Samningsaðilar svartsýnir fyrir lokadaginn Sylvía Hall skrifar 13. desember 2020 08:00 Boris Johnson ferðaðist til Brussel fyrr í vikunni til að funda með Ursulu von der Leyen. EPA/olivier hoslet Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, munu hittast síðar í dag og reyna að ná viðskiptasamningi sem tæki gildi eftir að aðlögunarferli Breta lýkur um áramót. Litlu hefur verið áorkað í samningaviðræðum undanfarna daga. Samningsaðilar sömdu fyrr í vikunni um að reyna að ganga frá deilumálum í síðasta lagi í dag. Ef það gengi ekki yrði í kjölfarið tekin ákvörðun um hvort viðræðum skyldi slitið eða haldið áfram. Von der Leyen hefur sjálf sagt að útlit sé fyrir að samkomulag muni ekki nást á milli deiluaðila, að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins. Erfiðlega hefur gengið hjá Bretum og Evrópusambandinu að ná samkomulagi um fiskveiðar og samkeppnisreglur, en Johnson hefur sagt að Evrópusambandið þurfi að breyta afstöðu sinni svo um munar til þess að samkomulag náist. Telja Bretar nauðsynlegt að hafa fulla stjórn á fiskimiðum sínum í skjóli fullveldisréttar síns. Fjögur eftirlitsskip breska sjóhersins verða í viðbragðsstöðu frá og með 1. janúar til þess að vernda fiskveiðisvæði Bretlands ef engir samningar nást milli Bretlands og Evrópusambandsins. Annað stórt ágreiningsmál er hvort Bretum eigi að vera skylt að fylgja stefnu Evrópusambandsins upp að vissu marki er varðar efnahagsmál. Sambandinu þyki óásættanlegt að Bretar geti hagnast á því að hafa frjálsan aðgang að mörkuðum Evrópusambandsins án þess að þurfa að uppfylla sömu kröfur og fylgja sömu reglum er varðar samkeppni og vinnumarkaðslöggjöf. Þá greinir aðila á um hvort lögsaga Evrópudómstólsins eigi að ná til mögulega deilna sem upp gætu komið í framtíðinni varðandi viðskipti Breta og Evrópusambandsins. Landssamband bænda í Bretlandi hefur varað við því að það muni hafa gríðarleg áhrif á iðnað þeirra ef samningar nást ekki, enda innri markaður Evrópusambandsins þeim mikilvægur. Því væri nauðsynlegt að ná einhvers konar samkomulagi til þess að tryggja útflutning til annarra Evrópuþjóða. Brexit Bretland Evrópusambandið Tengdar fréttir Telur töluverðar líkur á að samningar náist ekki Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir bæði almenning og fyrirtæki þurfa að búa sig undir það að samningaviðræður Breta og Evrópusambandsins beri ekki árangur. Fundi þeirra Johnson og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, lauk í gærkvöld án niðurstöðu. 10. desember 2020 20:53 Munu freista þess að tryggja óhindraðar samgöngur og fiskveiðar Evrópusambandið hefur gefið út viðbragðsáætlun sem gripið verður til ef fer sem horfir og aðlögunartímabilinu í kjölfar Brexit lýkur án samnings. Áætlunin miðar að því að tryggja samgöngur milli Bretlands og Evrópu og áframhaldandi veiðar. 10. desember 2020 12:48 Fundinum í Brussel lokið án niðurstöðu Fundi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í Brussel er lauk í kvöld án niðurstöðu. Ennþá ber mikið í milli í samningaviðræðum Bretlands og Evrópusambandsins um viðskiptasamning sem markmiðið var að ná fyrir áramót. Viðræðurnar virðast vera í algjörum rembihnút. 9. desember 2020 23:09 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fleiri fréttir Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Sjá meira
Samningsaðilar sömdu fyrr í vikunni um að reyna að ganga frá deilumálum í síðasta lagi í dag. Ef það gengi ekki yrði í kjölfarið tekin ákvörðun um hvort viðræðum skyldi slitið eða haldið áfram. Von der Leyen hefur sjálf sagt að útlit sé fyrir að samkomulag muni ekki nást á milli deiluaðila, að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins. Erfiðlega hefur gengið hjá Bretum og Evrópusambandinu að ná samkomulagi um fiskveiðar og samkeppnisreglur, en Johnson hefur sagt að Evrópusambandið þurfi að breyta afstöðu sinni svo um munar til þess að samkomulag náist. Telja Bretar nauðsynlegt að hafa fulla stjórn á fiskimiðum sínum í skjóli fullveldisréttar síns. Fjögur eftirlitsskip breska sjóhersins verða í viðbragðsstöðu frá og með 1. janúar til þess að vernda fiskveiðisvæði Bretlands ef engir samningar nást milli Bretlands og Evrópusambandsins. Annað stórt ágreiningsmál er hvort Bretum eigi að vera skylt að fylgja stefnu Evrópusambandsins upp að vissu marki er varðar efnahagsmál. Sambandinu þyki óásættanlegt að Bretar geti hagnast á því að hafa frjálsan aðgang að mörkuðum Evrópusambandsins án þess að þurfa að uppfylla sömu kröfur og fylgja sömu reglum er varðar samkeppni og vinnumarkaðslöggjöf. Þá greinir aðila á um hvort lögsaga Evrópudómstólsins eigi að ná til mögulega deilna sem upp gætu komið í framtíðinni varðandi viðskipti Breta og Evrópusambandsins. Landssamband bænda í Bretlandi hefur varað við því að það muni hafa gríðarleg áhrif á iðnað þeirra ef samningar nást ekki, enda innri markaður Evrópusambandsins þeim mikilvægur. Því væri nauðsynlegt að ná einhvers konar samkomulagi til þess að tryggja útflutning til annarra Evrópuþjóða.
Brexit Bretland Evrópusambandið Tengdar fréttir Telur töluverðar líkur á að samningar náist ekki Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir bæði almenning og fyrirtæki þurfa að búa sig undir það að samningaviðræður Breta og Evrópusambandsins beri ekki árangur. Fundi þeirra Johnson og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, lauk í gærkvöld án niðurstöðu. 10. desember 2020 20:53 Munu freista þess að tryggja óhindraðar samgöngur og fiskveiðar Evrópusambandið hefur gefið út viðbragðsáætlun sem gripið verður til ef fer sem horfir og aðlögunartímabilinu í kjölfar Brexit lýkur án samnings. Áætlunin miðar að því að tryggja samgöngur milli Bretlands og Evrópu og áframhaldandi veiðar. 10. desember 2020 12:48 Fundinum í Brussel lokið án niðurstöðu Fundi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í Brussel er lauk í kvöld án niðurstöðu. Ennþá ber mikið í milli í samningaviðræðum Bretlands og Evrópusambandsins um viðskiptasamning sem markmiðið var að ná fyrir áramót. Viðræðurnar virðast vera í algjörum rembihnút. 9. desember 2020 23:09 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fleiri fréttir Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Sjá meira
Telur töluverðar líkur á að samningar náist ekki Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir bæði almenning og fyrirtæki þurfa að búa sig undir það að samningaviðræður Breta og Evrópusambandsins beri ekki árangur. Fundi þeirra Johnson og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, lauk í gærkvöld án niðurstöðu. 10. desember 2020 20:53
Munu freista þess að tryggja óhindraðar samgöngur og fiskveiðar Evrópusambandið hefur gefið út viðbragðsáætlun sem gripið verður til ef fer sem horfir og aðlögunartímabilinu í kjölfar Brexit lýkur án samnings. Áætlunin miðar að því að tryggja samgöngur milli Bretlands og Evrópu og áframhaldandi veiðar. 10. desember 2020 12:48
Fundinum í Brussel lokið án niðurstöðu Fundi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í Brussel er lauk í kvöld án niðurstöðu. Ennþá ber mikið í milli í samningaviðræðum Bretlands og Evrópusambandsins um viðskiptasamning sem markmiðið var að ná fyrir áramót. Viðræðurnar virðast vera í algjörum rembihnút. 9. desember 2020 23:09