Segir eigendur líkamsræktarstöðva íhuga réttarstöðu sína vegna sóttvarnaaðgerða Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. desember 2020 17:18 Grandi 101 er í eigu tvíburasystranna Elínar og Jakobínu Jónsdætra og manna þeirra, Núma Snæs Katrínarsonar og Grétars Ali Khan. Jakobína er til hægri á mynd. Einn eiganda crossfitstöðvarinnar Granda 101 segir að eigendur líkamsræktarstöðva íhugi nú réttarstöðu sína vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda. Eigendurnir séu í daglegum samskiptum og eigi fund með lögfræðingi á morgun. Líkamsræktarstöðvar hafa verið lokaðar síðan í byrjun október, með nokkurra daga hóptímaglugga í lok þess mánaðar. Með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag verður stöðvunum áfram lokað til 12. janúar hið minnsta. Þröstur Jón Sigurðsson eigandi Sporthússins sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að hann hefði fyllst örvæntingu við fréttirnar. Jakobína Jónsdóttir einn eigenda Granda 101 tók í sama streng í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. „Ég held að við eigendur líkamsræktarstöðva getum verið sammála um það að þetta sé ansi svartur dagur hjá okkur.“ Hún kvaðst ekki endilega hafa átt von á öðru en að líkamsræktarstöðum yrði áfram gert að hafa lokað. Hún væri hætt að gera sér vonir um annað. Þá sagði hún að sér þætti einkennilegt að opna mætti sundlaugar en ekki líkamsræktarstöðvar, einkum í ljósi þess að ein mesta smithættan hafi verið sögð í búningsklefum – sem gestir sundlauga þurfi að sjálfsögðu að nota. „Í rauninni hefur eini sameiginlegi snertiflöturinn hjá okkur sem höfum verið með hóptíma verið hurðarhúnn, inn og út. Þannig að manni finnst þetta ekki sanngjarnt,“ sagði Jakobína. „Við erum tuttugu manns, eigendur líkamsræktarstöðva, í daglegum samskiptum og það veit enginn um neitt smit innan sinnar stöðvar. Mér finnst það segja mjög mikið. Líkamsræktarstöðvar hafa fylgt mjög ströngum sóttvörnum frá því í vor.“ Sýnist að aðgerðirnar séu ekki löglegar Fram kom í svari almannavarna við fyrirspurn fréttastofu í október að 110 kórónuveirusmit hefðu verið rakin beint til líkamsræktarstöðva og annarrar íþróttaiðkunar. Þar voru ekki meðtalin afleidd smit sem væntanlega hlaupa á hundruðum. Stór hluti þessara smita er rakinn til hópsýkingar í Hnefaleikafélagi Kópavogs en tölurnar frá almannavörnum voru þó ekki sundurliðaðar. Jakobína sagði að hópur eigenda líkamsræktarstöðva væri nú að skoða réttarstöðu sína vegna sóttvarnaaðgerðanna. „Já, við erum búin að vera að skoða hana núna og höfum verið í sambandi við nokkra lögfræðinga og erum einmitt að fara að hittast á morgun á fundi. Við ætlum að fara aðeins að skoða þetta en okkur sýnist á öllu að þetta sé í rauninni ekki löglegt, þessar lokanir. Þannig að við ætlum að kafa dýpra í það,“ sagði Jakobína. „Við höfum fengið lögfræðinga til okkar sem hafa í rauninni bent okkur á að við ættum að opna, fá fólk til okkar, fá lögregluna á staðinn, fá sekt og kæra sektina og fara í mál. Sem allir hafa sagt að við myndum örugglega vinna. En auðvitað viljum við gera þetta í sátt og samlyndi með stjórnvöldum.“ Líkamsræktarstöðvar Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fylltist örvæntingu eftir fréttir dagsins Eigandi Sporthússins telur það mismunun að halda líkamsræktarstöðvum lokuðum til 12. janúar hið minnsta, líkt og gert er ráð fyrir í nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Hann segir fréttir dagsins áfall og tjónið sem af lokununum hlýst gríðarlegt. 8. desember 2020 14:53 Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. 8. desember 2020 11:50 Býður upp á líkamsræktartíma þrátt fyrir íþróttabann Einkaþjálfari sem selur líkamsræktartíma segist ekki telja þá falla undir skilgreiningu á íþróttastarfi sem er bannað samkvæmt sóttvarnareglum. Embætti landlæknis segir tímana virðast brot á samkomureglum óháð hversu fjölmennir þeir eru. 2. desember 2020 14:01 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Sjá meira
