Þórir henti lykilmanni út úr hópnum sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2020 13:00 Veronica E. Kristiansen var valin besti maður vallarins á móti Póllandi. EPA-EFE/BO AMSTRUP Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, gerði óvænta breytingu á EM-hópi sínum í dag en það er þó góð skýring á því. Veronica Kristiansen er lykilmaður í norska landsliðinu og hefur spilað í 160 mínútur í fyrstu fimm leikjum Noregs á EM í handbolta. Hún er ekki lengur í EM-hópi Norðmanna. Mikilvægi Veronicu Kristiansen fyrir norska liðið er mikið á báðum endum vallarins en hún hefur skorað 13 mörk og gefið 16 stoðsendingar á mótinu. Það hafa líka bara fjórir leikmenn norska landsliðsins spilað meira en Veronica Kristiansen á þessu móti. Það eru Kari Dale (235 mín.), Camilla Herrem (214), Stine Bredal Oftedal (197) og Stine Skogrand (162). Þórir tók Kristiansen út úr hópnum fyrir leikinn á móti Ungverjalandi í kvöld en norska liðið er þegar búið að tryggja sér sæti í undanúrslitum mótsins. Tomac får sjansen i håndball-EM erstatter Kristiansen https://t.co/NX6DeHPmcp— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) December 15, 2020 Í staðinn kemur inn í liðið hin þrítuga Marta Tomac. Tomac spilar með liði Vipers frá Kristiansand og þekkir vel til margra leikmanna norska liðsins enda með sex liðfélaga úr Vipers í hópnum. Þórir Hergeirsson útskýrði þessa óvæntu breytingu á hópnum. „Ég geri þessa breytingu til að stjórna leikjaálaginu hjá Veronicu Kristiansen,“ sagði Þórir. Hann hefur áhyggjur af Veronicu Kristiansen af því að hún fékk kórónuveiruna í haust og missti mikið úr æfingum og leikjum með liði sínu Györi í Ungverjalandi. Það er síðan búist við því að Veronica komi síðan aftur inn í hópinn fyrir undanúrslitaleikinn á föstudaginn. Þar mæta þær norsku Frakklandi, Rússlandi eða Danmörku. EM 2020 í handbolta Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
Veronica Kristiansen er lykilmaður í norska landsliðinu og hefur spilað í 160 mínútur í fyrstu fimm leikjum Noregs á EM í handbolta. Hún er ekki lengur í EM-hópi Norðmanna. Mikilvægi Veronicu Kristiansen fyrir norska liðið er mikið á báðum endum vallarins en hún hefur skorað 13 mörk og gefið 16 stoðsendingar á mótinu. Það hafa líka bara fjórir leikmenn norska landsliðsins spilað meira en Veronica Kristiansen á þessu móti. Það eru Kari Dale (235 mín.), Camilla Herrem (214), Stine Bredal Oftedal (197) og Stine Skogrand (162). Þórir tók Kristiansen út úr hópnum fyrir leikinn á móti Ungverjalandi í kvöld en norska liðið er þegar búið að tryggja sér sæti í undanúrslitum mótsins. Tomac får sjansen i håndball-EM erstatter Kristiansen https://t.co/NX6DeHPmcp— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) December 15, 2020 Í staðinn kemur inn í liðið hin þrítuga Marta Tomac. Tomac spilar með liði Vipers frá Kristiansand og þekkir vel til margra leikmanna norska liðsins enda með sex liðfélaga úr Vipers í hópnum. Þórir Hergeirsson útskýrði þessa óvæntu breytingu á hópnum. „Ég geri þessa breytingu til að stjórna leikjaálaginu hjá Veronicu Kristiansen,“ sagði Þórir. Hann hefur áhyggjur af Veronicu Kristiansen af því að hún fékk kórónuveiruna í haust og missti mikið úr æfingum og leikjum með liði sínu Györi í Ungverjalandi. Það er síðan búist við því að Veronica komi síðan aftur inn í hópinn fyrir undanúrslitaleikinn á föstudaginn. Þar mæta þær norsku Frakklandi, Rússlandi eða Danmörku.
EM 2020 í handbolta Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira