RIFF bætir upp fyrir fráfall Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna Tinni Sveinsson skrifar 10. desember 2020 07:01 Myndin Martin Eden er meðal þeirra sem sýndar verða hjá RIFF næstu daga. Evrópsku kvikmyndaverðlaunin áttu að vera haldin í Hörpu í Reykjavík nú um þessar mundir. Þeim var frestað vegna heimsfaraldursins en verða haldin á Íslandi að tveimur árum liðnum. Í staðinn hefst í dag Vetrarhátíð RIFF, til heiðurs Evrópsku kvikmyndaverðlaununum. „Við vorum farin að hlakka til að taka á móti erlendum gestum okkar í ár og sýna þeim allt það sem við höfum fram á að færa. En þetta er besti kosturinn í stöðunni í ljósi heimsfaraldursins,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Haldin á Íslandi 2022 Frá árinu 1988 hafa Evrópsku kvikmyndaverðlaunin verið afhent árlega við hátíðlega athöfn í þeim tilgangi að vekja athygli á þeim meistaraverkum sem evrópskir kvikmyndagerðarmenn framleiða á ári hverju. Í ár fer athöfnin fram rafrænt frá Berlín en ekki frá Íslandi eins og til stóð. Þau verða vonandi haldin með pompi og pragt á Íslandi í Hörpu árið 2022 ef allt fer að óskum. „Það er ánægjulegt að samkomulag hafi náðst um að Evrópsku kvikmyndaverðlaunin verði haldin í Reykjavík að tveimur árum liðnum. Þá getum við einbeitt okkur alfarið að því að undirbúa glæsilega hátíð og hliðarviðburði sem við getum nýtt í markaðssetningu á menningarborginni Reykjavík en ekki síður í þágu íslenskrar kvikmyndagerðar og skapandi greina almennt,“ segir Dagur. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, tekur í sama streng. „Við munum halda glæsilega og fjölbreytta hátíðardagskrá til heiðurs evrópskum kvikmyndum, hún verður bara ekki í ár – enda eru nú óvenjulegir tímar sem kalla á sveigjanleika. Þetta er geysilega spennandi tækifæri fyrir íslenska kvikmyndamenningu og kvikmyndageirann hér á landi og við munum nýta það vel,“ segir Lilja. Bestu EFA myndirnar 2020 að mati RIFF Úrval kvikmynda sem tilnfefndar eru til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í ár verða sýndar á streymisveitu RIFF, riff.is, fram til 20. desember. Sýndar verða sex ólíkar kvikmyndir; gamanmynd, spennumynd, drama, teiknimynd og heimildarmynd en myndirnar höfða til mismunandi aldurshópa, ungra jafn sem eldri. Þær eiga það sammerkt að hafa hlotið verðskuldaða athygli undanfarið og þær keppa um eftirsóttu EFA verðlaunin sem afhent verða á laugardag í Berlín. Þetta eru meðal bestu myndanna sem keppa í ár, að mati stjórnenda RIFF, og eru þær meðal annars frá Frakklandi, Danmörku, Rúmeníu, Hollandi, Ítalíu auk Íslands. Myndin Bergmál er fulltrúi Íslands hjá EFA í ár og náði ekki í lokaúrtakið. THE BIG HIT (Stóri smellurinn) Eftir Emmanuel Courcol. Frakkland. Tilnefnd sem besta grínmyndin á EFA 2020. Geðþekkur leikari, Etienne, sem glíma þarf reglulega við atvinnuskort, rekur leiklistarsmiðju í fangelsi þar sem hann fær fangana til þess að setja á svið Beðið eftir Godot eftir Samuel Becket. Horfa á RIFF Heima. Calamity (Ógæfa) Eftir Rémi Chayé. Frakkland, Danmörk. Tilnefnd sem besta mynd í flokki hreyfimynda á EFA 2020. Í Bandaríkjunum árið 1863, leggur hin 12 ára gamla stúlka, Martha og fjölskylda hennar af stað vestur á bóginn í stórri vagnalest í leit að betra lífi. Horfa á RIFF Heima. Collective Eftir Alexander Nanau. Rúmenía, Lúxemborg. Tilnefnd sem besta heimildamyndin á EFA 2020 Rannsóknarblaðamaður afhjúpar stóra svikamylllu í rúmverska heilbrigðiskerfinu. Þetta er mynd um vald spilling og lygar í innsta hring. Frábær mynd um blaðamennsku eins og hún gerist best. Horfa á RIFF Heima. Klippa: Bergmál - sýnishorn Bergmál (Echo) Eftir Rúnar Rúnarsson. Ísland, Frakkland, Sviss. Eina íslenska myndin á EFA 2020. Ísland á aðventunni. Myndin sýnir 56 senur, ljúfar jafnt sem bitrar af nútímalífi okkar hér á Íslandi. Horfa á RIFF Heima. <a _tmplitem="16430" href="https://www.youtube.com/watch?v=0OIetiMoseA">watch on YouTube</a> INSTINCT (Eðlishvöt) Eftir Halinu Reijn. Holland, Ítalía, Frakkland, Þýskaland. Tilnefnd í flokkunum Uppgötvun ársina á EFA 2020. Sálfræðitryllir. Þrátt fyrir afar yfirgripsmikla reynslu og þekkingu blindast vel metinn sálfræðingur af ást á kynferðisafbrotamanni sem hún hefur til meðferðar. Horfa á RIFF Heima. Martin Eden Eftir Pietro Marcello. Ítalía, Frakkland, Þýskaland. Tilnefnd sem besta Evrópska myndin, besti leikarinn og besta handritið á EFA 2020. Martin verður ástfanginn af Elenu efnaðri og vel menntaðri konu. Hann dreymir um að verða rithöfundur sem berst fyrir félagslegu réttlæti en gerir sér jafnframt grein fyrir það muni ganga erfiðlega ætli hann að fá á sig hnapphelduna. Horfa á RIFF Heima. RIFF Menning Reykjavík Harpa Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
„Við vorum farin að hlakka til að taka á móti erlendum gestum okkar í ár og sýna þeim allt það sem við höfum fram á að færa. En þetta er besti kosturinn í stöðunni í ljósi heimsfaraldursins,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Haldin á Íslandi 2022 Frá árinu 1988 hafa Evrópsku kvikmyndaverðlaunin verið afhent árlega við hátíðlega athöfn í þeim tilgangi að vekja athygli á þeim meistaraverkum sem evrópskir kvikmyndagerðarmenn framleiða á ári hverju. Í ár fer athöfnin fram rafrænt frá Berlín en ekki frá Íslandi eins og til stóð. Þau verða vonandi haldin með pompi og pragt á Íslandi í Hörpu árið 2022 ef allt fer að óskum. „Það er ánægjulegt að samkomulag hafi náðst um að Evrópsku kvikmyndaverðlaunin verði haldin í Reykjavík að tveimur árum liðnum. Þá getum við einbeitt okkur alfarið að því að undirbúa glæsilega hátíð og hliðarviðburði sem við getum nýtt í markaðssetningu á menningarborginni Reykjavík en ekki síður í þágu íslenskrar kvikmyndagerðar og skapandi greina almennt,“ segir Dagur. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, tekur í sama streng. „Við munum halda glæsilega og fjölbreytta hátíðardagskrá til heiðurs evrópskum kvikmyndum, hún verður bara ekki í ár – enda eru nú óvenjulegir tímar sem kalla á sveigjanleika. Þetta er geysilega spennandi tækifæri fyrir íslenska kvikmyndamenningu og kvikmyndageirann hér á landi og við munum nýta það vel,“ segir Lilja. Bestu EFA myndirnar 2020 að mati RIFF Úrval kvikmynda sem tilnfefndar eru til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í ár verða sýndar á streymisveitu RIFF, riff.is, fram til 20. desember. Sýndar verða sex ólíkar kvikmyndir; gamanmynd, spennumynd, drama, teiknimynd og heimildarmynd en myndirnar höfða til mismunandi aldurshópa, ungra jafn sem eldri. Þær eiga það sammerkt að hafa hlotið verðskuldaða athygli undanfarið og þær keppa um eftirsóttu EFA verðlaunin sem afhent verða á laugardag í Berlín. Þetta eru meðal bestu myndanna sem keppa í ár, að mati stjórnenda RIFF, og eru þær meðal annars frá Frakklandi, Danmörku, Rúmeníu, Hollandi, Ítalíu auk Íslands. Myndin Bergmál er fulltrúi Íslands hjá EFA í ár og náði ekki í lokaúrtakið. THE BIG HIT (Stóri smellurinn) Eftir Emmanuel Courcol. Frakkland. Tilnefnd sem besta grínmyndin á EFA 2020. Geðþekkur leikari, Etienne, sem glíma þarf reglulega við atvinnuskort, rekur leiklistarsmiðju í fangelsi þar sem hann fær fangana til þess að setja á svið Beðið eftir Godot eftir Samuel Becket. Horfa á RIFF Heima. Calamity (Ógæfa) Eftir Rémi Chayé. Frakkland, Danmörk. Tilnefnd sem besta mynd í flokki hreyfimynda á EFA 2020. Í Bandaríkjunum árið 1863, leggur hin 12 ára gamla stúlka, Martha og fjölskylda hennar af stað vestur á bóginn í stórri vagnalest í leit að betra lífi. Horfa á RIFF Heima. Collective Eftir Alexander Nanau. Rúmenía, Lúxemborg. Tilnefnd sem besta heimildamyndin á EFA 2020 Rannsóknarblaðamaður afhjúpar stóra svikamylllu í rúmverska heilbrigðiskerfinu. Þetta er mynd um vald spilling og lygar í innsta hring. Frábær mynd um blaðamennsku eins og hún gerist best. Horfa á RIFF Heima. Klippa: Bergmál - sýnishorn Bergmál (Echo) Eftir Rúnar Rúnarsson. Ísland, Frakkland, Sviss. Eina íslenska myndin á EFA 2020. Ísland á aðventunni. Myndin sýnir 56 senur, ljúfar jafnt sem bitrar af nútímalífi okkar hér á Íslandi. Horfa á RIFF Heima. <a _tmplitem="16430" href="https://www.youtube.com/watch?v=0OIetiMoseA">watch on YouTube</a> INSTINCT (Eðlishvöt) Eftir Halinu Reijn. Holland, Ítalía, Frakkland, Þýskaland. Tilnefnd í flokkunum Uppgötvun ársina á EFA 2020. Sálfræðitryllir. Þrátt fyrir afar yfirgripsmikla reynslu og þekkingu blindast vel metinn sálfræðingur af ást á kynferðisafbrotamanni sem hún hefur til meðferðar. Horfa á RIFF Heima. Martin Eden Eftir Pietro Marcello. Ítalía, Frakkland, Þýskaland. Tilnefnd sem besta Evrópska myndin, besti leikarinn og besta handritið á EFA 2020. Martin verður ástfanginn af Elenu efnaðri og vel menntaðri konu. Hann dreymir um að verða rithöfundur sem berst fyrir félagslegu réttlæti en gerir sér jafnframt grein fyrir það muni ganga erfiðlega ætli hann að fá á sig hnapphelduna. Horfa á RIFF Heima.
RIFF Menning Reykjavík Harpa Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira