Margir vonuðust eflaust eftir 20 manna fjöldamörkum Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. desember 2020 13:01 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fyrir utan Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir að margir hefðu eflaust viljað að fjöldamörk samkomubanns yrðu hækkuð í tuttugu manns með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Faraldurinn sé hins vegar á viðkvæmum stað og stíga þurfi varfærin skref. Samkomubann verður áfram miðað við tíu manns til 12. janúar. Áfram gildir tveggja metra regla en heimilt verður að opna sundlaugar. Helstu breytingar á sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag má finna hér. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var spurð að því að lokinni kynningu á nýjum sóttvarnareglum í dag hvort hún teldi ekki að tíu manna samkomubann yrðu umdeilt. Heldurðu ekki að margir hefðu viljað sjá fjöldamörk hækkuð upp í 20? „Jú, ég hugsa það, að margir hefðu viljað sjá það,“ sagði Svandís. „En þarna erum við í raun og veru að tala um þær samkomur sem eru á vegum einkaaðila eða á vegum okkar sjálfra. Þannig að við verðum að passa okkur að hafa búbbluna okkar ekki stærri en þetta.“ Þá benti Svandís á að gert yrði ráð fyrir umtalsverðum tilslökunum í verslun en öllum verslunum verður heimilt að taka við fimm viðskiptavinum á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns í einu. „Sem skiptir mjög miklu máli á þessum árstíma og við treystum þeim sem reka verslanir til þess að tryggja sóttvarnir, fjarlægð og sprittun þar. Það sama gildir um önnur atriði sem ég er búin að fara yfir.“ Einnig yrði veitingastöðum heimilt að taka við allt að fimmtán viðskiptavinum í einu. „Og með því að vera með heimild til að hafa opið til 10, þó að ekki sé tekið við nýjum gestum eftir klukkan níu, þá gætu veitingastaðirnir tekið í raun og veru tvö holl í gegn hjá sér. Það er atvinnurekstur sem líka þarf, og hefur, borið mikla ábyrgð á að tryggja fjarlægð og sóttvarnir,“ sagði Svandís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. 8. desember 2020 11:50 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Geta lítið sem ekkert sagt um uppruna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Sjá meira
Samkomubann verður áfram miðað við tíu manns til 12. janúar. Áfram gildir tveggja metra regla en heimilt verður að opna sundlaugar. Helstu breytingar á sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag má finna hér. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var spurð að því að lokinni kynningu á nýjum sóttvarnareglum í dag hvort hún teldi ekki að tíu manna samkomubann yrðu umdeilt. Heldurðu ekki að margir hefðu viljað sjá fjöldamörk hækkuð upp í 20? „Jú, ég hugsa það, að margir hefðu viljað sjá það,“ sagði Svandís. „En þarna erum við í raun og veru að tala um þær samkomur sem eru á vegum einkaaðila eða á vegum okkar sjálfra. Þannig að við verðum að passa okkur að hafa búbbluna okkar ekki stærri en þetta.“ Þá benti Svandís á að gert yrði ráð fyrir umtalsverðum tilslökunum í verslun en öllum verslunum verður heimilt að taka við fimm viðskiptavinum á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns í einu. „Sem skiptir mjög miklu máli á þessum árstíma og við treystum þeim sem reka verslanir til þess að tryggja sóttvarnir, fjarlægð og sprittun þar. Það sama gildir um önnur atriði sem ég er búin að fara yfir.“ Einnig yrði veitingastöðum heimilt að taka við allt að fimmtán viðskiptavinum í einu. „Og með því að vera með heimild til að hafa opið til 10, þó að ekki sé tekið við nýjum gestum eftir klukkan níu, þá gætu veitingastaðirnir tekið í raun og veru tvö holl í gegn hjá sér. Það er atvinnurekstur sem líka þarf, og hefur, borið mikla ábyrgð á að tryggja fjarlægð og sóttvarnir,“ sagði Svandís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. 8. desember 2020 11:50 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Geta lítið sem ekkert sagt um uppruna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Sjá meira
Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. 8. desember 2020 11:50