans. 5. desember 2020 09:01 SpaceX með stöðuga viðveru í geimnum næstu mánuði Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur gefið fyrirtækinu SpaceX grænt ljós á að senda geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar (ISS) á laugardagskvöldið. Þá varð fyrirtækið í gær það fyrsta til að fá vottun NASA til mannaðra geimferða. 11. nóvember 2020 17:00 Starship flogið á loft og lent aftur Starfsmönnum fyrirtækisins SpaceX tókst í gærkvöldi að fljúga frumgerð að Starship geimfarinu á loft og lenda því aftur. 5. ágúst 2020 15:29 Um víðáttur sólkerfisins, með viðkomu á tunglinu Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) og SpaceX munu skjóta geimförum á loft frá Bandaríkjunum þann 27. maí og verður það í fyrsta sinn frá 2011. 6. maí 2020 07:00 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Þetta er áttunda frumgerð Starship og ber einkennið SN8. Starship er ætlað að að flytja allt að hundrað menn og birgðir til tunglsins og jafnvel til mars. Elon Musk, stofnandi SpaceX, hefur sagt að hann telji um þriðjungslíkur á því að þeim takist að lenda geimskipinu aftur. Það fæli þó ekki í sér að tilraunin væri misheppnuð þar sem að um frumgerð er að ræða og að markmiðið sé að læra af geimskotinu. Markmið tilraunaskotsins er að kanna getu eldflauganna sem eiga að bera Starship út í heim, vængbörð geimskipsins og margt annað, samkvæmt tilkynningu frá SpaceX. Þetta yrði í fyrsta sinn sem einhverjum tækist að lenda eldflaug af þessari stærð aftur. SpaceX hefur byggt upp mikla reynslu í því að skjóta eldflaugum út í geim og lenda þeim á nýjan leik og þannig vilja forsvarsmenn fyrirtækisins koma gervihnöttum, birgðum og jafnvel mönnum út í geim með mun minni kostnaði en gengur og gerist. Out on the pad in South Texas pic.twitter.com/RcYOXXpTc2— Elon Musk (@elonmusk) December 7, 2020 Ekki er fullljóst hvort að geimskipinu verði skotið á loft í dag. Á vef SpaceX segir að áætlun fyrirtækisins verði líklega fyrir breytingum. Spaceflight Now segir að áætlanir Space segi til um að hægt væri að fresta skotinu og gera frekari tilraunir á morgun og fimmtudag. Þar sem óvíst er hvenær af skotinu verður eru áhugasamir hvattir til að fylgjast með SpaceX á samfélagsmiðlum, eins og Twitter. Samkvæmt þeirri áætlun sem gildir þegar þetta er skrifað stendur til að hefja útsendingu frá tilraunaskotinu klukkan tvö. Uppfært: Búið er að fresta tilraunaskotinu til í fyrsta lagi klukkan fjögur. Hægt verður að fylgjast með í spilaranum hér að neðan. Í byrjun sumars tilkynnti Musk að þróun Starship væri í forgangi hjá fyrirtækinu. Það var skömmu eftir að fyrirtækið náði þeim áfanga að byrja að skjóta mönnum út í geim frá Bandaríkjunum í fyrsta sinn frá árinu 2011. Starfsmenn SpaceX hafa gert margar tilraunir með aðrar frumgerðir Starship á árinu. Í einni slíkri var frumgerð skotið 150 metra á loft og lent aftur. Ein þeirra sprakk þó í loft upp í maí.
Geimurinn SpaceX Tengdar fréttir Urmull örgervihnatta gæti hindrað leit að lífi í alheiminum Forsvarsmenn stærsta útvarpssjónauka í heimi sem nú er í smíðum á suðurhveli jarðar óttast að þúsundir smárra fjarskiptagervitungla sem stendur til að skjóta á loft á næstu árum eigi eftir að hafa mikil áhrif á athuganir hans. 5. desember 2020 09:01 SpaceX með stöðuga viðveru í geimnum næstu mánuði Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur gefið fyrirtækinu SpaceX grænt ljós á að senda geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar (ISS) á laugardagskvöldið. Þá varð fyrirtækið í gær það fyrsta til að fá vottun NASA til mannaðra geimferða. 11. nóvember 2020 17:00 Starship flogið á loft og lent aftur Starfsmönnum fyrirtækisins SpaceX tókst í gærkvöldi að fljúga frumgerð að Starship geimfarinu á loft og lenda því aftur. 5. ágúst 2020 15:29 Um víðáttur sólkerfisins, með viðkomu á tunglinu Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) og SpaceX munu skjóta geimförum á loft frá Bandaríkjunum þann 27. maí og verður það í fyrsta sinn frá 2011. 6. maí 2020 07:00 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Urmull örgervihnatta gæti hindrað leit að lífi í alheiminum Forsvarsmenn stærsta útvarpssjónauka í heimi sem nú er í smíðum á suðurhveli jarðar óttast að þúsundir smárra fjarskiptagervitungla sem stendur til að skjóta á loft á næstu árum eigi eftir að hafa mikil áhrif á athuganir hans. 5. desember 2020 09:01
SpaceX með stöðuga viðveru í geimnum næstu mánuði Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur gefið fyrirtækinu SpaceX grænt ljós á að senda geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar (ISS) á laugardagskvöldið. Þá varð fyrirtækið í gær það fyrsta til að fá vottun NASA til mannaðra geimferða. 11. nóvember 2020 17:00
Starship flogið á loft og lent aftur Starfsmönnum fyrirtækisins SpaceX tókst í gærkvöldi að fljúga frumgerð að Starship geimfarinu á loft og lenda því aftur. 5. ágúst 2020 15:29
Um víðáttur sólkerfisins, með viðkomu á tunglinu Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) og SpaceX munu skjóta geimförum á loft frá Bandaríkjunum þann 27. maí og verður það í fyrsta sinn frá 2011. 6. maí 2020 07:00