Tíminn er að renna út fyrir Johnson en þann 31. desember renna allir viðskiptasamningar Breta við Evrópusambandið út í kjölfar Brexit-ákvörðunar þeirra.
Illa hefur gengið að ná saman um nýjan viðskiptasamning og samninganefndir deiluaðila hafa ekki enn komist að samkomulagi.
Þau Johnson og von der Leyen ætla því að hittast undir fjögur augu yfir kvöldverði og reyna að koma málum á skrið, að því er breska ríkisútvarpið greinir frá.
Enn er hart tekist á um fiskveiðar, samkeppnisreglur og hvernig eftirliti yrði háttað með nýjum samgningi.