Jólagjafirnar á Landspítalanum talsvert dýrari í ár Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. desember 2020 09:02 Ásta Bjarnadóttir er framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Landspítalanum. Landspítalinn Ásta Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Landspítalanum, segir að kostnaður við jólagjafir til starfsmanna spítalans þetta árið hafi verið talsvert meiri en venjulega. Alls hafi spítalinn greitt 36 milljónir króna fyrir sjö þúsund króna gjafabréf í Skechers og Omnom súkkulaði til sinna sex þúsund starfsmanna. Vísir vakti athygli á því á laugardag að starfsmenn spítalans gerðu sumir hverjir athugasemd við að gjafabréfið í Skechers, sem var upp á sjö þúsund krónur, dugði ekki fyrir einu skópari í búðinni. Ódýrasta parið í Skechers kostar 7038 krónur og virðist vera um barnastærðir að ræða. Þá kom fram að fjölmargar deildir spítalans íhugi að safna gjafabréfum saman og gefa til góðs málefnis. Að minnsta kosti einn aðili hefur, í framhaldi af umfjöllun Vísis, boðið starfsfólki Landspítalans að nýta gjafabréfið sitt hjá sér en um er að ræða krána Session bar. „Jólagjafir starfsfólks Landspítala eru alltaf mjög hóflegar, enda yrði það mögulega litið hornauga af jafnt starfsfólki sem almenningi ef þessi upphæð væri há. Skiljanlega eru alltaf skiptar skoðanir um hvaða birgjar verða fyrir valinu hverju sinni, en valið byggist á tilboðaleit sem hefur verið unnin af sama starfsmanni Landspítala í mörg ár,“ segir Ásta. „Við leggjum áherslu á að boðið sé upp á vandaðar vörur hjá viðkomandi birgjum en einnig vegur þungt hversu mikinn afslátt þeir eru tilbúnir að gefa okkur, þannig að upphæð gjafabréfsins sé sem hæst. Einnig er mikilvægt að gjafakortið renni ekki út innan of skamms tíma.“ Þannig er um fjögurra ára gjafabréf að ræða hjá Skechers. Gjafabréfið rennur út árið 2024. Landspítalinn samdi við búsáhaldaverslunina Kokku í fyrra og fengu starfsmenn Landspítala þá gjafabréf andvirði 8500 króna. Samið var við 66°N árið 2018. „Það er skiljanlegt að sumt starfsfólk sé ósátt við að þrátt fyrir þungt starfsár þá hafi vinnustaðurinn ekki efni á að gefa því dýrar jólagjafir. Heildarupphæðin í ár var reyndar talsvert hærri en venjulega, eða um 36 m.kr. alls til þessara tveggja birgja.“ Ásta segir það ekki hafa farið fram hjá sér að starfseiningar spítalans séu sumar að sameinast um að gefa sín gjafabréf áfram til góðgerðarmálefna, og eins hafi einhverjir vinnustaðir í atvinnulífinu ákveðið að taka á móti gjafabréfunum sem greiðslu fyrir þeirra vörur. „Þetta er allt saman vel til fundið og gaman að jólagjafir okkar skuli örva hugmyndaflug fólks og efla hlýhug í samfélaginu, nú þegar margir eiga um sárt að binda.“ Vísir fjallar um jólagjafir stofnana og fyrirtækja til starfsmanna sinna. Hvað fékkst þú í jólagjöf? Endilega sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði heitið. Landspítalinn Jólagjafir fyrirtækja Tengdar fréttir Starfsfólk Landspítalans fær að nota jólagjöfina á Session Kráin Session Craft Bar auglýsti á Facebook-síðu sinni fyrr í dag að starfsmenn Landspítalans muni geta notað sjö þúsund króna gjafabréf sem þeir fengu í jólagjöf frá spítalanum á kránni. 12. desember 2020 17:40 Starfsfólk Landspítalans þarf að borga með jólagjöfinni sinni í ár Um sex þúsund starfsmenn Landspítalans hafa fengið jólagjöf sína í hendur. Um er að ræða sjö þúsund króna gjafabréf í skóbúðina Skechers sem er að finna í Kringlunni og Smáralind. Auk þess fylgdi súkkulaði frá Omnom. 12. desember 2020 06:00 S4S keypti allt hlutafé í Ellingsen fyrir tæpar 250 milljónir króna Verslunarrisinn S4S keypti allt hlutafé í útivistarversluninni Ellingsen fyrir tæpar 246 milljónir króna, að því er fram kemur í nýbirtum ársreikningi félagsins fyrir síðasta ár. 22. ágúst 2018 10:00 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Vísir vakti athygli á því á laugardag að starfsmenn spítalans gerðu sumir hverjir athugasemd við að gjafabréfið í Skechers, sem var upp á sjö þúsund krónur, dugði ekki fyrir einu skópari í búðinni. Ódýrasta parið í Skechers kostar 7038 krónur og virðist vera um barnastærðir að ræða. Þá kom fram að fjölmargar deildir spítalans íhugi að safna gjafabréfum saman og gefa til góðs málefnis. Að minnsta kosti einn aðili hefur, í framhaldi af umfjöllun Vísis, boðið starfsfólki Landspítalans að nýta gjafabréfið sitt hjá sér en um er að ræða krána Session bar. „Jólagjafir starfsfólks Landspítala eru alltaf mjög hóflegar, enda yrði það mögulega litið hornauga af jafnt starfsfólki sem almenningi ef þessi upphæð væri há. Skiljanlega eru alltaf skiptar skoðanir um hvaða birgjar verða fyrir valinu hverju sinni, en valið byggist á tilboðaleit sem hefur verið unnin af sama starfsmanni Landspítala í mörg ár,“ segir Ásta. „Við leggjum áherslu á að boðið sé upp á vandaðar vörur hjá viðkomandi birgjum en einnig vegur þungt hversu mikinn afslátt þeir eru tilbúnir að gefa okkur, þannig að upphæð gjafabréfsins sé sem hæst. Einnig er mikilvægt að gjafakortið renni ekki út innan of skamms tíma.“ Þannig er um fjögurra ára gjafabréf að ræða hjá Skechers. Gjafabréfið rennur út árið 2024. Landspítalinn samdi við búsáhaldaverslunina Kokku í fyrra og fengu starfsmenn Landspítala þá gjafabréf andvirði 8500 króna. Samið var við 66°N árið 2018. „Það er skiljanlegt að sumt starfsfólk sé ósátt við að þrátt fyrir þungt starfsár þá hafi vinnustaðurinn ekki efni á að gefa því dýrar jólagjafir. Heildarupphæðin í ár var reyndar talsvert hærri en venjulega, eða um 36 m.kr. alls til þessara tveggja birgja.“ Ásta segir það ekki hafa farið fram hjá sér að starfseiningar spítalans séu sumar að sameinast um að gefa sín gjafabréf áfram til góðgerðarmálefna, og eins hafi einhverjir vinnustaðir í atvinnulífinu ákveðið að taka á móti gjafabréfunum sem greiðslu fyrir þeirra vörur. „Þetta er allt saman vel til fundið og gaman að jólagjafir okkar skuli örva hugmyndaflug fólks og efla hlýhug í samfélaginu, nú þegar margir eiga um sárt að binda.“ Vísir fjallar um jólagjafir stofnana og fyrirtækja til starfsmanna sinna. Hvað fékkst þú í jólagjöf? Endilega sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði heitið.
Vísir fjallar um jólagjafir stofnana og fyrirtækja til starfsmanna sinna. Hvað fékkst þú í jólagjöf? Endilega sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði heitið.
Landspítalinn Jólagjafir fyrirtækja Tengdar fréttir Starfsfólk Landspítalans fær að nota jólagjöfina á Session Kráin Session Craft Bar auglýsti á Facebook-síðu sinni fyrr í dag að starfsmenn Landspítalans muni geta notað sjö þúsund króna gjafabréf sem þeir fengu í jólagjöf frá spítalanum á kránni. 12. desember 2020 17:40 Starfsfólk Landspítalans þarf að borga með jólagjöfinni sinni í ár Um sex þúsund starfsmenn Landspítalans hafa fengið jólagjöf sína í hendur. Um er að ræða sjö þúsund króna gjafabréf í skóbúðina Skechers sem er að finna í Kringlunni og Smáralind. Auk þess fylgdi súkkulaði frá Omnom. 12. desember 2020 06:00 S4S keypti allt hlutafé í Ellingsen fyrir tæpar 250 milljónir króna Verslunarrisinn S4S keypti allt hlutafé í útivistarversluninni Ellingsen fyrir tæpar 246 milljónir króna, að því er fram kemur í nýbirtum ársreikningi félagsins fyrir síðasta ár. 22. ágúst 2018 10:00 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Starfsfólk Landspítalans fær að nota jólagjöfina á Session Kráin Session Craft Bar auglýsti á Facebook-síðu sinni fyrr í dag að starfsmenn Landspítalans muni geta notað sjö þúsund króna gjafabréf sem þeir fengu í jólagjöf frá spítalanum á kránni. 12. desember 2020 17:40
Starfsfólk Landspítalans þarf að borga með jólagjöfinni sinni í ár Um sex þúsund starfsmenn Landspítalans hafa fengið jólagjöf sína í hendur. Um er að ræða sjö þúsund króna gjafabréf í skóbúðina Skechers sem er að finna í Kringlunni og Smáralind. Auk þess fylgdi súkkulaði frá Omnom. 12. desember 2020 06:00
S4S keypti allt hlutafé í Ellingsen fyrir tæpar 250 milljónir króna Verslunarrisinn S4S keypti allt hlutafé í útivistarversluninni Ellingsen fyrir tæpar 246 milljónir króna, að því er fram kemur í nýbirtum ársreikningi félagsins fyrir síðasta ár. 22. ágúst 2018 10:00
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent