„Þetta er áhættutími“ Birgir Olgeirsson skrifar 12. desember 2020 11:55 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Almannavarnir Sóttvarnalæknir segir stöðu faraldursins hér á landi ágæta en nú fari í hönd mikill áhættutími tengdur aðventunni. Fólk þurfi að passa sig vilji það ekki verja jólunum í veikindi Fimm greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír voru í sóttkví en tveir utan sóttkvíar. 1.200 sýni voru tekin í gær. Sjö greindust með veiruna á landamærunum, þar af voru fjórir með mótefni. Einn reyndist með virkt smit við fyrstu skimun á landamærum og einn við seinni skimun vegna komunnar til landsins. Alls eru 33 á sjúkrahúsi með covid-19 og þar af eru þrír á gjörgæslu. „Þær eru ágætar þessar tölur, við fengum bakslag í fyrradag út af þessu klasasmiti eða hópsýkingu sem kom upp. Það er eitthvað sem getur alltaf gerst,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Sóttvarnalæknir segir að tekist hafi að ná utan um klasasmitið sem kom upp í vikunni. Hann vonar að fólk fari varlega á aðventunni. „Ég vona bara svo sannarlega að fólk hafi þetta allt saman í huga sem við erum að hamra á alveg stöðugt að biðla fólk að passa sig. Ef fólk mun smitast núna mun það liggja í veikindum um jólin, fólk verður að fara rólega og varlega í þetta,“ segir Þórólfur. „Ég veit að þetta er áhættutími, sama hvað við segjum eða gerum, það sem skiptir máli hvað fólk gerir, ég bara biðla áfram til fólks til að virkilega passa sig núna.“ Þórólfur segir að það yrði slæmt að missa faraldurinn úr böndunum nú þegar styttist í bóluefni. Hann segir engar líkur á að bóluefni verði tekið í notkun hér á landi fyrr en grænt ljós fæst frá Lyfjastofnun Evrópu sem hittist á fundi í síðasta lagi 29. desember. Hann telur mikinn meðbyr með bóluefninu í samfélaginu og mun sjálfur ekki hika við að láta bólusetja sig. „Ég held að þetta sé eina sem við höfum jákvætt til að koma okkur út úr þessum Covid-faraldri. Við höfum ekki annað upp á að bjóða, nema að láta faraldurinn ganga yfir okkur með tilheyrandi afleiðingum,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Fimm greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrír voru í sóttkví en tveir utan sóttkvíar. 1.200 sýni voru tekin í gær. Sjö greindust með veiruna á landamærunum, þar af voru fjórir með mótefni. Einn reyndist með virkt smit við fyrstu skimun á landamærum og einn við seinni skimun vegna komunnar til landsins. Alls eru 33 á sjúkrahúsi með covid-19 og þar af eru þrír á gjörgæslu. „Þær eru ágætar þessar tölur, við fengum bakslag í fyrradag út af þessu klasasmiti eða hópsýkingu sem kom upp. Það er eitthvað sem getur alltaf gerst,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Sóttvarnalæknir segir að tekist hafi að ná utan um klasasmitið sem kom upp í vikunni. Hann vonar að fólk fari varlega á aðventunni. „Ég vona bara svo sannarlega að fólk hafi þetta allt saman í huga sem við erum að hamra á alveg stöðugt að biðla fólk að passa sig. Ef fólk mun smitast núna mun það liggja í veikindum um jólin, fólk verður að fara rólega og varlega í þetta,“ segir Þórólfur. „Ég veit að þetta er áhættutími, sama hvað við segjum eða gerum, það sem skiptir máli hvað fólk gerir, ég bara biðla áfram til fólks til að virkilega passa sig núna.“ Þórólfur segir að það yrði slæmt að missa faraldurinn úr böndunum nú þegar styttist í bóluefni. Hann segir engar líkur á að bóluefni verði tekið í notkun hér á landi fyrr en grænt ljós fæst frá Lyfjastofnun Evrópu sem hittist á fundi í síðasta lagi 29. desember. Hann telur mikinn meðbyr með bóluefninu í samfélaginu og mun sjálfur ekki hika við að láta bólusetja sig. „Ég held að þetta sé eina sem við höfum jákvætt til að koma okkur út úr þessum Covid-faraldri. Við höfum ekki annað upp á að bjóða, nema að láta faraldurinn ganga yfir okkur með tilheyrandi afleiðingum,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira