Varar við „spekúlasjónum“ um nýja afbrigðið í Bretlandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. desember 2020 13:49 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir telur að fara eigi varlega í vangaveltur um nýtt afbrigði kórónuveirunnar, sem skotið hefur upp kollinum í Bretlandi, áður en áreiðanlegar upplýsingar liggi fyrir. Fjölmargar og mismunandi stökkbreytingar af veirunni séu þekktar. Heilbrigðisráðherra Breta, Matt Hancock, sagði frá því í gær að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 hefði fundist í landinu. Fleiri en þúsund tilvik hafa greinst, flest í suðurhluta Bretlands. Guardian hefur eftir Hancock að umrætt afbrigði hafi breiðst hraðar út en þau sem fyrir voru en afar ólíklegt sé að bóluefnin sem hafa verið þróuð gegn veirunni vinni ekki líka gegn nýja afbrigðinu. Afbrigðið hefur greinst einu sinni á landamærunum hér á landi, að því er Ríkisútvarpið hefur eftir Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni, en ekki hefur orðið á því frekari útbreiðsla. Þórólfur segir í samtali við fréttastofu að vísindasamfélagið eigi eftir að skoða málið og ekkert hægt að segja meira um það á þessari stundu. „Við erum náttúrulega alltaf að sjá alls konar mismunandi stökkbreytingar af þessari veiru, við sjáum það hér á landamærunum mismunandi útgáfur og erlendis er fjöldinn allur af mismunandi stökkbreytingum af veirunni. Hvað það þýðir nákvæmlega vitum við ekki,“ segir Þórólfur. Þannig bendir hann á að ekkert sérstakt hafi komið út úr skoðunum á minkaafbrigði kórónuveirunnar sem greinst hefur í Danmörku. „Þannig að ég held það sé rétt að bíða rólegur og sjá hvað vísindamenn segja um þetta. Það borgar sig ekki að vera með neinar spekúlasjónir fyrr en við fáum áreiðanlegar upplýsingar um það,“ segir Þórólfur. Veiran ekki að breyta sér Inntur eftir því hvort komið hafi fram stökkbreytingar á veirunni sem reynt hafi á hvort ónæmi gegn henni dugi bendir Þórólfur á að þeir sem smitast af veirunni smitist yfirleitt ekki aftur. „Það er ekkert sem bendir til þess að veiran sé að breyta sér og losni þannig undan því ónæmi sem hefur myndast hjá annað hvort sýktum einstaklingum eða einstaklingum sem hafa verið bólusettir. En auðvitað er þetta mál sem menn eru að fylgjast með en það borgar sig ekki að vera með neinar yfirlýsingar fyrr en menn hafa rannsakað þetta og skoðað betur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Segja þriggja fjölskyldna samkomur munu leiða til fleiri dauðsfalla Tvö af áhrifamestu heilbrigðistímaritum Bretlands hafa sameinast um leiðara í annað sinn í meira en hundrað ár og varað við því að ef stjórnvöld herða ekki aðgerðir yfir jól, frekar en að aflétta þeim, muni ástandið verða heilbrigðiskerfinu ofviða. 15. desember 2020 13:45 Færri skammtar af Pfizer-bóluefninu til landsins um áramót en gert var ráð fyrir Ljóst er að færri skammtar af bóluefni Pfizer gegn Covid-19 muni berast til landsins um áramót en ráð var fyrir gert. Samkvæmt samningum áttu rúmlega 21 þúsund skammtar að berast til landsins, en þeir verða um 10 þúsund. 15. desember 2020 12:06 Þrír greindust með veiruna innanlands í gær Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví, en einn ekki. 15. desember 2020 10:50 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
