„Já og þetta hefur fólk gert hjá okkur í áratugi“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 13. desember 2020 08:01 Fjórar kynslóðir hafa starfað í Kjöthöllinni. Synir stofnandans eru bræðurnir Björn og Sveinn Christenssynir sem hér eru ásamt eiginkonum sínum, dætrum og dóttursonum. Frá vinstri: Jóhann Birnir Guðmundsson, Sigríður Björnsdóttir, Sigfríður Friðþjófsdóttir, Björn Christensson, Sveinn Christensson, Unnur Birgisdóttir, Arnþór Jónason, Anna Björk Sveinsdóttir og Kristófer Jónason. Vísir/Vilhelm „Pabbi var danskur og ætlaði til Argentínu. Kaffiuppskeran þar brást hins vegar og því kom hann hingað,“ segja bræðurnir Sveinn og Björn Christenssynir um hvers vegna faðir þeirra, Christian H. Christensen, fluttist tvítugur til Íslands. 24 ára kaupir Christian Klambra og gerist þar bóndi í tíu ár. Árið 1944 stofnar Christian Kjöthöllina, fyrirtækið sem bræðurnir reka enn. „Unga fólkið var að flytjast á mölina og fékk oft sent kjöt frá foreldrum sínum úti á landi. Það þurfti að reykja þetta kjöt og verka,“ segir Sveinn um upphaf starfseminnar. „Já og herinn kallaði líka á slátrun,“ segir Björn. Bræðurnir fóru snemma að vinna með föður sínum. Um tíu ára aldur giska þeir á, ef ekki fyrr Sveinn er fæddur árið 1943 og Björn árið 1951. „Maður var nýttur í það sem hægt var,“ segir Sveinn og brosir. Í helgarviðtali Atvinnulífsins heyrum við söguna á bakvið fjölskyldufyrirtækið Kjöthöllin. Roy Rogers á sunnudögum Christian Christensen fékk stöðuheitið fóðurmeistarinn þegar hann hóf störf á Reykjum í Mosfellsdal. Þar kynnist hann Ólöfu Pálínu Ólafsdóttur og fella þau hugi saman. Hjónin hófu sinn búskap á Klömbrum. Með tíu kýr og ræktun á grænmeti. „Magnús Júlíusson, eða Maggi Júll, var formaður fjáreiganda í Reykjavík og aðstoðarlandlæknir. Hann fékk úthlutað Klambratún árið 1924 undir fjárbúskap. Hann var orðinn þreyttur á því en þekkti Guðmund Jónsson aflakóng og útgerðarmann á Reykjum og þannig barst það til pabba að Klambra gæti hann keypt,“ segir Sveinn og bætir við: „Maggi Júll var frá Klömbur í Vesturhópi og þaðan kemur nafnið Klambratún.“ Sveinn man vel eftir sveitalífinu í kringum rekstrinum fyrstu árin og Björn minnist túnanna sem góðu leiksvæði, ekki síst fyrir fótbolta. Umhverfið var annað í þá daga. Til dæmis voru þarna hestamenn sem leigðu sér aðstöðu. Og frá unga aldri þótti það sjálfsagt að bræðurnir hjálpuðu til. Síðan fengum við stundum bíómiða á Roy Rogers eftir að hafa hjálpað til í reykhúsinu á sunnudögum,“ segir Sveinn stoltur um fyrstu launin. Í þessu húsi á Klambratúni hófst starfsemi Kjöthallarinnar árið 1944. Stofnandi Kjöthallarinnar var Christian Christensen en á Klambra flutttist hann ásamt eiginkonu sinni, Ólöfu Pálínu Ólafsdóttur árið 1934. Í húsinu bjuggu hjónin ásamt sonunum Sveini og Birni. Þegar fyrirtækið var stofnað var hluti hússins nýttur fyrir slátrun en hluti hússins fyrir verslun. Þá var einnig starfrækt reykhús á Klömbrum. Flutningar Í fyrstu var verslun í hluta húsnæðis fjölskyldunnar á Klömbrum og slátrun í hluta hússins. Nokkrum árum eftir stofnun keypti Christian húsnæði á Rauðarárstíg fyrir búðarreksturinn. Til viðbótar við slátrun á Klömbrum var starfsrækt reykhús. Það var sérstaklega vinsælt hjá laxveiðimönnum sem þangað komu til að reykja afla sumarsins. Síðar kom að því að borgin vildi Klambra í burtu. Reykjavíkurborg gerði eignarnám en það var allt gert í góðu því borgin vildi breyta svæðinu í almenningsgarð,“ segir Sveinn til útskýringar á því hvers vegna farið var í flutninga. Í kjölfarið var nafni túnsins breytt í Miklatún. Sveinn segir fyrsta bréfið frá borginni hafa borist fjölskyldunni árið 1959. Það hafi þó verið veittur dágóður frestur fram að flutningum. Reyndar hafði kjötvinnslan flust á Háteigsveg 2 árið 1953. Eftir að ákvörðun um flutninga lá fyrir, var ráðist í byggingu verslunarhúss í Skipholti 70. Frá árinu 1966 hefur Kjöthöllin rekið þar kjötvinnslu og verslun. Árið 1982 keypti Kjöthöllin eignirnar að Háaleitisbraut 58-60 og hefur síðan þá einnig starfsrækt bæði verslun og skrifstofu þar. „Hvar er hesturinn minn?“ Bræðurnir segja vissulega margar gamlar sögur til. Sumar sögurnar hafi þeir sjálfir nýheyrt af. Nýverið fengu þeir til dæmis bréf frá Dana sem sagði að faðir hans hefði sem ungur maður unnið hjá Christian á Klömbrum. Í bréfinu segir hann þá sögu frá föður sínum að einn daginn hafi fín frú komið ríðandi á hesti að Klömbrum. Þar bað hún um að fá að geyma hestinn á meðan hún færi í bæinn. Vildi svo illa til að þennan dag var einmitt verið að slátra hrossum. Vinnumennirnir vissu að hrossin væru tvö en þegar þeir fóru út að sækja þau til slátrunar, stóðu þrír hestar á hlaði. Varð úr að þeim var öllum slátrað. Stuttu síðar kemur fína frúin aftur og spyr: „Hvar er hesturinn minn?“ Uppi varð fótur og fit þegar upp komst um hvernig hafði farið fyrir hestinum. Menn héldu að það yrðu einhver dýr eftirmál, pabbi þyrfti að borga sekt eða eitthvað. En það bjargaði víst málunum að frúin var í Hvítasunnusöfnuðinum og túlkaði atvikið á endanum þannig að það hefði verið guðs vilji að hesturinn færi þennan dag,“ segir Björn. Bræðurnir byrjuðu að hjálpa föður sínum um tíu ára aldurinn en segja enn jafn gaman í vinnunni. Sveinn er nú 77 ára en Björn 69 ára.Vísir/Vilhelm Sumt breytist, annað ekki Eftir áratuga starf er ekki úr vegi að spyrja aðeins út í hefðir og venjur landans, hvort þær hafi mikið breyst. Til dæmis fyrir jólin? Bræðurnir segja svo ekki vera. Svínahamborgarahryggurinn er alltaf mjög vinsæll á jólaborðið. Hangikjötið er aðeins á undanhaldi en lambið er að koma sterkt inn aftur. Eftir að hætt var að selja rjúpur í verslunum, hafa vinsældir hreindýrakjöts aukist fyrir jólin. Síðustu þrjú til fimm árin hefur Wellington steikin verið að vaxa í vinsældum. Það sama gildi um kalkúninn sem er sérstaklega vinsæll fyrir áramótin. „En í dag er allt úrbeinað“ segir Björn. Sumt er nánast horfið. Til dæmis saltkjötið sem eitt sinn var mjög mikið selt. Þá seljist ekki súpukjöt eins og áður var. „Fólk biður í dag um beinlausa bita í súpu,“ segir Sveinn um breytta tíma. Bræðurnir segja það hafa verið stórt skref í rekstrinum þegar hamborgaravélarnar voru keyptar og Kjöthöllin hóf að selja en að selja hamborgara til veitingastaða og hótela. Þá hafi það líka breyst að nú sé fólk farið að grilla mikið á sumrin. Lengi voru grill ekki svona mikið í heimaeigu nema einstaka kolagrill og þá helst nýtt á ferðarlögum. Marineríngin varð vinsæl fyrir um áratug