Virknin 70% en skammtastærðinni mögulega breytt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. desember 2020 16:59 Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, heimsækir höfuðstöðvar AstraZeneca í Sydney. epa/Nick Moir Bóluefni AstraZeneca og vísindamanna við Oxford-háskóla hefur 70% virkni ef horft er til heildarniðurstaða prófana. Virknin reyndist 90% hjá litlum hluta þátttakenda sem fékk óvart ranga skammtastærð en hjá meirihlutanum reyndist virknin 62%. Frá þessu er greint í heilbrigðisvísindatímaritinu Lancet en niðurstöðurnar setja eftirlitsaðila í ákveðna klemmu, þar sem það verður undir þeim komið að mæla fyrir um skammtastærð. Forsvarsmenn Oxford-teymisins og AstraZeneca hafa sótt um markaðsleyfi á þeim forsendum að virknin sé 70% en ákvörðunarvaldið um notkun liggur hjá lyfjaeftirlitsaðilum í Bretlandi, Evrópu og Bandaríkjunum. Samkvæmt frétt Guardian um málið kann að fara svo að bóluefnið verði samþykkt á ólíkum forsendum á hverju svæði fyrir sig. Miklar vonir hafa verið bundnar við bóluefni Oxford AstraZeneca, þar sem það er ódýrt og auðvelt í framleiðslu og flutningum. Bóluefnið er meðal þeirra efna sem eru undir Covax; áætlun Sameinuðu þjóðanna um að dreifa bóluefni gegn Covid-19 til allra þjóða heims. Pascal Soriot, framkvæmdastjóri AstraZeneca, ítrekaði í dag mikilvægi þess að koma nokkrum bóluefnum á markað, þar sem AstraZeneca, Pfizer og Moderna myndu ekki ná að anna eftirspurn. Bretar byggja væntingar sínar á AstraZeneca bóluefninu og hafa tryggt sér 100 milljón skammta og eru fjórar milljónir skammta þegar til í landinu. Gögnin sem birtust í Lancet byggja á tilraunum á 11.636 einstaklingum í Bretlandi og Brasilíu. 2.741 tilheyrði hópnum sem fékk hálfan skammt í fyrri gjöf en helmingur þeirra fékk lyfleysu. Virknin í þeim hópi sem fékk bóluefnið reyndist 90% en enn er ekki vitað hvers vegna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Hefði viljað sjá hærri virkni en 70 prósent Sóttvarnalæknir telur að góð þátttaka í bólusetningu hér á landi verði „lykillinn“ að því að komast út úr kórónuveirufaraldrinum. 23. nóvember 2020 12:33 Bóluefni AstraZeneca og Oxford veitir 70 prósenta vörn Bóluefni gegn kórónuveirunni sem Oxford-háskóli og lyfjafyrirtækið AstraZeneca hafa verið með í þróun kemur í veg fyrir veirusmit í 70 prósent tilfella. 23. nóvember 2020 07:56 Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Frá þessu er greint í heilbrigðisvísindatímaritinu Lancet en niðurstöðurnar setja eftirlitsaðila í ákveðna klemmu, þar sem það verður undir þeim komið að mæla fyrir um skammtastærð. Forsvarsmenn Oxford-teymisins og AstraZeneca hafa sótt um markaðsleyfi á þeim forsendum að virknin sé 70% en ákvörðunarvaldið um notkun liggur hjá lyfjaeftirlitsaðilum í Bretlandi, Evrópu og Bandaríkjunum. Samkvæmt frétt Guardian um málið kann að fara svo að bóluefnið verði samþykkt á ólíkum forsendum á hverju svæði fyrir sig. Miklar vonir hafa verið bundnar við bóluefni Oxford AstraZeneca, þar sem það er ódýrt og auðvelt í framleiðslu og flutningum. Bóluefnið er meðal þeirra efna sem eru undir Covax; áætlun Sameinuðu þjóðanna um að dreifa bóluefni gegn Covid-19 til allra þjóða heims. Pascal Soriot, framkvæmdastjóri AstraZeneca, ítrekaði í dag mikilvægi þess að koma nokkrum bóluefnum á markað, þar sem AstraZeneca, Pfizer og Moderna myndu ekki ná að anna eftirspurn. Bretar byggja væntingar sínar á AstraZeneca bóluefninu og hafa tryggt sér 100 milljón skammta og eru fjórar milljónir skammta þegar til í landinu. Gögnin sem birtust í Lancet byggja á tilraunum á 11.636 einstaklingum í Bretlandi og Brasilíu. 2.741 tilheyrði hópnum sem fékk hálfan skammt í fyrri gjöf en helmingur þeirra fékk lyfleysu. Virknin í þeim hópi sem fékk bóluefnið reyndist 90% en enn er ekki vitað hvers vegna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Hefði viljað sjá hærri virkni en 70 prósent Sóttvarnalæknir telur að góð þátttaka í bólusetningu hér á landi verði „lykillinn“ að því að komast út úr kórónuveirufaraldrinum. 23. nóvember 2020 12:33 Bóluefni AstraZeneca og Oxford veitir 70 prósenta vörn Bóluefni gegn kórónuveirunni sem Oxford-háskóli og lyfjafyrirtækið AstraZeneca hafa verið með í þróun kemur í veg fyrir veirusmit í 70 prósent tilfella. 23. nóvember 2020 07:56 Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Hefði viljað sjá hærri virkni en 70 prósent Sóttvarnalæknir telur að góð þátttaka í bólusetningu hér á landi verði „lykillinn“ að því að komast út úr kórónuveirufaraldrinum. 23. nóvember 2020 12:33
Bóluefni AstraZeneca og Oxford veitir 70 prósenta vörn Bóluefni gegn kórónuveirunni sem Oxford-háskóli og lyfjafyrirtækið AstraZeneca hafa verið með í þróun kemur í veg fyrir veirusmit í 70 prósent tilfella. 23. nóvember 2020 07:56