„Núna kom í fyrsta skipti tímabil þar sem maður náði andanum“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 19. desember 2020 20:00 Þórður Jörundsson og Norea Persdotter Wallström eru búsett í Berlín. Í heimsfaraldrinum breyttu þau heimilinu í stúdíó. Aðsend mynd Þórður Jörundsson byrjaði ungur í hljómsveitum og ætlaði alltaf að verða tónlistarmaður. Hann vann við það samhliða öðru í rúmlega tíu ár með hljómsveitinni Retro Stefson. Hönnunin heillaði þó og nú er hann með vöru til sölu í verslun bróður síns Jör. Þórður hannaði tösku ásamt kærustu sinni, hönnuðinum Noreu Persdotter Wallström, en segir að það henti þeim ekki illa að vera í bæði ástarsambandi og vinnusambandi. „Árið 2015 byrjaði ég í Myndlistarskólanum í Reykjarvík sem var algerlega ný upplifun á skólakerfinu. Þar á eftir fór ég í vöruhönnun. Meðfram skóla vann ég alltaf fyrir bróðir minn í JÖR búðinni sem hefur sennilega haft töluverð áhrif á mig,“ útskýrir Þórður. „Ég ólst upp í mikilli listamannafjölskyldu í Gautaborg og byrjaði ég snemma að búa til alls kyns hluti. Árið 2008 byrjaði ég að læra textíl og fatahönnun. Þegar kom að því að velja Bachelor nám ákvað ég að ég vildi fara í Listaháskóla Íslands. Ég hafði eytt miklum tíma hér með sænsk-íslensku fjölskyldunni minni svo að valið var auðvelt,“ segir Norea. Þrúgandi að binda sig við senu Leiðir þeirra lágu fyrst saman í Listaháskólanum árið 2015 og búa þau nú saman í Berlín. „Það er eins og við höfum þekkst í hundrað ár. Þrátt fyrir að við komum úr ólíkum áttum eigum við mjög margt sameiginlegt. Við erum frekar ólíkir karakterar en einhvern vegin smellum við mjög vel saman. Það eru kannski ekki allir sem gætu verið í vinnu sambandi og ástarsambandi en hingað til hefur það virkað mjög vel fyrir okkur.“ Þau segja að það séu margir kostir við að sameina kraftana og styrkleikana með þessum hætti, enda með bakgrunn í fatahönnun og vöruhönnun. „Það getur verið mjög gott að sjá hlutina frá ólíkum sjónarhornum og ég held að bæði fög hafa mjög marga snertipunkta og það getur verið erfitt að greina á milli. Við þurfum í raun ekki að hafa áhyggjur af því í hvaða átt við förum næst því það getur oft verið þrúgandi að binda sig við einhverja eina senu." Neyðin kennir nöktum Síðustu ár hafa Þórður og Norea verið mjög upptekin við að vinna fyrir annað fólk og sækja sér reynslu. „Eftir útskrift fluttum við til Svíþjóðar þar sem Norea var að vinna fyrir fatamerkið Hope ásamt því að fara reglulega til Parísar til þess að vinna fyrir fatahönnuðinn Lutz Huelle sem hún hefur starfað fyrir síðustu fimm árin. Við fluttum svo til Berlínar árið 2019 því ég fékk vinnu í Stúdíói Ólafs Elíassonar en eftir eitt ár þar skall faraldurinn heldur betur á listaheiminn og því höfum við haft miklu meiri tíma saman. Þetta verkefni varð að miklu leyti til vegna faraldursins, í „lockdown“ ástandinu hér í Berlín. Við höfum alltaf hjálpað hvort öðru með vinnu hvors annars en aldrei beinlínis unnið saman. Sennilega vegna þess að við erum oftast að vinna fyrir annað fólk. En núna kom í fyrsta skipti tímabil þar sem maður náði andanum. Svo fara hugmyndir að kvikna þegar manni fer að leiðast og fyrst við þurfum að vera heima, þá ákváðum við að breyta heimilinu í stúdíó,“ segir Þórður. View this post on Instagram A post shared by Notar Studio (@notar.studio) „Við höfum alla tíð haft mjög gaman af því að fara í byggingavöruverslanir,“ segja þau um innblásturinn að töskunni. „Þar kvikna oft góðar hugmyndir en taskan varð síðan til einfaldlega vegna þess að Noreu vantaði tösku sem gæti haldið utan um alla smáhlutina hennar. Það er oft þannig að neyðin kennir nöktum að spinna. Við erum hrifinn af hlutum sem tekur langan tíma að búa til og eru handgerðir. Það sem gerir þessar töskur sérstakar er að engin taska er eins. Það þýðir líka að hönnunarferlinu líkur aldrei fyrir okkur og við erum alltaf á tánum.“ Hver taska er einstök og eru þær fáanlegar í takmörkuðu upplagi í Jör á Lækjartorgi 4. Þórður segir að hægt sé að hafa samband við þau og panta í gegnum Instagram. „Það var bara fínt hér fram á haust en nú taka við mjög strangar reglur og hálfgert útgöngubann fram á næsta ár. Það erfiðasta við búa hér núna er að geta ekki heimsótt fjölskyldur og vini okkar núna,“ segir Þórður um það hvernig það er að búa í Berlín í þessum heimsfaraldri. „Við verðum bara við saumavélina eitthvað vel fram yfir hátíðirnar og svo tekur við mjög spennandi verkefni sem við munum segja frá síðar.“ Hægt er að fylgjast með Þórði og Noreu á Instagram síðunni Notar Studio. Tíska og hönnun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Á byrjunarreit eftir andlegt og fjárhagslegt skipsbrot Guðmundur Jörundsson stofnaði JÖR árið 2012 en fimm árum síðar varð fyrirtækið gjaldþrota. Hann hefur opnað nýja vinnustofu og stefnir á að koma með nýja línu í haust. 5. apríl 2020 07:00 Útskriftarnemendur í fatahönnun frá LHÍ taka þátt í Balenciaga sýningu Sólveig Dóra Hafsteinsdóttir og Norea Persdotter Wallström taka þátt í skemmtilegu verkefni. 18. júní 2018 15:00 Mest lesið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Þórður hannaði tösku ásamt kærustu sinni, hönnuðinum Noreu Persdotter Wallström, en segir að það henti þeim ekki illa að vera í bæði ástarsambandi og vinnusambandi. „Árið 2015 byrjaði ég í Myndlistarskólanum í Reykjarvík sem var algerlega ný upplifun á skólakerfinu. Þar á eftir fór ég í vöruhönnun. Meðfram skóla vann ég alltaf fyrir bróðir minn í JÖR búðinni sem hefur sennilega haft töluverð áhrif á mig,“ útskýrir Þórður. „Ég ólst upp í mikilli listamannafjölskyldu í Gautaborg og byrjaði ég snemma að búa til alls kyns hluti. Árið 2008 byrjaði ég að læra textíl og fatahönnun. Þegar kom að því að velja Bachelor nám ákvað ég að ég vildi fara í Listaháskóla Íslands. Ég hafði eytt miklum tíma hér með sænsk-íslensku fjölskyldunni minni svo að valið var auðvelt,“ segir Norea. Þrúgandi að binda sig við senu Leiðir þeirra lágu fyrst saman í Listaháskólanum árið 2015 og búa þau nú saman í Berlín. „Það er eins og við höfum þekkst í hundrað ár. Þrátt fyrir að við komum úr ólíkum áttum eigum við mjög margt sameiginlegt. Við erum frekar ólíkir karakterar en einhvern vegin smellum við mjög vel saman. Það eru kannski ekki allir sem gætu verið í vinnu sambandi og ástarsambandi en hingað til hefur það virkað mjög vel fyrir okkur.“ Þau segja að það séu margir kostir við að sameina kraftana og styrkleikana með þessum hætti, enda með bakgrunn í fatahönnun og vöruhönnun. „Það getur verið mjög gott að sjá hlutina frá ólíkum sjónarhornum og ég held að bæði fög hafa mjög marga snertipunkta og það getur verið erfitt að greina á milli. Við þurfum í raun ekki að hafa áhyggjur af því í hvaða átt við förum næst því það getur oft verið þrúgandi að binda sig við einhverja eina senu." Neyðin kennir nöktum Síðustu ár hafa Þórður og Norea verið mjög upptekin við að vinna fyrir annað fólk og sækja sér reynslu. „Eftir útskrift fluttum við til Svíþjóðar þar sem Norea var að vinna fyrir fatamerkið Hope ásamt því að fara reglulega til Parísar til þess að vinna fyrir fatahönnuðinn Lutz Huelle sem hún hefur starfað fyrir síðustu fimm árin. Við fluttum svo til Berlínar árið 2019 því ég fékk vinnu í Stúdíói Ólafs Elíassonar en eftir eitt ár þar skall faraldurinn heldur betur á listaheiminn og því höfum við haft miklu meiri tíma saman. Þetta verkefni varð að miklu leyti til vegna faraldursins, í „lockdown“ ástandinu hér í Berlín. Við höfum alltaf hjálpað hvort öðru með vinnu hvors annars en aldrei beinlínis unnið saman. Sennilega vegna þess að við erum oftast að vinna fyrir annað fólk. En núna kom í fyrsta skipti tímabil þar sem maður náði andanum. Svo fara hugmyndir að kvikna þegar manni fer að leiðast og fyrst við þurfum að vera heima, þá ákváðum við að breyta heimilinu í stúdíó,“ segir Þórður. View this post on Instagram A post shared by Notar Studio (@notar.studio) „Við höfum alla tíð haft mjög gaman af því að fara í byggingavöruverslanir,“ segja þau um innblásturinn að töskunni. „Þar kvikna oft góðar hugmyndir en taskan varð síðan til einfaldlega vegna þess að Noreu vantaði tösku sem gæti haldið utan um alla smáhlutina hennar. Það er oft þannig að neyðin kennir nöktum að spinna. Við erum hrifinn af hlutum sem tekur langan tíma að búa til og eru handgerðir. Það sem gerir þessar töskur sérstakar er að engin taska er eins. Það þýðir líka að hönnunarferlinu líkur aldrei fyrir okkur og við erum alltaf á tánum.“ Hver taska er einstök og eru þær fáanlegar í takmörkuðu upplagi í Jör á Lækjartorgi 4. Þórður segir að hægt sé að hafa samband við þau og panta í gegnum Instagram. „Það var bara fínt hér fram á haust en nú taka við mjög strangar reglur og hálfgert útgöngubann fram á næsta ár. Það erfiðasta við búa hér núna er að geta ekki heimsótt fjölskyldur og vini okkar núna,“ segir Þórður um það hvernig það er að búa í Berlín í þessum heimsfaraldri. „Við verðum bara við saumavélina eitthvað vel fram yfir hátíðirnar og svo tekur við mjög spennandi verkefni sem við munum segja frá síðar.“ Hægt er að fylgjast með Þórði og Noreu á Instagram síðunni Notar Studio.
Tíska og hönnun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Á byrjunarreit eftir andlegt og fjárhagslegt skipsbrot Guðmundur Jörundsson stofnaði JÖR árið 2012 en fimm árum síðar varð fyrirtækið gjaldþrota. Hann hefur opnað nýja vinnustofu og stefnir á að koma með nýja línu í haust. 5. apríl 2020 07:00 Útskriftarnemendur í fatahönnun frá LHÍ taka þátt í Balenciaga sýningu Sólveig Dóra Hafsteinsdóttir og Norea Persdotter Wallström taka þátt í skemmtilegu verkefni. 18. júní 2018 15:00 Mest lesið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Á byrjunarreit eftir andlegt og fjárhagslegt skipsbrot Guðmundur Jörundsson stofnaði JÖR árið 2012 en fimm árum síðar varð fyrirtækið gjaldþrota. Hann hefur opnað nýja vinnustofu og stefnir á að koma með nýja línu í haust. 5. apríl 2020 07:00
Útskriftarnemendur í fatahönnun frá LHÍ taka þátt í Balenciaga sýningu Sólveig Dóra Hafsteinsdóttir og Norea Persdotter Wallström taka þátt í skemmtilegu verkefni. 18. júní 2018 15:00