síðan. Fram að þeim tíma var allt þurrkryddað. En hvernig kom það til að Kjöthöllin fór svona snemma að sérhæfa sig í sænsku sykursöltuðu jólaskinkuna, var það vegna tengingar föður ykkar út? „Nei aldeilis ekki,“ svara bræðurnir í kór. Að þeirra sögn kom þessi hefð þannig til að Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands kom að máli við föður þeirra einhvern tímann á tímabilinu 1945-50. Sigurður var giftur sænskri konu og langaði að gleðja hana fyrir jólin með sykursaltaðri skinku að sænskum sið. Úr varð að Christian vann skinkuna fyrir Sigurð. Það eru fjölskyldur sem halda alltaf upp á jólin með sænsku skinkuna og eins og oft er með jólamatinn þá ganga hefðirnar á milli kynslóða,“ segir Sveinn. Þó segjast bræðurnir sjálfir halda í danskar rætur. Þessar rætur skýri til dæmis út hvers vegna Kjöthöllin leggi áherslu á paté og kæfur. Hjónin Sveinn og Unnur störfuðu lengi saman í Kjöthöllinni á Háaleitisbraut en síðustu árin hefur dóttirin Anna Björk starfað með föður sínum þar. Í Kjöthöllinni starfa einnig synir Önnu Bjarkar, Kristófer og Arnþór.Vísir/Vilhelm Fjórða kynslóðin Bræðurnir tóku við rekstrinum af föður sínum árið 1974. Sveinn sér um Kjöthöllina á Háaleitisbraut og þar sá Unnur Birgisdóttir eiginkonan hans lengi um innkaup, uppgjör á kössum og fleira. Í dag starfa hjá Kjöthöllinni einnig dóttir Sveins og Unnar, Anna Björk. Þá starfa tveir synir Önnu Bjarkar hjá fyrirtækinu. Kristófer Jónason í fullu starfi og Arnþór Jónason í hlutastarfi með námi. Björn sér um búðina og kjötvinnsluna í Skipholti. Þá hefur eiginkona hans, Sigfríður Friðþjófsdóttir séð um bókhald fyrirtækisins í áratugi. Dóttir Björns og Sigfríðar, Sigríður starfar einnig hjá fyrirtækinu og sonur hennar Jóhann Birnir Guðmundsson. Að sögn bræðranna sjá dæturnar Anna Björk og Sigríður um allt það helsta sem snýr að daglegum rekstri búðanna, s.s. innkaup og fleira. Fleiri dætur Sveins og Björns hafa starfað í fyrirtækinu því samtals eiga bræðurnir sjö dætur. Þær ólust allar upp við að vinna í fyrirtækinu á sumrin og um jól. „Það var alltaf gott að geta kallað þær til,“ segir Björn. Og það sama gildir um fjórðu kynslóðina því til viðbótar við Jóhann Birni, Kristófer og Arnþór hafa fleiri barnabörn starfað í Kjöthöllinni um sumar eða í skólafríum. Það er gott að fá aukapening hjá afa,“ segir Sveinn og bræðurnir brosa hinir ánægðustu með þróunina. Hjónin Björn og Sigfríður ásamt dóttur sinni Sigríði og syni hennar, Jóhanni Birni Guðmundssyni. Þau starfa öll í Kjöthöllinni.Vísir/Vilhelm „Nú er bara hægt að loka“ Þegar Sveinn og Björn eru spurðir hvaða tímabil þeir minnast sem erfiðasta tímabilið, líta þeir á hvorn annan og eru hugsi um stund. Eftir smá vangaveltur eru þeir sammála um að það hafi ekki verið tímabilið í kjölfar bankahruns. „Því þá áttum við eignir og vorum skuldlausir því við höfðum þanið okkur fyrr, þegar verðbólgan stóð sem hæst og við keyptum eignirnar,“ segir Sveinn. „Covid hefur ekki heldur komið illa við okkur,“ segir Björn og bætir við: „Fólk getur ekki farið út að borða og gerir því kannski oftar vel við sig heima fyrir.“ En hvaða tími er það þá? „Ætli það sé ekki helst þegar stórmarkaðirnir voru að opna?