Líkamsræktarstöðvar hafa verið lokaðar síðan í byrjun október, með nokkurra daga hóptímaglugga í lok þess mánaðar. Með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag verður stöðvunum áfram lokað til 12. janúar hið minnsta. Þröstur Jón Sigurðsson eigandi Sporthússins sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að hann hefði fyllst örvæntingu við fréttirnar. Jakobína Jónsdóttir einn eigenda Granda 101 tók í sama streng í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. „Ég held að við eigendur líkamsræktarstöðva getum verið sammála um það að þetta sé ansi svartur dagur hjá okkur.“ Hún kvaðst ekki endilega hafa átt von á öðru en að líkamsræktarstöðum yrði áfram gert að hafa lokað. Hún væri hætt að gera sér vonir um annað. Þá sagði hún að sér þætti einkennilegt að opna mætti sundlaugar en ekki líkamsræktarstöðvar, einkum í ljósi þess að ein mesta smithættan hafi verið sögð í búningsklefum – sem gestir sundlauga þurfi að sjálfsögðu að nota. „Í rauninni hefur eini sameiginlegi snertiflöturinn hjá okkur sem höfum verið með hóptíma verið hurðarhúnn, inn og út. Þannig að manni finnst þetta ekki sanngjarnt,“ sagði Jakobína. „Við erum tuttugu manns, eigendur líkamsræktarstöðva, í daglegum samskiptum og það veit enginn um neitt smit innan sinnar stöðvar. Mér finnst það segja mjög mikið. Líkamsræktarstöðvar hafa fylgt mjög ströngum sóttvörnum frá því í vor.“ Sýnist að aðgerðirnar séu ekki löglegar Fram kom í svari almannavarna við fyrirspurn fréttastofu í október að 110 kórónuveirusmit hefðu verið rakin beint til líkamsræktarstöðva og annarrar íþróttaiðkunar. Þar voru ekki meðtalin afleidd smit sem væntanlega hlaupa á hundruðum. Stór hluti þessara smita er rakinn til hópsýkingar í Hnefaleikafélagi Kópavogs en tölurnar frá almannavörnum voru þó ekki sundurliðaðar. Jakobína sagði að hópur eigenda líkamsræktarstöðva væri nú að skoða réttarstöðu sína vegna sóttvarnaaðgerðanna. „Já, við erum búin að vera að skoða hana núna og höfum verið í sambandi við nokkra lögfræðinga og erum einmitt að fara að hittast á morgun á fundi. Við ætlum að fara aðeins að skoða þetta en okkur sýnist á öllu að þetta sé í rauninni ekki löglegt, þessar lokanir. Þannig að við ætlum að kafa dýpra í það,“ sagði Jakobína. „Við höfum fengið lögfræðinga til okkar sem hafa í rauninni bent okkur á að við ættum að opna, fá fólk til okkar, fá lögregluna á staðinn, fá sekt og kæra sektina og fara í mál. Sem allir hafa sagt að við myndum örugglega vinna. En auðvitað viljum við gera þetta í sátt og samlyndi með stjórnvöldum.“
Líkamsræktarstöðvar Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fylltist örvæntingu eftir fréttir dagsins Eigandi Sporthússins telur það mismunun að halda líkamsræktarstöðvum lokuðum til 12. janúar hið minnsta, líkt og gert er ráð fyrir í nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Hann segir fréttir dagsins áfall og tjónið sem af lokununum hlýst gríðarlegt. 8. desember 2020 14:53 Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. 8. desember 2020 11:50 Býður upp á líkamsræktartíma þrátt fyrir íþróttabann Einkaþjálfari sem selur líkamsræktartíma segist ekki telja þá falla undir skilgreiningu á íþróttastarfi sem er bannað samkvæmt sóttvarnareglum. Embætti landlæknis segir tímana virðast brot á samkomureglum óháð hversu fjölmennir þeir eru. 2. desember 2020 14:01 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Sjá meira
Fylltist örvæntingu eftir fréttir dagsins Eigandi Sporthússins telur það mismunun að halda líkamsræktarstöðvum lokuðum til 12. janúar hið minnsta, líkt og gert er ráð fyrir í nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Hann segir fréttir dagsins áfall og tjónið sem af lokununum hlýst gríðarlegt. 8. desember 2020 14:53
Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. 8. desember 2020 11:50
Býður upp á líkamsræktartíma þrátt fyrir íþróttabann Einkaþjálfari sem selur líkamsræktartíma segist ekki telja þá falla undir skilgreiningu á íþróttastarfi sem er bannað samkvæmt sóttvarnareglum. Embætti landlæknis segir tímana virðast brot á samkomureglum óháð hversu fjölmennir þeir eru. 2. desember 2020 14:01