Í lið FH voru þau Björg Magnúsdóttir og Jón Jónsson og í liði Vals voru þau Birna María Másdóttir og Hannes Þór Halldórsson.
Um var að ræða eina mest spennandi viðureignina og réðust úrslitin á lokaspurningunni.
Taugarnar voru heldur betur þandar þegar koma að henni en úrslitaþátturinn fer fram annað kvöld á Stöð 2. Hann verður í beinni útsendingu eftir kvöldfréttir og mætast þá lið Þróttara og liðið sem vann í undanúrslitaþættinum og má sjá það hér að neðan.