„Þetta eru ekki bara við sem erum svona leiðinlegir“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. desember 2020 18:03 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Egill Aðalsteinsson Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gerir engar athugasemdir við það að eigendur líkamsræktarstöðva íhugi að leita réttar síns vegna sóttvarnaaðgerða. Það sé réttur hvers manns að láta á það reyna telji hann sig hafa verið beittan misrétti. Hann segir að það séu ekki aðeins íslensk sóttvarnaryfirvöld sem meti áhættuna af því að halda líkamsræktarstöðvum opnum meiri en af því að hafa sundlaugar opnar, það geri alþjóðlegar stofnanir líka og við það sé stuðst. Eigandi líkamsræktarstöðva World Class telur þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að halda líkamsræktarstöðvum lokuðum af sóttvarnaástæðum vera ólögmæta og hefur sent ráðherrum erindi þess efnis. Fleiri eigendur líkamsræktarstöðva hafa jafnframt íhugað að skoða réttarstöðu sína. „Það er réttur hvers borgara, ef hann telur sig vera beittan misrétti, að láta reyna á það. Ég sé ekkert að því,“ sagði Þórólfur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Líkt og Vísir greindi frá í dag hefur mitrakningarteymi almannavarna rakið 36 bein Covid-19 smit til líkamsræktarstöðva. Heildarfjöldi afleiddra smita er 74. „Þetta eru það sem smitrakningarteymið hefur fundið. Við þurfum náttúrlega alltaf að taka svona tölum með ákveðnum fyrirvara, það er ekki eins og það sé hægt bara að mæla þetta nákvæmlega en samt hefur smitrakningarteymið verið ansi duglegt að rekja smitin og finna sameiginlega staði eða sameiginlega fleti þar sem fólk hefur smitast og þetta er niðurstaðan. Fannar Karvel, eigandi líkamsræktarstöðvarinnar Spörtu, benti á það í samtali við Reykjavík síðdegis að þegar að hóptímar voru leyfðir fyrr í haust hafi ekki þótt í lagi að opna búningsklefa. Nú standi hins vegar til að opna sundlaugarnar og búningsklefana þar sömuleiðis, það þyki honum skjóta skökku við. „Þessi umræða hefur alltaf komið upp í hvert skipti sem er slakað á eða hert á og það er eitthvert misræmi, þá eru menn að máta sig og verða óánægðir sumir hverjir og ég skil það bara fullkomlega,“ sagði Þórólfur, spurður hvort þetta misræmi geti ekki grafið undan málstaðnum. „En ef við skoðum bara af því við erum að tala hérna um sundlaugar og við erum að tala um líkamsræktarstöðvar, að þá eru þetta tölurnar sem við höfum hér úr smitrakningunni. Ef við kíkjum bara á hvað er að gerast í öðrum löndum og hvað segja þessar alþjóðlegu stofnanir eins og sóttvarnastofnun Evrópu og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og fleiri samtök, þar er alls staðar líkamsræktarstöðvum flokkað í hæsta áhættuflokk og sundstöðum töluvert neðar,“ útskýrir Þórólfur. Það sé meðal annars þar sem klórinn í sundlaugum drepur veiruna. „Þetta erum ekki bara við sem erum að flokka þetta svona þetta er gert bara á flestum öðrum stöðum sem við sjáum þannig að ég held að menn verði nú aðeins að líta á það líka. Þetta eru ekki bara við sem erum svona leiðinlegir,“ segir Þórólfur. Þórólfur var jafnframt spurður út í rannsóknir sem haldið hefur verið á lofti sem benda til þess að hverfandi líkur séu á smiti á þessum stöðum. „Ég er búinn að kynna mér fullt af rannsóknum og tilmælum sem að alþjóðastofnanir eru með og niðurstaðan er þessi og það passar við það sem við sjáum hér þannig að þetta er bara staðan eins og hún er,“ segir Þórólfur en viðtalið við hann í heild sinni má heyra í spilaranum hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Líkamsræktarstöðvar Sundlaugar Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Eigandi líkamsræktarstöðva World Class telur þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að halda líkamsræktarstöðvum lokuðum af sóttvarnaástæðum vera ólögmæta og hefur sent ráðherrum erindi þess efnis. Fleiri eigendur líkamsræktarstöðva hafa jafnframt íhugað að skoða réttarstöðu sína. „Það er réttur hvers borgara, ef hann telur sig vera beittan misrétti, að láta reyna á það. Ég sé ekkert að því,“ sagði Þórólfur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Líkt og Vísir greindi frá í dag hefur mitrakningarteymi almannavarna rakið 36 bein Covid-19 smit til líkamsræktarstöðva. Heildarfjöldi afleiddra smita er 74. „Þetta eru það sem smitrakningarteymið hefur fundið. Við þurfum náttúrlega alltaf að taka svona tölum með ákveðnum fyrirvara, það er ekki eins og það sé hægt bara að mæla þetta nákvæmlega en samt hefur smitrakningarteymið verið ansi duglegt að rekja smitin og finna sameiginlega staði eða sameiginlega fleti þar sem fólk hefur smitast og þetta er niðurstaðan. Fannar Karvel, eigandi líkamsræktarstöðvarinnar Spörtu, benti á það í samtali við Reykjavík síðdegis að þegar að hóptímar voru leyfðir fyrr í haust hafi ekki þótt í lagi að opna búningsklefa. Nú standi hins vegar til að opna sundlaugarnar og búningsklefana þar sömuleiðis, það þyki honum skjóta skökku við. „Þessi umræða hefur alltaf komið upp í hvert skipti sem er slakað á eða hert á og það er eitthvert misræmi, þá eru menn að máta sig og verða óánægðir sumir hverjir og ég skil það bara fullkomlega,“ sagði Þórólfur, spurður hvort þetta misræmi geti ekki grafið undan málstaðnum. „En ef við skoðum bara af því við erum að tala hérna um sundlaugar og við erum að tala um líkamsræktarstöðvar, að þá eru þetta tölurnar sem við höfum hér úr smitrakningunni. Ef við kíkjum bara á hvað er að gerast í öðrum löndum og hvað segja þessar alþjóðlegu stofnanir eins og sóttvarnastofnun Evrópu og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og fleiri samtök, þar er alls staðar líkamsræktarstöðvum flokkað í hæsta áhættuflokk og sundstöðum töluvert neðar,“ útskýrir Þórólfur. Það sé meðal annars þar sem klórinn í sundlaugum drepur veiruna. „Þetta erum ekki bara við sem erum að flokka þetta svona þetta er gert bara á flestum öðrum stöðum sem við sjáum þannig að ég held að menn verði nú aðeins að líta á það líka. Þetta eru ekki bara við sem erum svona leiðinlegir,“ segir Þórólfur. Þórólfur var jafnframt spurður út í rannsóknir sem haldið hefur verið á lofti sem benda til þess að hverfandi líkur séu á smiti á þessum stöðum. „Ég er búinn að kynna mér fullt af rannsóknum og tilmælum sem að alþjóðastofnanir eru með og niðurstaðan er þessi og það passar við það sem við sjáum hér þannig að þetta er bara staðan eins og hún er,“ segir Þórólfur en viðtalið við hann í heild sinni má heyra í spilaranum hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Líkamsræktarstöðvar Sundlaugar Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira