Hægri bakvörður Stevie G að skora meira en Ronaldo og Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2020 13:30 James Tavernier fær hér skilaboð frá stjóra sínum Steven Gerrard í leik með Rangers á tímabilinu. Getty/Andrew Milligan Liverpool goðsögnin Steven Gerrard er að gera frábæra hluti með Rangers liðið í Skotlandi og það er einkum frammistaða eins leikmanns hans sem er að vekja mesta athygli. Rangers vann sinn níunda deildarleik í röð á móti Dundee United í gær og er nú með þrettán stiga forskot á toppi skosku úrvalsdeildarinnar. Maðurinn á bak við bæði mörkin í leiknum var bakvörðurinn James Tavernier en hann skoraði fyrra markið og lagði svo upp sigurmark Connor Goldson. Markið hans Tavernier kom með skoti beint úr aukaspyrnu. His 17th goal of the season was an unreal free-kick James Tavernier also has 13 assists this season Posted by GiveMeSport on Sunnudagur, 13. desember 2020 Steven Gerrard hrósaði líka sínum leikmanni eftir leikinn. „Þessi aukaspyrna, það skiptir ekki máli hver þú ert eða fyrir hvern þú ert að spila, því þetta var heimsklassa afgreiðsla. Þetta voru smá galdrar,“ sagði Steven Gerrard. Hægri bakvörðurinn Tavernier er búinn að skora sautján mörk í öllum keppnum á þessu tímabili. Hann er búinn að spila 27 leiki og hefur auk markanna sautján einnig gefið þrettán stoðsendingar og er því að búa til meira en eitt mark í leik. Tavernier er að skora meira en margir af mestu markaskorurunum Evrópu. Hann hefur skorað meira en Tottenham framherjarnir Harry Kane (15 mörk) og Son Heung-min (13 mörk), Juventus súperstjarnan Cristiano Ronaldo (14 mörk), Barcelona goðsögnin Lionel Messi (8 mörk), Paris Saint-German stjarnan Neymar (9 mörk) og franski framherjinn Kylian Mbappe (12 mörk). Tavernier hefur meira að segja skorað fleiri mörk en Robert Lewandowski hjá Bayern München sem er með sextán mörk. Auðvitað er ekki það sama að spila í skosku deildinni og í stærstu deildum Evrópu. Það breytir ekki því að hægri bakvörður gæti unnið gullskóinn í skosku deildinni þar sem Tavernier er nú með tveggja marka forskot á næsta mann. Fótbolti Skoski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjá meira
Rangers vann sinn níunda deildarleik í röð á móti Dundee United í gær og er nú með þrettán stiga forskot á toppi skosku úrvalsdeildarinnar. Maðurinn á bak við bæði mörkin í leiknum var bakvörðurinn James Tavernier en hann skoraði fyrra markið og lagði svo upp sigurmark Connor Goldson. Markið hans Tavernier kom með skoti beint úr aukaspyrnu. His 17th goal of the season was an unreal free-kick James Tavernier also has 13 assists this season Posted by GiveMeSport on Sunnudagur, 13. desember 2020 Steven Gerrard hrósaði líka sínum leikmanni eftir leikinn. „Þessi aukaspyrna, það skiptir ekki máli hver þú ert eða fyrir hvern þú ert að spila, því þetta var heimsklassa afgreiðsla. Þetta voru smá galdrar,“ sagði Steven Gerrard. Hægri bakvörðurinn Tavernier er búinn að skora sautján mörk í öllum keppnum á þessu tímabili. Hann er búinn að spila 27 leiki og hefur auk markanna sautján einnig gefið þrettán stoðsendingar og er því að búa til meira en eitt mark í leik. Tavernier er að skora meira en margir af mestu markaskorurunum Evrópu. Hann hefur skorað meira en Tottenham framherjarnir Harry Kane (15 mörk) og Son Heung-min (13 mörk), Juventus súperstjarnan Cristiano Ronaldo (14 mörk), Barcelona goðsögnin Lionel Messi (8 mörk), Paris Saint-German stjarnan Neymar (9 mörk) og franski framherjinn Kylian Mbappe (12 mörk). Tavernier hefur meira að segja skorað fleiri mörk en Robert Lewandowski hjá Bayern München sem er með sextán mörk. Auðvitað er ekki það sama að spila í skosku deildinni og í stærstu deildum Evrópu. Það breytir ekki því að hægri bakvörður gæti unnið gullskóinn í skosku deildinni þar sem Tavernier er nú með tveggja marka forskot á næsta mann.
Fótbolti Skoski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjá meira