Fær ekki bætur eftir að hann datt ofan í 1,7 metra djúpa gryfju Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. desember 2020 21:58 Maðurinn féll ofan í 1,7 metra gryfju á vinnustað sínum og hlaut talsverðan skaða af. Vísir/Vilhelm Vátryggingafélag Íslands var í dag sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfum manns sem hafði í október 2016 runnið ofan í 173 sentímetra djúpa viðgerðargryfju í húsnæði Frumherja, sem hann starfaði hjá, og hlotið af því talsverðan skaða. Maðurinn óskaði þess að bótaskylda úr frjálsri ábyrgðartryggingu Frumherja vegna líkamstjóns sem hann varð fyrir yrði viðurkennd. Maðurinn varð fyrir slysi þann 19. október 2016 en þá hafði hann starfað hjá Frumherja í rúm 17 ár. Daginn sem hann slasaðist hafði hann verið að koma úr sendiferð þegar hann gekk inn í hús Frumherja að Hesthálsi í Reykjavík. Mikil rigning hafði verið þennan dag og þegar maðurinn gekk inn gekk hann meðfram gryfju, sem var staðsett á svokallaðri vörubílabraut, í átt að göngubrú sem lá yfir gryfjuna. Maðurinn og Vátryggingafélagið deila um það hvernig maðurinn rann ofan í gryfjuna. Maðurinn vill meina að hann hafi stigið á göngubrúna og runnið til með þeim afleiðingum að hann lenti á hliðarkanti gryfjunnar og svo ofan í henni. Vátryggingafélagið segir aftur á móti að ekki liggi fyrir hvar hann hafi verið staddur þegar hann féll, hvort hann hafi verið kominn á göngubrúna eða enn verið á gólfinu. Í kjölfar slyssins var maðurinn fluttur á bráðamóttöku Landspítalans. Samdægurs var lögreglu tilkynnt um máli sem hafði strax samband við Vinnueftirlitið. Í umsögn Vinnueftirlitsins kemur fram að bjart og þurrt sé innandyra, en mikil rigning og rok hafi verið utandyra og hafi væta borist inn á gólf vinnurýmisins. Orsök slyssins hafi verið sú að bleyta hefði verið á skóm mannsins sem hefði valdið því að hann rann til á kantinum eða göngubrúnni. Tjónið var tilkynnt Vátryggingafélaginu 6. október 2017 og var það einnig tilkynnt Sjúkratryggingum Íslands í lok október 2017. Í bréfi sem sent var 3. apríl 2018 óskaði lögmaður mannsins eftir afstöðu Vátryggingafélagsins til skaðabótaskyldu Frumherja og þar með bótaskyldu úr frjálsri ábyrgðartryggingu félagsins hjá Vátryggingafélaginu. Vátryggingafélagið hafnaði bótaskyldu í bréfi sem sent var 23. maí 2018. Maðurinn varð fyrir varanlegri læknisfræðilegri örorku eftir slysið sem metin var 7 prósent. Maðurinn vildi meina að aðbúnaður á vinnustaðnum hafi verið ófullnægjandi og hafi það leitt til þess að hann hafi orðið fyrir tjóni. Frumherji hafi brugðist skyldum sínum um aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðum og að göngubrúin yfir vörubílagryfjuna hafi verið vanbúin. Hún hafi ekki verið nógu breið og gönguflöturinn ekki verið alveg sléttur. Vátryggingafélagið sagði hins vegar í máli sínu að ekkert athugavert hafi verið við aðbúnað og vinnustað Frumherja sem hafi leitt til tjónsins. Ekkert sem viðkom gryfjunni eða göngubrúnni eða vinnustaðnum hafi valdið tjóninu. Orsök þess að maðurinn hafi fallið niður í gryfjuna hafi eingöngu verið sú að skór hans hafi verið blautir. Fram kemur í dómnum að um óhappatilvik hafi verið að ræða sem ekki verið rakið til bótaskyldrar háttsemi Frumherja eða starfsmanna á vegum hans. Því hafi Vátryggingafélagið verið sýknað Dómsmál Tryggingar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Maðurinn óskaði þess að bótaskylda úr frjálsri ábyrgðartryggingu Frumherja vegna líkamstjóns sem hann varð fyrir yrði viðurkennd. Maðurinn varð fyrir slysi þann 19. október 2016 en þá hafði hann starfað hjá Frumherja í rúm 17 ár. Daginn sem hann slasaðist hafði hann verið að koma úr sendiferð þegar hann gekk inn í hús Frumherja að Hesthálsi í Reykjavík. Mikil rigning hafði verið þennan dag og þegar maðurinn gekk inn gekk hann meðfram gryfju, sem var staðsett á svokallaðri vörubílabraut, í átt að göngubrú sem lá yfir gryfjuna. Maðurinn og Vátryggingafélagið deila um það hvernig maðurinn rann ofan í gryfjuna. Maðurinn vill meina að hann hafi stigið á göngubrúna og runnið til með þeim afleiðingum að hann lenti á hliðarkanti gryfjunnar og svo ofan í henni. Vátryggingafélagið segir aftur á móti að ekki liggi fyrir hvar hann hafi verið staddur þegar hann féll, hvort hann hafi verið kominn á göngubrúna eða enn verið á gólfinu. Í kjölfar slyssins var maðurinn fluttur á bráðamóttöku Landspítalans. Samdægurs var lögreglu tilkynnt um máli sem hafði strax samband við Vinnueftirlitið. Í umsögn Vinnueftirlitsins kemur fram að bjart og þurrt sé innandyra, en mikil rigning og rok hafi verið utandyra og hafi væta borist inn á gólf vinnurýmisins. Orsök slyssins hafi verið sú að bleyta hefði verið á skóm mannsins sem hefði valdið því að hann rann til á kantinum eða göngubrúnni. Tjónið var tilkynnt Vátryggingafélaginu 6. október 2017 og var það einnig tilkynnt Sjúkratryggingum Íslands í lok október 2017. Í bréfi sem sent var 3. apríl 2018 óskaði lögmaður mannsins eftir afstöðu Vátryggingafélagsins til skaðabótaskyldu Frumherja og þar með bótaskyldu úr frjálsri ábyrgðartryggingu félagsins hjá Vátryggingafélaginu. Vátryggingafélagið hafnaði bótaskyldu í bréfi sem sent var 23. maí 2018. Maðurinn varð fyrir varanlegri læknisfræðilegri örorku eftir slysið sem metin var 7 prósent. Maðurinn vildi meina að aðbúnaður á vinnustaðnum hafi verið ófullnægjandi og hafi það leitt til þess að hann hafi orðið fyrir tjóni. Frumherji hafi brugðist skyldum sínum um aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðum og að göngubrúin yfir vörubílagryfjuna hafi verið vanbúin. Hún hafi ekki verið nógu breið og gönguflöturinn ekki verið alveg sléttur. Vátryggingafélagið sagði hins vegar í máli sínu að ekkert athugavert hafi verið við aðbúnað og vinnustað Frumherja sem hafi leitt til tjónsins. Ekkert sem viðkom gryfjunni eða göngubrúnni eða vinnustaðnum hafi valdið tjóninu. Orsök þess að maðurinn hafi fallið niður í gryfjuna hafi eingöngu verið sú að skór hans hafi verið blautir. Fram kemur í dómnum að um óhappatilvik hafi verið að ræða sem ekki verið rakið til bótaskyldrar háttsemi Frumherja eða starfsmanna á vegum hans. Því hafi Vátryggingafélagið verið sýknað
Dómsmál Tryggingar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira