Deila um tölur snýst raunverulega um umfang og forgangsröðun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. desember 2020 11:45 Málið virðist ekki snúast um hvað torgið kostaði, heldur heildarumfang verksins og forgangsröðun. Framkvæmdakostnaður Reykjavíkurborgar vegna Óðinstorgs nam 60,6 milljónum króna samkvæmt svari fjármála- og áhættustýringarsviðs Reykjavíkurborgar en heildarkostnaður framkvæmda á torginu og í nágrenni var 474 milljónir króna. Samþykktar fjárheimildir til verksins nema 505 milljónum króna. Það voru borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins sem spurðust fyrir um kostnaðinn en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sá sig tilneyddan til að tjá sig um málið á samfélagsmiðlum eftir að Vigdís Hauksdóttir, umræddur áheyrnarfulltrúi, hélt því fram á sama vettvangi að kostnaður Reykavíkurborgar vegna „torg hins himneska Dags“ hefði verið nær hálfur milljarður króna. Dagur greindi frá því að kostnaður við torgið sjálft hefði raunar verið um 60 milljónir og að torgið væri ekki sitt, heldur ætti heiðurinn að hugmyndinni Eva María Jónsdóttir sjónvarpskona „í því sem þá hét Miðborgarstjórn.“ Borgin og borgarbúar geta að mínu mati verið stoltir af umbreytingu Óðinstorgs. Tek eftir því að Vigdís Hauksdóttir og...Posted by Dagur B. Eggertsson on Thursday, December 10, 2020 Um hvað snýst málið? Málið virðist að hluta hártog þar sem aðilar eru að vísa í nákvæmlega sömu tölurnar. Það er rétt að kostnaður við Óðinstorg nam, samkvæmt svarinu sem lagt var fram á fundi borgarráðs í gær, sannarlega 60 milljónum króna. Hins vegar virðist umkvörtunarefnið ekki nákvæmar tölur heldur heildarumfang verksins. Þannig vill Vigdís meina að „aðilar hafi verið blekktir“ þegar verkið var kynnt. Á þeim tíma hefði öll áhersla verið lögð á Óðinstorg og Týsgötu að hluta en á endanum hafi miklu stærra svæði verið undir. Þá gagnrýna borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins forgangsröðun verkefnisins umfram önnur brýnni mál. Torg hins himneska Dags/Óðistorg ;-) Verðmiðinn er kominn hér er bókun mín í málinu "Flott og dýrt skal það vera á...Posted by Vigdís Hauksdóttir on Thursday, December 10, 2020 Lagnaframkvæmdirnar dýrastar Í svörum borgarmeirihlutans er vissulega gengist við því að verkið hafi verið umfangsmeira en svo að snúast bara um Óðinstorg og Týsgötu. Þar segir að framkvæmdasvæðið hafi náð til Skólavörðustígs, Óðinsgötu, Spítalastígs, Týsgötu, Lokastígs, Freyjutorg, Freyjugötu, Bjargarstígs og Óðinsgötu við Freyjutorg. Þá bendir meirihlutinn á að stærstur hluti kostnaðarins sé til komin vegna meira en 100 ára gamalla lagna undir svæðinu, sem hafi verið löngu komnar á tíma og stefnt að því frá hruni að skipta um. Borgarbúar geta verið stoltir af umbreytingu Óðinstorgs, segir Dagur. Fundargerð borgarráðs 10. desember. Tengd skjöl Framkvaemdakostnadur_vid_Odinstorg_og_nagrenniPDF406KBSækja skjal Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Samþykktar fjárheimildir til verksins nema 505 milljónum króna. Það voru borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins sem spurðust fyrir um kostnaðinn en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sá sig tilneyddan til að tjá sig um málið á samfélagsmiðlum eftir að Vigdís Hauksdóttir, umræddur áheyrnarfulltrúi, hélt því fram á sama vettvangi að kostnaður Reykavíkurborgar vegna „torg hins himneska Dags“ hefði verið nær hálfur milljarður króna. Dagur greindi frá því að kostnaður við torgið sjálft hefði raunar verið um 60 milljónir og að torgið væri ekki sitt, heldur ætti heiðurinn að hugmyndinni Eva María Jónsdóttir sjónvarpskona „í því sem þá hét Miðborgarstjórn.“ Borgin og borgarbúar geta að mínu mati verið stoltir af umbreytingu Óðinstorgs. Tek eftir því að Vigdís Hauksdóttir og...Posted by Dagur B. Eggertsson on Thursday, December 10, 2020 Um hvað snýst málið? Málið virðist að hluta hártog þar sem aðilar eru að vísa í nákvæmlega sömu tölurnar. Það er rétt að kostnaður við Óðinstorg nam, samkvæmt svarinu sem lagt var fram á fundi borgarráðs í gær, sannarlega 60 milljónum króna. Hins vegar virðist umkvörtunarefnið ekki nákvæmar tölur heldur heildarumfang verksins. Þannig vill Vigdís meina að „aðilar hafi verið blekktir“ þegar verkið var kynnt. Á þeim tíma hefði öll áhersla verið lögð á Óðinstorg og Týsgötu að hluta en á endanum hafi miklu stærra svæði verið undir. Þá gagnrýna borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins forgangsröðun verkefnisins umfram önnur brýnni mál. Torg hins himneska Dags/Óðistorg ;-) Verðmiðinn er kominn hér er bókun mín í málinu "Flott og dýrt skal það vera á...Posted by Vigdís Hauksdóttir on Thursday, December 10, 2020 Lagnaframkvæmdirnar dýrastar Í svörum borgarmeirihlutans er vissulega gengist við því að verkið hafi verið umfangsmeira en svo að snúast bara um Óðinstorg og Týsgötu. Þar segir að framkvæmdasvæðið hafi náð til Skólavörðustígs, Óðinsgötu, Spítalastígs, Týsgötu, Lokastígs, Freyjutorg, Freyjugötu, Bjargarstígs og Óðinsgötu við Freyjutorg. Þá bendir meirihlutinn á að stærstur hluti kostnaðarins sé til komin vegna meira en 100 ára gamalla lagna undir svæðinu, sem hafi verið löngu komnar á tíma og stefnt að því frá hruni að skipta um. Borgarbúar geta verið stoltir af umbreytingu Óðinstorgs, segir Dagur. Fundargerð borgarráðs 10. desember. Tengd skjöl Framkvaemdakostnadur_vid_Odinstorg_og_nagrenniPDF406KBSækja skjal
Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent