Innlent

Sprengju­sér­fræðingar kallaðir út að sumar­bú­stað í Borgar­firði

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Lögreglan leitaði í sumarbústaði fólksins og fann fíkniefni, hvellhettur og rörasprengju. Sprengjusérfræðingar voru í kjölfarið kallaðir út. Mynd úr safni. 
Lögreglan leitaði í sumarbústaði fólksins og fann fíkniefni, hvellhettur og rörasprengju. Sprengjusérfræðingar voru í kjölfarið kallaðir út. Mynd úr safni.  Vísir/Vilhelm

Lögreglan á Vesturlandi stöðvaði í dag för ökumanns í Borgarfirði sem grunaður er um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Bæði ökumaður og farþegi hans eru grunaðir um vörslu og meðferð fíkniefna. Þetta kemur fram í færslu sem lögreglan birti á Facebook.

Í kjölfar þessa voru báðir einstaklingar handteknir og færðir á lögreglustöð. Leitað var á þeim og í bifreiðinni sem þau óku og fundust að því er virðist fíkniefni. Fólkið hafði dvalið í sumarbústað í Borgarfirði og var því farið fram á húsleit þar sem talið er að fíkniefni hafi fundist.

Þá fannst einnig poki í sumarhúsinu fullur af hvellhettum og rörasprengju. Þá voru sprengjusérfræðingar ríkislögreglustjóra fengnir á vettvang til aðstoðar og tóku þeir með sér sprengjuleitarhund.

Lögreglan á Vesturlandi stöðvaði í dag för ökumanns í Borgarfirði sem grunaður er um akstur undir áhrifum ávana- og...

Posted by Lögreglan Vesturlandi on Friday, December 11, 2020



Fleiri fréttir

Sjá meira


×