Hægri bakvörður Stevie G að skora meira en Ronaldo og Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2020 13:30 James Tavernier fær hér skilaboð frá stjóra sínum Steven Gerrard í leik með Rangers á tímabilinu. Getty/Andrew Milligan Liverpool goðsögnin Steven Gerrard er að gera frábæra hluti með Rangers liðið í Skotlandi og það er einkum frammistaða eins leikmanns hans sem er að vekja mesta athygli. Rangers vann sinn níunda deildarleik í röð á móti Dundee United í gær og er nú með þrettán stiga forskot á toppi skosku úrvalsdeildarinnar. Maðurinn á bak við bæði mörkin í leiknum var bakvörðurinn James Tavernier en hann skoraði fyrra markið og lagði svo upp sigurmark Connor Goldson. Markið hans Tavernier kom með skoti beint úr aukaspyrnu. His 17th goal of the season was an unreal free-kick James Tavernier also has 13 assists this season Posted by GiveMeSport on Sunnudagur, 13. desember 2020 Steven Gerrard hrósaði líka sínum leikmanni eftir leikinn. „Þessi aukaspyrna, það skiptir ekki máli hver þú ert eða fyrir hvern þú ert að spila, því þetta var heimsklassa afgreiðsla. Þetta voru smá galdrar,“ sagði Steven Gerrard. Hægri bakvörðurinn Tavernier er búinn að skora sautján mörk í öllum keppnum á þessu tímabili. Hann er búinn að spila 27 leiki og hefur auk markanna sautján einnig gefið þrettán stoðsendingar og er því að búa til meira en eitt mark í leik. Tavernier er að skora meira en margir af mestu markaskorurunum Evrópu. Hann hefur skorað meira en Tottenham framherjarnir Harry Kane (15 mörk) og Son Heung-min (13 mörk), Juventus súperstjarnan Cristiano Ronaldo (14 mörk), Barcelona goðsögnin Lionel Messi (8 mörk), Paris Saint-German stjarnan Neymar (9 mörk) og franski framherjinn Kylian Mbappe (12 mörk). Tavernier hefur meira að segja skorað fleiri mörk en Robert Lewandowski hjá Bayern München sem er með sextán mörk. Auðvitað er ekki það sama að spila í skosku deildinni og í stærstu deildum Evrópu. Það breytir ekki því að hægri bakvörður gæti unnið gullskóinn í skosku deildinni þar sem Tavernier er nú með tveggja marka forskot á næsta mann. Fótbolti Skoski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Sjá meira
Rangers vann sinn níunda deildarleik í röð á móti Dundee United í gær og er nú með þrettán stiga forskot á toppi skosku úrvalsdeildarinnar. Maðurinn á bak við bæði mörkin í leiknum var bakvörðurinn James Tavernier en hann skoraði fyrra markið og lagði svo upp sigurmark Connor Goldson. Markið hans Tavernier kom með skoti beint úr aukaspyrnu. His 17th goal of the season was an unreal free-kick James Tavernier also has 13 assists this season Posted by GiveMeSport on Sunnudagur, 13. desember 2020 Steven Gerrard hrósaði líka sínum leikmanni eftir leikinn. „Þessi aukaspyrna, það skiptir ekki máli hver þú ert eða fyrir hvern þú ert að spila, því þetta var heimsklassa afgreiðsla. Þetta voru smá galdrar,“ sagði Steven Gerrard. Hægri bakvörðurinn Tavernier er búinn að skora sautján mörk í öllum keppnum á þessu tímabili. Hann er búinn að spila 27 leiki og hefur auk markanna sautján einnig gefið þrettán stoðsendingar og er því að búa til meira en eitt mark í leik. Tavernier er að skora meira en margir af mestu markaskorurunum Evrópu. Hann hefur skorað meira en Tottenham framherjarnir Harry Kane (15 mörk) og Son Heung-min (13 mörk), Juventus súperstjarnan Cristiano Ronaldo (14 mörk), Barcelona goðsögnin Lionel Messi (8 mörk), Paris Saint-German stjarnan Neymar (9 mörk) og franski framherjinn Kylian Mbappe (12 mörk). Tavernier hefur meira að segja skorað fleiri mörk en Robert Lewandowski hjá Bayern München sem er með sextán mörk. Auðvitað er ekki það sama að spila í skosku deildinni og í stærstu deildum Evrópu. Það breytir ekki því að hægri bakvörður gæti unnið gullskóinn í skosku deildinni þar sem Tavernier er nú með tveggja marka forskot á næsta mann.
Fótbolti Skoski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Sjá meira