Staðfestir það sem samtökin óttuðust Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. desember 2020 18:56 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í ferðaþjónustu. Vísir/Arnar Tveir þriðju fyrirtækja í ferðaþjónustu standa nú frammi fyrir ósjálfbærri skuldsetningu og munu gera á næsta ári, samkvæmt nýrri greiningu KPMG fyrir Ferðamálastofu sem birt var í desember. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í ferðaþjónustu segir skýrsluna staðfesta það sem samtökin óttuðust. Viðbúið sé að fjöldi fyrirtækja sé á leið í gjaldþrot. „Þessi skýrsla staðfestir það sem við óttuðumst, að rekstrarvandi fyrirtækjanna breytist í skuldavanda ef ekkert er að gert. Það eru um tveir þriðju fyrirtækjanna sem glíma við ósjálfbæran skuldavanda upp úr þessu áfalli og það er mjög erfið staða,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í ferðaþjónustu. Þýðir það að tveir þriðju fyrirtækja stefna í þrot á næsta ári? „Það þýðir að tveir þriðju fyrirtækja munu eiga mjög erfitt með að vinna sig upp úr ástandinu. Einhver þeirra munu fara í þrot. Önnur þurfa á innspýtingu á eiginfjármagni að halda eða eftirgjöf skulda eða lengingu í skuldum og svo framvegis. Þannig að spurningin er hvað hægt er að gera í samblandi slíkra leiða, bæði milli kröfuhafa og fyrirtækjanna, hins opinbera og svo framvegis, til þess að reyna að koma í veg fyrir það að þetta muni hamla viðspyrnu ferðaþjónustunnar og efnahagslífsins í heild.“ Jóhannes telur að ferðamenn taki vonandi að koma til landsins í apríl og fyrir alvöru í byrjun maí. Bjartsýni hafi einkennt markaðinn í kjölfar jákvæðra fregna af bóluefni við kórónuveirunni. „Þó er ekkert í hendi varðandi það og bókanir ekki í raun hafnar að neinu marki. Það tekur lengri tíma. En við erum enn bjartsýn á að þetta byrji í apríl, maí.“ Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Sjá meira
„Þessi skýrsla staðfestir það sem við óttuðumst, að rekstrarvandi fyrirtækjanna breytist í skuldavanda ef ekkert er að gert. Það eru um tveir þriðju fyrirtækjanna sem glíma við ósjálfbæran skuldavanda upp úr þessu áfalli og það er mjög erfið staða,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í ferðaþjónustu. Þýðir það að tveir þriðju fyrirtækja stefna í þrot á næsta ári? „Það þýðir að tveir þriðju fyrirtækja munu eiga mjög erfitt með að vinna sig upp úr ástandinu. Einhver þeirra munu fara í þrot. Önnur þurfa á innspýtingu á eiginfjármagni að halda eða eftirgjöf skulda eða lengingu í skuldum og svo framvegis. Þannig að spurningin er hvað hægt er að gera í samblandi slíkra leiða, bæði milli kröfuhafa og fyrirtækjanna, hins opinbera og svo framvegis, til þess að reyna að koma í veg fyrir það að þetta muni hamla viðspyrnu ferðaþjónustunnar og efnahagslífsins í heild.“ Jóhannes telur að ferðamenn taki vonandi að koma til landsins í apríl og fyrir alvöru í byrjun maí. Bjartsýni hafi einkennt markaðinn í kjölfar jákvæðra fregna af bóluefni við kórónuveirunni. „Þó er ekkert í hendi varðandi það og bókanir ekki í raun hafnar að neinu marki. Það tekur lengri tíma. En við erum enn bjartsýn á að þetta byrji í apríl, maí.“
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Sjá meira