Heilbrigðisráðherra Breta, Matt Hancock, sagði frá því í gær að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 hefði fundist í landinu. Fleiri en þúsund tilvik hafa greinst, flest í suðurhluta Bretlands. Guardian hefur eftir Hancock að umrætt afbrigði hafi breiðst hraðar út en þau sem fyrir voru en afar ólíklegt sé að bóluefnin sem hafa verið þróuð gegn veirunni vinni ekki líka gegn nýja afbrigðinu. Afbrigðið hefur greinst einu sinni á landamærunum hér á landi, að því er Ríkisútvarpið hefur eftir Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni, en ekki hefur orðið á því frekari útbreiðsla. Þórólfur segir í samtali við fréttastofu að vísindasamfélagið eigi eftir að skoða málið og ekkert hægt að segja meira um það á þessari stundu. „Við erum náttúrulega alltaf að sjá alls konar mismunandi stökkbreytingar af þessari veiru, við sjáum það hér á landamærunum mismunandi útgáfur og erlendis er fjöldinn allur af mismunandi stökkbreytingum af veirunni. Hvað það þýðir nákvæmlega vitum við ekki,“ segir Þórólfur. Þannig bendir hann á að ekkert sérstakt hafi komið út úr skoðunum á minkaafbrigði kórónuveirunnar sem greinst hefur í Danmörku. „Þannig að ég held það sé rétt að bíða rólegur og sjá hvað vísindamenn segja um þetta. Það borgar sig ekki að vera með neinar spekúlasjónir fyrr en við fáum áreiðanlegar upplýsingar um það,“ segir Þórólfur. Veiran ekki að breyta sér Inntur eftir því hvort komið hafi fram stökkbreytingar á veirunni sem reynt hafi á hvort ónæmi gegn henni dugi bendir Þórólfur á að þeir sem smitast af veirunni smitist yfirleitt ekki aftur. „Það er ekkert sem bendir til þess að veiran sé að breyta sér og losni þannig undan því ónæmi sem hefur myndast hjá annað hvort sýktum einstaklingum eða einstaklingum sem hafa verið bólusettir. En auðvitað er þetta mál sem menn eru að fylgjast með en það borgar sig ekki að vera með neinar yfirlýsingar fyrr en menn hafa rannsakað þetta og skoðað betur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Segja þriggja fjölskyldna samkomur munu leiða til fleiri dauðsfalla Tvö af áhrifamestu heilbrigðistímaritum Bretlands hafa sameinast um leiðara í annað sinn í meira en hundrað ár og varað við því að ef stjórnvöld herða ekki aðgerðir yfir jól, frekar en að aflétta þeim, muni ástandið verða heilbrigðiskerfinu ofviða. 15. desember 2020 13:45 Færri skammtar af Pfizer-bóluefninu til landsins um áramót en gert var ráð fyrir Ljóst er að færri skammtar af bóluefni Pfizer gegn Covid-19 muni berast til landsins um áramót en ráð var fyrir gert. Samkvæmt samningum áttu rúmlega 21 þúsund skammtar að berast til landsins, en þeir verða um 10 þúsund. 15. desember 2020 12:06 Þrír greindust með veiruna innanlands í gær Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví, en einn ekki. 15. desember 2020 10:50 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
Segja þriggja fjölskyldna samkomur munu leiða til fleiri dauðsfalla Tvö af áhrifamestu heilbrigðistímaritum Bretlands hafa sameinast um leiðara í annað sinn í meira en hundrað ár og varað við því að ef stjórnvöld herða ekki aðgerðir yfir jól, frekar en að aflétta þeim, muni ástandið verða heilbrigðiskerfinu ofviða. 15. desember 2020 13:45
Færri skammtar af Pfizer-bóluefninu til landsins um áramót en gert var ráð fyrir Ljóst er að færri skammtar af bóluefni Pfizer gegn Covid-19 muni berast til landsins um áramót en ráð var fyrir gert. Samkvæmt samningum áttu rúmlega 21 þúsund skammtar að berast til landsins, en þeir verða um 10 þúsund. 15. desember 2020 12:06
Þrír greindust með veiruna innanlands í gær Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví, en einn ekki. 15. desember 2020 10:50