Enski boltinn

Klopp segir Chelsea lík­legasta til þess að vinna ensku úr­vals­deildina

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopp í Meistaradeildarleiknum gegn Midtjylland í vikunni.
Klopp í Meistaradeildarleiknum gegn Midtjylland í vikunni. Lars Ronbog/Getty

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að Chelsea sé líklegasta liðið til þess að vinna ensku úrvalsdeildina. Þetta sagði stjóra ensku meistarana á blaðamannafundi fyrir 12. umferð enska boltans.

Chelsea er í 3. sæti deildarinnar með 22 stig en Liverpool og Tottenham eru í efstu tveimur sætunum, bæði með 24 stig.

Bláklædda Lundúnarliðið fjárfesti verulega í sumar og segir Klopp að þær styrkingar sem liðið fékk í sumar gera þeim að líklegasta liðinu til að standa uppi sem sigurvegarar í vor.

„Ef ég horfi á fótboltaleiki núna þá finnst mér Chelsea líta út fyrir að vera líklegastir,“ sagði Klopp í samtali við fjölmiðla fyrir leiki helgarinnar.

„Þeir eru með stærsta hópinn, frábæra leikmenn sem eru að spila vel saman og eftir erfiða byrjun þá eru þeir á fullri ferð þessa stundina.“

Liverpool spilar við sunnudaginn á Fulham á útivelli á sunnudaginn en leikurinn hefst klukkan 16.30. Chelsea spilar við Everton á laugardagskvöldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×