“ spyr Björn og Sveinn kinkar kolli. Jú, það er helst það tímabil sem olli áhyggjum. Þá sögðu nú bara einhverjir að við gætum örugglega lokað. Sérstaklega þegar Hagkaup opnaði í Kringlunni,“ segir Björn og bætir við: „Við vorum búnir að horfa upp á tugi kjötverslana leggja upp laupana einni af annarri þannig að þetta voru eðlilegar áhyggjur.“ „En við höfðum svo sem hlustað á þetta áður,“ segir Sveinn og rifjar það upp að þegar Egilskjör opnaði á Laugaveginum og þótti mjög fín. „Þá var sagt við pabba að nú gæti hann bara lokað.“ Bræðurnir hafa því séð tímanna tvenna í rekstrinum. Lengi vel var lítið um frí en í dag segjast þeir ágætlega settir og ekki geta kvartað. Nú er vertíðin fyrir jólin og mikið að gera. „Við erum með svona númerasystem. Fólk pantar jólasteikina og sækir 22. og 23.desember,“ segir Björn stoltur og Sveinn bætir við: „Já og þetta hefur fólk gert hjá okkur í áratugi.“ GAMLA MYNDIN Feðgarnir saman í Kjöthöllinni í kringum 1980. Fv.: Sveinn, Björn og faðir þeirra Christian. Helgarviðtal Atvinnulífsins Tengdar fréttir „Áskoranir í rekstri eru ekkert á við baráttuna upp á líf og dauða“ „Gunnar bauð mér fyrst til Íslands að sumri til. Ég varð ástfangin af landinu strax úr flugvélaglugganum,“ segir Chandrika Gunnarsson og brosir. Chandrika er fædd og uppalin á Indlandi. Hún giftist Gunnari Gunnarssyni og stofnaði með honum veitingastaðinn Austur-Indíafjelagið á Hverfisgötu árið 1994. 6. desember 2020 08:00 „Er enginn annar að afgreiða hérna nema þetta barn?“ Verslunin Stella í Bankastræti 3 var stofnuð árið 1942. Sagan hefst þó fyrr því það var langafi eigenda Stellu sem byggði húsið árið 1880. Fjórða kynslóðin á nú húsið og Edda Hauksdóttir er ein eigenda og verslunarstjóri Stellu. Í helgarviðtali Atvinnulífsins heyrum við söguna á bakvið Stellu og húsið í Bankastræti 3. 29. nóvember 2020 08:00 Það þýddi ekkert að leggjast í þunglyndi og gefast upp Það þýddi ekkert annað en að draga punginn upp og hugsa eins og karlmaður segir Þórdís Helgadóttir um fundinn með bankastjóranum þegar hún vildi fjármagna fasteignakaup fyrir reksturinn. Þórdís og dætur hennar eru í helgarviðtali Atvinnulífsins að þessu sinni en Þórdís keypti hárgreiðslustofu árið 1985 og stofnaði síðan heildverslunina Þórborgu árið 2012. 22. nóvember 2020 08:01 Það breyttist allt með Covid Það hefur margt breyst síðustu áratugina í útförum að sögn Rúnars Geirmundssonar útfaraþjónustu. En það breyttist allt með Covid. Í helgarviðtalinu þessa helgina fáum við að heyra söguna á bakvið Útfaraþjónustu Rúnars Geirmundssonar sem stofnuð var árið 1990. 15. nóvember 2020 08:01 „Ég skil eiginlega ekki mamma hvernig þú gast þetta allt“ Það hefur ansi margt breyst í verslunarrekstri frá því að Bryndís Brynjólfsdóttir stofnaði Lindina á Selfossi árið 1974. Verðlagseftirlit, háir tollar, gengisfellingar og gjaldeyrishöft. Í dag rekur Kristín Hafsteinsdóttir, dóttir Bryndísar, verslunina. Og þriðja kynslóðin hefur bæst við því sonur Kristínar, Bjarki Már Magnússon, hjálpar nú mömmu sinni með netverslunina tiskuverslun.is. 8. nóvember 2020 08:00 Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Sjá meira
Árið 1944 stofnar Christian Kjöthöllina, fyrirtækið sem bræðurnir reka enn. „Unga fólkið var að flytjast á mölina og fékk oft sent kjöt frá foreldrum sínum úti á landi. Það þurfti að reykja þetta kjöt og verka,“ segir Sveinn um upphaf starfseminnar. „Já og herinn kallaði líka á slátrun,“ segir Björn. Bræðurnir fóru snemma að vinna með föður sínum. Um tíu ára aldur giska þeir á, ef ekki fyrr Sveinn er fæddur árið 1943 og Björn árið 1951. „Maður var nýttur í það sem hægt var,“ segir Sveinn og brosir. Í helgarviðtali Atvinnulífsins heyrum við söguna á bakvið fjölskyldufyrirtækið Kjöthöllin. Roy Rogers á sunnudögum Christian Christensen fékk stöðuheitið fóðurmeistarinn þegar hann hóf störf á Reykjum í Mosfellsdal. Þar kynnist hann Ólöfu Pálínu Ólafsdóttur og fella þau hugi saman. Hjónin hófu sinn búskap á Klömbrum. Með tíu kýr og ræktun á grænmeti. „Magnús Júlíusson, eða Maggi Júll, var formaður fjáreiganda í Reykjavík og aðstoðarlandlæknir. Hann fékk úthlutað Klambratún árið 1924 undir fjárbúskap. Hann var orðinn þreyttur á því en þekkti Guðmund Jónsson aflakóng og útgerðarmann á Reykjum og þannig barst það til pabba að Klambra gæti hann keypt,“ segir Sveinn og bætir við: „Maggi Júll var frá Klömbur í Vesturhópi og þaðan kemur nafnið Klambratún.“ Sveinn man vel eftir sveitalífinu í kringum rekstrinum fyrstu árin og Björn minnist túnanna sem góðu leiksvæði, ekki síst fyrir fótbolta. Umhverfið var annað í þá daga. Til dæmis voru þarna hestamenn sem leigðu sér aðstöðu. Og frá unga aldri þótti það sjálfsagt að bræðurnir hjálpuðu til. Síðan fengum við stundum bíómiða á Roy Rogers eftir að hafa hjálpað til í reykhúsinu á sunnudögum,“ segir Sveinn stoltur um fyrstu launin. Í þessu húsi á Klambratúni hófst starfsemi Kjöthallarinnar árið 1944. Stofnandi Kjöthallarinnar var Christian Christensen en á Klambra flutttist hann ásamt eiginkonu sinni, Ólöfu Pálínu Ólafsdóttur árið 1934. Í húsinu bjuggu hjónin ásamt sonunum Sveini og Birni. Þegar fyrirtækið var stofnað var hluti hússins nýttur fyrir slátrun en hluti hússins fyrir verslun. Þá var einnig starfrækt reykhús á Klömbrum. Flutningar Í fyrstu var verslun í hluta húsnæðis fjölskyldunnar á Klömbrum og slátrun í hluta hússins. Nokkrum árum eftir stofnun keypti Christian húsnæði á Rauðarárstíg fyrir búðarreksturinn. Til viðbótar við slátrun á Klömbrum var starfsrækt reykhús. Það var sérstaklega vinsælt hjá laxveiðimönnum sem þangað komu til að reykja afla sumarsins. Síðar kom að því að borgin vildi Klambra í burtu. Reykjavíkurborg gerði eignarnám en það var allt gert í góðu því borgin vildi breyta svæðinu í almenningsgarð,“ segir Sveinn til útskýringar á því hvers vegna farið var í flutninga. Í kjölfarið var nafni túnsins breytt í Miklatún. Sveinn segir fyrsta bréfið frá borginni hafa borist fjölskyldunni árið 1959. Það hafi þó verið veittur dágóður frestur fram að flutningum. Reyndar hafði kjötvinnslan flust á Háteigsveg 2 árið 1953. Eftir að ákvörðun um flutninga lá fyrir, var ráðist í byggingu verslunarhúss í Skipholti 70. Frá árinu 1966 hefur Kjöthöllin rekið þar kjötvinnslu og verslun. Árið 1982 keypti Kjöthöllin eignirnar að Háaleitisbraut 58-60 og hefur síðan þá einnig starfsrækt bæði verslun og skrifstofu þar. „Hvar er hesturinn minn?“ Bræðurnir segja vissulega margar gamlar sögur til. Sumar sögurnar hafi þeir sjálfir nýheyrt af. Nýverið fengu þeir til dæmis bréf frá Dana sem sagði að faðir hans hefði sem ungur maður unnið hjá Christian á Klömbrum. Í bréfinu segir hann þá sögu frá föður sínum að einn daginn hafi fín frú komið ríðandi á hesti að Klömbrum. Þar bað hún um að fá að geyma hestinn á meðan hún færi í bæinn. Vildi svo illa til að þennan dag var einmitt verið að slátra hrossum. Vinnumennirnir vissu að hrossin væru tvö en þegar þeir fóru út að sækja þau til slátrunar, stóðu þrír hestar á hlaði. Varð úr að þeim var öllum slátrað. Stuttu síðar kemur fína frúin aftur og spyr: „Hvar er hesturinn minn?“ Uppi varð fótur og fit þegar upp komst um hvernig hafði farið fyrir hestinum. Menn héldu að það yrðu einhver dýr eftirmál, pabbi þyrfti að borga sekt eða eitthvað. En það bjargaði víst málunum að frúin var í Hvítasunnusöfnuðinum og túlkaði atvikið á endanum þannig að það hefði verið guðs vilji að hesturinn færi þennan dag,“ segir Björn. Bræðurnir byrjuðu að hjálpa föður sínum um tíu ára aldurinn en segja enn jafn gaman í vinnunni. Sveinn er nú 77 ára en Björn 69 ára.Vísir/Vilhelm Sumt breytist, annað ekki Eftir áratuga starf er ekki úr vegi að spyrja aðeins út í hefðir og venjur landans, hvort þær hafi mikið breyst. Til dæmis fyrir jólin? Bræðurnir segja svo ekki vera. Svínahamborgarahryggurinn er alltaf mjög vinsæll á jólaborðið. Hangikjötið er aðeins á undanhaldi en lambið er að koma sterkt inn aftur. Eftir að hætt var að selja rjúpur í verslunum, hafa vinsældir hreindýrakjöts aukist fyrir jólin. Síðustu þrjú til fimm árin hefur Wellington steikin verið að vaxa í vinsældum. Það sama gildi um kalkúninn sem er sérstaklega vinsæll fyrir áramótin. „En í dag er allt úrbeinað“ segir Björn. Sumt er nánast horfið. Til dæmis saltkjötið sem eitt sinn var mjög mikið selt. Þá seljist ekki súpukjöt eins og áður var. „Fólk biður í dag um beinlausa bita í súpu,“ segir Sveinn um breytta tíma. Bræðurnir segja það hafa verið stórt skref í rekstrinum þegar hamborgaravélarnar voru keyptar og Kjöthöllin hóf að selja en að selja hamborgara til veitingastaða og hótela. Þá hafi það líka breyst að nú sé fólk farið að grilla mikið á sumrin. Lengi voru grill ekki svona mikið í heimaeigu nema einstaka kolagrill og þá helst nýtt á ferðarlögum. Marineríngin varð vinsæl fyrir um áratug síðan. Fram að þeim tíma var allt þurrkryddað. En hvernig kom það til að Kjöthöllin fór svona snemma að sérhæfa sig í sænsku sykursöltuðu jólaskinkuna, var það vegna tengingar föður ykkar út? „Nei aldeilis ekki,“ svara bræðurnir í kór. Að þeirra sögn kom þessi hefð þannig til að Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands kom að máli við föður þeirra einhvern tímann á tímabilinu 1945-50. Sigurður var giftur sænskri konu og langaði að gleðja hana fyrir jólin með sykursaltaðri skinku að sænskum sið. Úr varð að Christian vann skinkuna fyrir Sigurð. Það eru fjölskyldur sem halda alltaf upp á jólin með sænsku skinkuna og eins og oft er með jólamatinn þá ganga hefðirnar á milli kynslóða,“ segir Sveinn. Þó segjast bræðurnir sjálfir halda í danskar rætur. Þessar rætur skýri til dæmis út hvers vegna Kjöthöllin leggi áherslu á paté og kæfur. Hjónin Sveinn og Unnur störfuðu lengi saman í Kjöthöllinni á Háaleitisbraut en síðustu árin hefur dóttirin Anna Björk starfað með föður sínum þar. Í Kjöthöllinni starfa einnig synir Önnu Bjarkar, Kristófer og Arnþór.Vísir/Vilhelm Fjórða kynslóðin Bræðurnir tóku við rekstrinum af föður sínum árið 1974. Sveinn sér um Kjöthöllina á Háaleitisbraut og þar sá Unnur Birgisdóttir eiginkonan hans lengi um innkaup, uppgjör á kössum og fleira. Í dag starfa hjá Kjöthöllinni einnig dóttir Sveins og Unnar, Anna Björk. Þá starfa tveir synir Önnu Bjarkar hjá fyrirtækinu. Kristófer Jónason í fullu starfi og Arnþór Jónason í hlutastarfi með námi. Björn sér um búðina og kjötvinnsluna í Skipholti. Þá hefur eiginkona hans, Sigfríður Friðþjófsdóttir séð um bókhald fyrirtækisins í áratugi. Dóttir Björns og Sigfríðar, Sigríður starfar einnig hjá fyrirtækinu og sonur hennar Jóhann Birnir Guðmundsson. Að sögn bræðranna sjá dæturnar Anna Björk og Sigríður um allt það helsta sem snýr að daglegum rekstri búðanna, s.s. innkaup og fleira. Fleiri dætur Sveins og Björns hafa starfað í fyrirtækinu því samtals eiga bræðurnir sjö dætur. Þær ólust allar upp við að vinna í fyrirtækinu á sumrin og um jól. „Það var alltaf gott að geta kallað þær til,“ segir Björn. Og það sama gildir um fjórðu kynslóðina því til viðbótar við Jóhann Birni, Kristófer og Arnþór hafa fleiri barnabörn starfað í Kjöthöllinni um sumar eða í skólafríum. Það er gott að fá aukapening hjá afa,“ segir Sveinn og bræðurnir brosa hinir ánægðustu með þróunina. Hjónin Björn og Sigfríður ásamt dóttur sinni Sigríði og syni hennar, Jóhanni Birni Guðmundssyni. Þau starfa öll í Kjöthöllinni.Vísir/Vilhelm „Nú er bara hægt að loka“ Þegar Sveinn og Björn eru spurðir hvaða tímabil þeir minnast sem erfiðasta tímabilið, líta þeir á hvorn annan og eru hugsi um stund. Eftir smá vangaveltur eru þeir sammála um að það hafi ekki verið tímabilið í kjölfar bankahruns. „Því þá áttum við eignir og vorum skuldlausir því við höfðum þanið okkur fyrr, þegar verðbólgan stóð sem hæst og við keyptum eignirnar,“ segir Sveinn. „Covid hefur ekki heldur komið illa við okkur,“ segir Björn og bætir við: „Fólk getur ekki farið út að borða og gerir því kannski oftar vel við sig heima fyrir.“ En hvaða tími er það þá? „Ætli það sé ekki helst þegar stórmarkaðirnir voru að opna?“ spyr Björn og Sveinn kinkar kolli. Jú, það er helst það tímabil sem olli áhyggjum. Þá sögðu nú bara einhverjir að við gætum örugglega lokað. Sérstaklega þegar Hagkaup opnaði í Kringlunni,“ segir Björn og bætir við: „Við vorum búnir að horfa upp á tugi kjötverslana leggja upp laupana einni af annarri þannig að þetta voru eðlilegar áhyggjur.“ „En við höfðum svo sem hlustað á þetta áður,“ segir Sveinn og rifjar það upp að þegar Egilskjör opnaði á Laugaveginum og þótti mjög fín. „Þá var sagt við pabba að nú gæti hann bara lokað.“ Bræðurnir hafa því séð tímanna tvenna í rekstrinum. Lengi vel var lítið um frí en í dag segjast þeir ágætlega settir og ekki geta kvartað. Nú er vertíðin fyrir jólin og mikið að gera. „Við erum með svona númerasystem. Fólk pantar jólasteikina og sækir 22. og 23.desember,“ segir Björn stoltur og Sveinn bætir við: „Já og þetta hefur fólk gert hjá okkur í áratugi.“ GAMLA MYNDIN Feðgarnir saman í Kjöthöllinni í kringum 1980. Fv.: Sveinn, Björn og faðir þeirra Christian.
Helgarviðtal Atvinnulífsins Tengdar fréttir „Áskoranir í rekstri eru ekkert á við baráttuna upp á líf og dauða“ „Gunnar bauð mér fyrst til Íslands að sumri til. Ég varð ástfangin af landinu strax úr flugvélaglugganum,“ segir Chandrika Gunnarsson og brosir. Chandrika er fædd og uppalin á Indlandi. Hún giftist Gunnari Gunnarssyni og stofnaði með honum veitingastaðinn Austur-Indíafjelagið á Hverfisgötu árið 1994. 6. desember 2020 08:00 „Er enginn annar að afgreiða hérna nema þetta barn?“ Verslunin Stella í Bankastræti 3 var stofnuð árið 1942. Sagan hefst þó fyrr því það var langafi eigenda Stellu sem byggði húsið árið 1880. Fjórða kynslóðin á nú húsið og Edda Hauksdóttir er ein eigenda og verslunarstjóri Stellu. Í helgarviðtali Atvinnulífsins heyrum við söguna á bakvið Stellu og húsið í Bankastræti 3. 29. nóvember 2020 08:00 Það þýddi ekkert að leggjast í þunglyndi og gefast upp Það þýddi ekkert annað en að draga punginn upp og hugsa eins og karlmaður segir Þórdís Helgadóttir um fundinn með bankastjóranum þegar hún vildi fjármagna fasteignakaup fyrir reksturinn. Þórdís og dætur hennar eru í helgarviðtali Atvinnulífsins að þessu sinni en Þórdís keypti hárgreiðslustofu árið 1985 og stofnaði síðan heildverslunina Þórborgu árið 2012. 22. nóvember 2020 08:01 Það breyttist allt með Covid Það hefur margt breyst síðustu áratugina í útförum að sögn Rúnars Geirmundssonar útfaraþjónustu. En það breyttist allt með Covid. Í helgarviðtalinu þessa helgina fáum við að heyra söguna á bakvið Útfaraþjónustu Rúnars Geirmundssonar sem stofnuð var árið 1990. 15. nóvember 2020 08:01 „Ég skil eiginlega ekki mamma hvernig þú gast þetta allt“ Það hefur ansi margt breyst í verslunarrekstri frá því að Bryndís Brynjólfsdóttir stofnaði Lindina á Selfossi árið 1974. Verðlagseftirlit, háir tollar, gengisfellingar og gjaldeyrishöft. Í dag rekur Kristín Hafsteinsdóttir, dóttir Bryndísar, verslunina. Og þriðja kynslóðin hefur bæst við því sonur Kristínar, Bjarki Már Magnússon, hjálpar nú mömmu sinni með netverslunina tiskuverslun.is. 8. nóvember 2020 08:00 Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Sjá meira
„Áskoranir í rekstri eru ekkert á við baráttuna upp á líf og dauða“ „Gunnar bauð mér fyrst til Íslands að sumri til. Ég varð ástfangin af landinu strax úr flugvélaglugganum,“ segir Chandrika Gunnarsson og brosir. Chandrika er fædd og uppalin á Indlandi. Hún giftist Gunnari Gunnarssyni og stofnaði með honum veitingastaðinn Austur-Indíafjelagið á Hverfisgötu árið 1994. 6. desember 2020 08:00
„Er enginn annar að afgreiða hérna nema þetta barn?“ Verslunin Stella í Bankastræti 3 var stofnuð árið 1942. Sagan hefst þó fyrr því það var langafi eigenda Stellu sem byggði húsið árið 1880. Fjórða kynslóðin á nú húsið og Edda Hauksdóttir er ein eigenda og verslunarstjóri Stellu. Í helgarviðtali Atvinnulífsins heyrum við söguna á bakvið Stellu og húsið í Bankastræti 3. 29. nóvember 2020 08:00
Það þýddi ekkert að leggjast í þunglyndi og gefast upp Það þýddi ekkert annað en að draga punginn upp og hugsa eins og karlmaður segir Þórdís Helgadóttir um fundinn með bankastjóranum þegar hún vildi fjármagna fasteignakaup fyrir reksturinn. Þórdís og dætur hennar eru í helgarviðtali Atvinnulífsins að þessu sinni en Þórdís keypti hárgreiðslustofu árið 1985 og stofnaði síðan heildverslunina Þórborgu árið 2012. 22. nóvember 2020 08:01
Það breyttist allt með Covid Það hefur margt breyst síðustu áratugina í útförum að sögn Rúnars Geirmundssonar útfaraþjónustu. En það breyttist allt með Covid. Í helgarviðtalinu þessa helgina fáum við að heyra söguna á bakvið Útfaraþjónustu Rúnars Geirmundssonar sem stofnuð var árið 1990. 15. nóvember 2020 08:01
„Ég skil eiginlega ekki mamma hvernig þú gast þetta allt“ Það hefur ansi margt breyst í verslunarrekstri frá því að Bryndís Brynjólfsdóttir stofnaði Lindina á Selfossi árið 1974. Verðlagseftirlit, háir tollar, gengisfellingar og gjaldeyrishöft. Í dag rekur Kristín Hafsteinsdóttir, dóttir Bryndísar, verslunina. Og þriðja kynslóðin hefur bæst við því sonur Kristínar, Bjarki Már Magnússon, hjálpar nú mömmu sinni með netverslunina tiskuverslun.is. 8. nóvember 2020 08:00