Fjölmiðlafrumvarpi frestað fram yfir áramót Elín Margrét Böðvarsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 9. desember 2020 20:00 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Umræðu um fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra verður frestað fram yfir áramót og umsagnarfrestur um stofnun hálendisþjóðgarðs verður lengdur. Þetta er á meðal þess sem þingflokkarnir sömdu um í gærkvöldi þegar samkomulag náðist um afgreiðslu mála fyrir þinghlé. Samþykkt var að taka fyrstu umræðu um nokkur stjórnarmál, líkt og frumvarp fjármálaráðherra um afnám tvöfaldrar refsingar við skattalagabrotum og frumvörp félagsmálaráðherra um samþættingu á þjónustu fyrir börn. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að ríkisstjórnin hafi skilað mörgum og stórum málum allt of seint inn til þingsins til að unnt væri að afgreiða þau til þingnefnda fyrir jólafrí. Aftur á móti hafi gengið betur nú en oft áður að semja um þinglok fyrir jólafrí. Undir þetta tekur þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Hann segir hins vegar eðlilegt að sum mál hafi tekið langan tíma í undirbúningi. „Ríkisstjórnin kom inn á síðustu stundu með mjög mörg stór og umdeild mál sem var einhvern veginn, bara tímans vegna, alveg ljóst að við gætum ekki afgreitt og sett til nefndar vegna þess að fyrir var á dagskránni fjárlagafrumvarpið, fjármálaáætlun, tengd frumvörp, dagsetningarmál og covid-mál,“ sagði Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þannig það reyndist bara hreinlega ekki tími þannig að núna voru samningarnir auðveldari heldur en oft áður vegna þess að þetta bara einhvern veginn lá í augum uppi að við yrðum að skera niður og finna út úr því hvernig við gætum klárað brýnu málin fyrir jólin,“ sagði Oddný. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir eðlilegt að sum málanna frá ríkisstjórninni hafi komið seint inn til þingsins. „Þetta eru náttúrlega bara mál sem hafa þurft töluverðan aðdraganda og undirbúning. Mál sem í sjálfu sér kannski voru ekki heldur áramótabundin þannig að í sjálfu sér er ekki skaði af því þó þau frestist að einhverju leyti fram yfir áramót,“ sagði Birgir. „Eins og Oddný segir þá eru mál sem að tengjast covid-faraldrinum, efnahagsaðgerðum og öðru slíku auðvitað sett í forgang og sama á auðvitað við um mál sem tengjast fjárlagafrumvarpinu og áramótunum þar af leiðandi. Og það var auðvitað mikilvægast af hálfu ríkisstjórnarinnar og ég held að það hafi verið skilningur á því af hálfu stjórnarandstöðunnar að þessi mál væru í forgangi,“ bætir hann við. „Síðan vorum við auðvitað að takast á um það hvort að það væri hægt að nota þann tíma sem við höfum hér fram til áramóta, eða fram til jóla, til þess að koma áleiðis nokkrum öðrum málum sem vissulega eru umdeild.“ Alþingi Fjölmiðlar Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að ríkisstjórnin hafi skilað mörgum og stórum málum allt of seint inn til þingsins til að unnt væri að afgreiða þau til þingnefnda fyrir jólafrí. Aftur á móti hafi gengið betur nú en oft áður að semja um þinglok fyrir jólafrí. Undir þetta tekur þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Hann segir hins vegar eðlilegt að sum mál hafi tekið langan tíma í undirbúningi. „Ríkisstjórnin kom inn á síðustu stundu með mjög mörg stór og umdeild mál sem var einhvern veginn, bara tímans vegna, alveg ljóst að við gætum ekki afgreitt og sett til nefndar vegna þess að fyrir var á dagskránni fjárlagafrumvarpið, fjármálaáætlun, tengd frumvörp, dagsetningarmál og covid-mál,“ sagði Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þannig það reyndist bara hreinlega ekki tími þannig að núna voru samningarnir auðveldari heldur en oft áður vegna þess að þetta bara einhvern veginn lá í augum uppi að við yrðum að skera niður og finna út úr því hvernig við gætum klárað brýnu málin fyrir jólin,“ sagði Oddný. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir eðlilegt að sum málanna frá ríkisstjórninni hafi komið seint inn til þingsins. „Þetta eru náttúrlega bara mál sem hafa þurft töluverðan aðdraganda og undirbúning. Mál sem í sjálfu sér kannski voru ekki heldur áramótabundin þannig að í sjálfu sér er ekki skaði af því þó þau frestist að einhverju leyti fram yfir áramót,“ sagði Birgir. „Eins og Oddný segir þá eru mál sem að tengjast covid-faraldrinum, efnahagsaðgerðum og öðru slíku auðvitað sett í forgang og sama á auðvitað við um mál sem tengjast fjárlagafrumvarpinu og áramótunum þar af leiðandi. Og það var auðvitað mikilvægast af hálfu ríkisstjórnarinnar og ég held að það hafi verið skilningur á því af hálfu stjórnarandstöðunnar að þessi mál væru í forgangi,“ bætir hann við. „Síðan vorum við auðvitað að takast á um það hvort að það væri hægt að nota þann tíma sem við höfum hér fram til áramóta, eða fram til jóla, til þess að koma áleiðis nokkrum öðrum málum sem vissulega eru umdeild.“
Alþingi Fjölmiðlar Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira