Hafnaði því að hafa vísvitandi leynt góðkynja æxli og fær tíu milljónir Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. desember 2020 11:27 Líftryggingamiðstöðin heyrir undir tryggingafélagið TM. VÍSIR/rAKEL Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í byrjun desember tryggingafélagið Líftryggingamiðstöðina, sem heyrir undir TM, til að greiða konu tíu milljónir króna úr sjúkdómatryggingu sem hún var með hjá félaginu. Konan greindist með krabbamein rúmum þremur mánuðum eftir að tryggingin tók gildi. Félagið sakaði hana um að hafa vísvitandi veitt rangar og ófullnægjandi upplýsingar um heilsufar sitt við umsókn um trygginguna og sagði henni upp. Málið er rakið í dómi héraðsdóms sem birtur var í gær. Konan sótti um sjúkdómatryggingu hjá félaginu sumarið 2016 eftir að tryggingaráðgjafi hringdi í hana til að bjóða henni að kaupa tryggingu. Í umsókninni var vátryggingarfjárhæð tilgreind tíu milljónir króna. Þá svaraði hún því neitandi á eyðublaðinu að hafa nú eða áður greinst með „krabbamein eða aðra illkynja sjúkdóma/vandamál, frumubreytingar eða vöxt, æxli, blóð- eða eitlasjúkdóma eða góðkynja heilaæxli.“ Líftryggingamiðstöðin samþykkti umsóknina í september 2016 fyrir tímabilið 12. september það ár til 31. maí 2017. Höfðaði mál eftir úrskurð Konan greindist með illkynja mein rétt fyrir jól 2016. Hún gekkst svo undir aðgerðir vegna meinsins í janúar 2017. Konan tilkynnti tjón sitt til tryggingafélagsins í desember 2016 og janúar 2017. Með bréfi í maí 2017 var henni tilkynnt að félagið hafnaði bótaskyldu og að tryggingunni væri þar með sagt upp. Vísað var til þess að ekki yrði annað séð en að rangar upplýsingar hefðu vísvitandi verið gefnar í umsókn hennar, konan hefði greinst með góðkynja æxli árið 2010, og vísað til spurningarinnar sem getið var áður. Úrskurðarnefnd tryggingamála komst að þeirri niðurstöðu að félaginu hefði verið heimilt að hafna bótaskyldu en konan undi því ekki og höfðaði mál. Þá byggði tryggingafélagið sýknukröfu sína einkum á því að krabbameinsrannsókn hefði hafist á konunni áður en þrír mánuðir voru liðnir frá því að tryggingin tók gildi. Taldi sig ekki þurfa að tilgreina góðkynja hnúta Konan byggði mál sitt m.a. á því að hún hefði veitt félaginu upplýsingar um heilsufar sitt eftir bestu samvisku og í samræmi við orðalag umsóknareyðublaðsins. Hún vísaði fullyrðingum félagsins um annað alfarið á bug og áréttaði að félaginu hefði verið veittar víðtækar heimildir til að afla frekari gagna og upplýsinga um heilsufar hennar. Hún hefði jafnframt ekki leitað lækna vegna krabbameins eða annarra illkynja sjúkdóma, auk þess sem tryggingaráðgjafi hefði beinlínis ráðlagt henni að svara umræddri spurningu neitandi. Þessi fullyrðing konunnar fékk þó ekki stoð í gögnum málsins, að mati dómsins. Hún hefði staðið í þeirri trú að ekki væri þörf á að tilgreina sérstaklega að hún hefði gengist undir rannsóknir árin 2011-2013. Konan greindist þar með „góðkynja hnúta“, samkvæmt dómi, en illkynja meinið sem málið fjallar um var á öðrum stað í líkama konunnar. Burtséð frá „rangri og misvísandi ráðgjöf tryggingaráðgjafans“ hefði upplýsingagjöf konunnar verið í samræmi við það sem óskað var eftir í eyðublaðinu. Miðað við orðalagið hefði ekki verið óskað sérstaklega eftir upplýsingum um það hvort konan hefði verið rannsökuð vegna góðkynja æxlis, annars staðar en í heila. Tryggingafélagið verði að bera hallann af vafa um merkingu spurningarinnar. Einnig benti konan á að tryggingaráðgjafinn hefði ítrekað haft samband við hana símleiðis og „boðið henni ýmis gylliboð“. „Sviksamleg vanræksla“ ósönnuð Dómurinn hafnaði því að konan hefði greinst með krabbamein innan við þremur mánuðum eftir að tryggingin tók gildi. Þó að ómskoðun hefði leitt í ljós hnúta í byrjun desember 2016 hefði meinið ekki greinst fyrr en um tíu dögum síðar, þegar þrír mánuðir voru vissulega liðnir. Dómurinn komst jafnframt að þeirri niðurstöðu að spurningin á eyðublaðinu hefði ekki verið nógu skýr. Sú staðreynd að sérstaklega hefði verið tiltekið „góðkynja heilaæxli“ styðji skilning konunnar. Ósannað væri að konan hefði sviksamlega vanrækt upplýsingaskyldu sína og félagið yrði að bera hallann af því. Fallist var að endingu á kröfu konunnar og Líftryggingamiðstöðin dæmd til að greiða konunni tíu milljónir króna úr sjúkdómatryggingunni. Málskostnaður var látinn falla niður og allur gjafsóknarkostnaður konunnar, 1,4 milljónir króna, greiddist úr ríkissjóði. Tryggingar Dómsmál Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Konan greindist með krabbamein rúmum þremur mánuðum eftir að tryggingin tók gildi. Félagið sakaði hana um að hafa vísvitandi veitt rangar og ófullnægjandi upplýsingar um heilsufar sitt við umsókn um trygginguna og sagði henni upp. Málið er rakið í dómi héraðsdóms sem birtur var í gær. Konan sótti um sjúkdómatryggingu hjá félaginu sumarið 2016 eftir að tryggingaráðgjafi hringdi í hana til að bjóða henni að kaupa tryggingu. Í umsókninni var vátryggingarfjárhæð tilgreind tíu milljónir króna. Þá svaraði hún því neitandi á eyðublaðinu að hafa nú eða áður greinst með „krabbamein eða aðra illkynja sjúkdóma/vandamál, frumubreytingar eða vöxt, æxli, blóð- eða eitlasjúkdóma eða góðkynja heilaæxli.“ Líftryggingamiðstöðin samþykkti umsóknina í september 2016 fyrir tímabilið 12. september það ár til 31. maí 2017. Höfðaði mál eftir úrskurð Konan greindist með illkynja mein rétt fyrir jól 2016. Hún gekkst svo undir aðgerðir vegna meinsins í janúar 2017. Konan tilkynnti tjón sitt til tryggingafélagsins í desember 2016 og janúar 2017. Með bréfi í maí 2017 var henni tilkynnt að félagið hafnaði bótaskyldu og að tryggingunni væri þar með sagt upp. Vísað var til þess að ekki yrði annað séð en að rangar upplýsingar hefðu vísvitandi verið gefnar í umsókn hennar, konan hefði greinst með góðkynja æxli árið 2010, og vísað til spurningarinnar sem getið var áður. Úrskurðarnefnd tryggingamála komst að þeirri niðurstöðu að félaginu hefði verið heimilt að hafna bótaskyldu en konan undi því ekki og höfðaði mál. Þá byggði tryggingafélagið sýknukröfu sína einkum á því að krabbameinsrannsókn hefði hafist á konunni áður en þrír mánuðir voru liðnir frá því að tryggingin tók gildi. Taldi sig ekki þurfa að tilgreina góðkynja hnúta Konan byggði mál sitt m.a. á því að hún hefði veitt félaginu upplýsingar um heilsufar sitt eftir bestu samvisku og í samræmi við orðalag umsóknareyðublaðsins. Hún vísaði fullyrðingum félagsins um annað alfarið á bug og áréttaði að félaginu hefði verið veittar víðtækar heimildir til að afla frekari gagna og upplýsinga um heilsufar hennar. Hún hefði jafnframt ekki leitað lækna vegna krabbameins eða annarra illkynja sjúkdóma, auk þess sem tryggingaráðgjafi hefði beinlínis ráðlagt henni að svara umræddri spurningu neitandi. Þessi fullyrðing konunnar fékk þó ekki stoð í gögnum málsins, að mati dómsins. Hún hefði staðið í þeirri trú að ekki væri þörf á að tilgreina sérstaklega að hún hefði gengist undir rannsóknir árin 2011-2013. Konan greindist þar með „góðkynja hnúta“, samkvæmt dómi, en illkynja meinið sem málið fjallar um var á öðrum stað í líkama konunnar. Burtséð frá „rangri og misvísandi ráðgjöf tryggingaráðgjafans“ hefði upplýsingagjöf konunnar verið í samræmi við það sem óskað var eftir í eyðublaðinu. Miðað við orðalagið hefði ekki verið óskað sérstaklega eftir upplýsingum um það hvort konan hefði verið rannsökuð vegna góðkynja æxlis, annars staðar en í heila. Tryggingafélagið verði að bera hallann af vafa um merkingu spurningarinnar. Einnig benti konan á að tryggingaráðgjafinn hefði ítrekað haft samband við hana símleiðis og „boðið henni ýmis gylliboð“. „Sviksamleg vanræksla“ ósönnuð Dómurinn hafnaði því að konan hefði greinst með krabbamein innan við þremur mánuðum eftir að tryggingin tók gildi. Þó að ómskoðun hefði leitt í ljós hnúta í byrjun desember 2016 hefði meinið ekki greinst fyrr en um tíu dögum síðar, þegar þrír mánuðir voru vissulega liðnir. Dómurinn komst jafnframt að þeirri niðurstöðu að spurningin á eyðublaðinu hefði ekki verið nógu skýr. Sú staðreynd að sérstaklega hefði verið tiltekið „góðkynja heilaæxli“ styðji skilning konunnar. Ósannað væri að konan hefði sviksamlega vanrækt upplýsingaskyldu sína og félagið yrði að bera hallann af því. Fallist var að endingu á kröfu konunnar og Líftryggingamiðstöðin dæmd til að greiða konunni tíu milljónir króna úr sjúkdómatryggingunni. Málskostnaður var látinn falla niður og allur gjafsóknarkostnaður konunnar, 1,4 milljónir króna, greiddist úr ríkissjóði.
Tryggingar Dómsmál Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira