Nauðgunardómur mildaður úr tveimur árum í átján mánuði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. desember 2020 17:26 Dómur Landsréttar var birtur í dag þar sem fram kemur að dómur mannsins hafi verið mildaður úr tveggja ára fangelsi í átján mánaða fangelsi. Vísir/Vilhelm Landsréttur mildaði í dag dóm yfir manni sem sakfelldur hafði verið í Héraðsdómi Reykjaness í mars 2019 fyrir nauðgun, hótanir og annað ofbeldi. Maðurinn hafði verið dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar en mildaði Landsréttur dóminn í átján mánuði. Meðal þeirra þátta sem hafði áhrif á mildun dómsins var ungur aldur mannsins. Manninum var einnig gert að greiða brotaþola eina milljón í miskabætur. Fram kemur í dómnum að maðurinn hafi aðfaranótt 27. júlí 2017 brotið gegn konunni í kyrrstæðri bifreið með því að hafa með ofbeldi og hótunum haft við hana kynferðismök án samþykkis hennar og gegn hennar vilja. Varað er við grófum lýsingum á kynferðisbrotum og ofbeldi sem fram koma hér að neðan. Fyrir héraðsdómi neitaði maðurinn sök en taldi dómurinn framburð hans ótrúverðugan. Fram kom í málsflutningi mannsins og brotaþolans að þau hafi verið góðir vinir áður en atvikið átti sér stað. Þetta kvöld hafi brotaþoli sótt manninn á bíl sínum og þau farið í bíltúr. Eftir nokkra stund hafi þau lagt bílnum og þar hafi maðurinn þvingað hana til að fróa sér með því að toga í hár hennar og halda svo með annarri hendi sinni þétt utan um háls hennar framanverðan þannig að þrengdi að öndunarvegi hennar. Þá lét hann hönd brotaþola ítrekað á getnaðarlim sinn og þrengdi að hálsi hennar og fært hönd hennar aftur á getnaðarliminn í hvert sinn sem hún hafi hætt að fróa honum. Brotaþolinn fór á bráðamóttöku slysadeildar næsta dag, þann 27. júlí þar sem læknir mat við skoðun að hún væri töluvert aum fyrir framanverðan háls auk þess sem hún væri stíff vegna verkja og vöðvaspennu í hnakka og herðum. Þá væri hún með verki við þreifingu yfir vöðvum bæði framan og aftan á hálsi og væri hreyfigeta hennar skert vegna eymsla. Engir sjáanlegir áverkar voru á brotaþola utan roða í húð og örlítillar háræðafyllingar fremst í hálsi. Þá mat sálfræðingur nokkru síðar að sálræn einkenni brotaþola hafi stemmt við einkenni sem þekkt eru hjá fólki sem upplifað hefur alvarleg áföll. Hún hafi fundið fyrir áfallastreitueinkennum, depurð, kvíða, streitu og svefnvanda. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Meðal þeirra þátta sem hafði áhrif á mildun dómsins var ungur aldur mannsins. Manninum var einnig gert að greiða brotaþola eina milljón í miskabætur. Fram kemur í dómnum að maðurinn hafi aðfaranótt 27. júlí 2017 brotið gegn konunni í kyrrstæðri bifreið með því að hafa með ofbeldi og hótunum haft við hana kynferðismök án samþykkis hennar og gegn hennar vilja. Varað er við grófum lýsingum á kynferðisbrotum og ofbeldi sem fram koma hér að neðan. Fyrir héraðsdómi neitaði maðurinn sök en taldi dómurinn framburð hans ótrúverðugan. Fram kom í málsflutningi mannsins og brotaþolans að þau hafi verið góðir vinir áður en atvikið átti sér stað. Þetta kvöld hafi brotaþoli sótt manninn á bíl sínum og þau farið í bíltúr. Eftir nokkra stund hafi þau lagt bílnum og þar hafi maðurinn þvingað hana til að fróa sér með því að toga í hár hennar og halda svo með annarri hendi sinni þétt utan um háls hennar framanverðan þannig að þrengdi að öndunarvegi hennar. Þá lét hann hönd brotaþola ítrekað á getnaðarlim sinn og þrengdi að hálsi hennar og fært hönd hennar aftur á getnaðarliminn í hvert sinn sem hún hafi hætt að fróa honum. Brotaþolinn fór á bráðamóttöku slysadeildar næsta dag, þann 27. júlí þar sem læknir mat við skoðun að hún væri töluvert aum fyrir framanverðan háls auk þess sem hún væri stíff vegna verkja og vöðvaspennu í hnakka og herðum. Þá væri hún með verki við þreifingu yfir vöðvum bæði framan og aftan á hálsi og væri hreyfigeta hennar skert vegna eymsla. Engir sjáanlegir áverkar voru á brotaþola utan roða í húð og örlítillar háræðafyllingar fremst í hálsi. Þá mat sálfræðingur nokkru síðar að sálræn einkenni brotaþola hafi stemmt við einkenni sem þekkt eru hjá fólki sem upplifað hefur alvarleg áföll. Hún hafi fundið fyrir áfallastreitueinkennum, depurð, kvíða, streitu og svefnvanda.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira