Utanríkisráðuneytið styrkir verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í Eþíópíu Heimsljós 16. desember 2020 10:56 Þorkell Þorkelsson Utanríkisráðuneytið styrkir verkefni í Eþíópíu er varða loftslagsmál, lífsviðurværi sjálfsþurftarbænda og valdeflingu stúlkna í samstarfi við Hjálparstarf Kirkjunnar. Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að styrkja verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í Eþíópíu næstu fjögur árin. Um er ræða verkefni um aukinn viðnámsþrótt íbúa í Kebribeyah héraði gegn loftslagsbreytingum en verkefnið á einnig að bæta lífsviðurværi sjálfsþurftarbænda á svæðinu og valdefla konur og stúlkur. Kostnaður við verkefnið nemur rúmlega 180 milljónum króna eða rúmlega 45 milljónir á ári. Utanríkisráðuneytið leggur verkefninu til rúmar 36 milljónir árlega. „Verkefnið er unnið með sjálfsþurftarbændum í Kebribeyahhéraði í Sómalífylki Eþíópíu sem kljást við afleiðingar loftslagsbreytinga á miklu þurrkasvæði,“ segir Kristín Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi Hjálparstarfsins. „Meginmarkmið verkefnisins eru aukið fæðuöryggi og aukinn viðnámsþróttur samfélagsins, bætt heilsufar með auknu aðgengi að drykkjarhæfu vatni og hreinlætisaðstöðu sem og aukin völd og réttindi kvenna á svæðinu. Í verkefninu er gert ráð fyrir að bora fyrir vatni og aukin áhersla er lögð á að tryggja réttindi kvenna og stúlkur njóta aukins stuðnings meðal annars til að stunda nám,“ segir Kristín. Hjálparstarf Lútherska heimssambandsins er framkvæmdaraðili en verkefnið nær til rúmlega 21 þúsund íbúa. Þorkell Þorkelsson Hjálparstarf kirkjunnar hefur verið í þróunarsamvinnu í Sómalífylki frá árinu 2008 en fært sig um set í fylkinu þegar árangur hefur náðst í einu héraði til að starfa að uppbyggingu með bændum annars staðar í fylkinu. „Landrof og eyðimerkurmyndun einkenna svæðið og það er rakið til öfga í veðri sem verða æ meiri. Sjálfsþurftarbændur fá þar aðstoð svo þeir geti aukið fæðuöryggi sitt með umhverfisvernd og bættum aðferðum í landbúnaði. Brunnar eru grafnir og þar sem það er ekki mögulegt eru grafnar vatnsþrær fyrir regnvatn,“ segir Kristín. RÚV sýndi nýverið fræðsluþátt um Hjálparstarf kirkjunnar en í þættinum var meðal annars fjallað um verkefni Hjálparstarfsins í Eþíópíu. Nánar á vef Hjálparstarfs kirkjunnar Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Eþíópía Þróunarsamvinna Loftslagsmál Jafnréttismál Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent
Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að styrkja verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í Eþíópíu næstu fjögur árin. Um er ræða verkefni um aukinn viðnámsþrótt íbúa í Kebribeyah héraði gegn loftslagsbreytingum en verkefnið á einnig að bæta lífsviðurværi sjálfsþurftarbænda á svæðinu og valdefla konur og stúlkur. Kostnaður við verkefnið nemur rúmlega 180 milljónum króna eða rúmlega 45 milljónir á ári. Utanríkisráðuneytið leggur verkefninu til rúmar 36 milljónir árlega. „Verkefnið er unnið með sjálfsþurftarbændum í Kebribeyahhéraði í Sómalífylki Eþíópíu sem kljást við afleiðingar loftslagsbreytinga á miklu þurrkasvæði,“ segir Kristín Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi Hjálparstarfsins. „Meginmarkmið verkefnisins eru aukið fæðuöryggi og aukinn viðnámsþróttur samfélagsins, bætt heilsufar með auknu aðgengi að drykkjarhæfu vatni og hreinlætisaðstöðu sem og aukin völd og réttindi kvenna á svæðinu. Í verkefninu er gert ráð fyrir að bora fyrir vatni og aukin áhersla er lögð á að tryggja réttindi kvenna og stúlkur njóta aukins stuðnings meðal annars til að stunda nám,“ segir Kristín. Hjálparstarf Lútherska heimssambandsins er framkvæmdaraðili en verkefnið nær til rúmlega 21 þúsund íbúa. Þorkell Þorkelsson Hjálparstarf kirkjunnar hefur verið í þróunarsamvinnu í Sómalífylki frá árinu 2008 en fært sig um set í fylkinu þegar árangur hefur náðst í einu héraði til að starfa að uppbyggingu með bændum annars staðar í fylkinu. „Landrof og eyðimerkurmyndun einkenna svæðið og það er rakið til öfga í veðri sem verða æ meiri. Sjálfsþurftarbændur fá þar aðstoð svo þeir geti aukið fæðuöryggi sitt með umhverfisvernd og bættum aðferðum í landbúnaði. Brunnar eru grafnir og þar sem það er ekki mögulegt eru grafnar vatnsþrær fyrir regnvatn,“ segir Kristín. RÚV sýndi nýverið fræðsluþátt um Hjálparstarf kirkjunnar en í þættinum var meðal annars fjallað um verkefni Hjálparstarfsins í Eþíópíu. Nánar á vef Hjálparstarfs kirkjunnar Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Eþíópía Þróunarsamvinna Loftslagsmál Jafnréttismál Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent