Íslenski boltinn

Fylkir missir fyrirliðann til Svíþjóðar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Berglind Rós Ágústsdóttir er á förum frá Fylki.
Berglind Rós Ágústsdóttir er á förum frá Fylki. vísir/bára

Berglind Rós Ágústsdóttir er gengin í raðir Örebro frá Fylki. Hún skrifaði undir tveggja ára samning við sænska félagið.

Berglind, sem er 25 ára, er uppalin hjá Val en hefur leikið með Fylki síðan 2017. Hún hefur verið fyrirliði Árbæjarliðsins og aðeins misst af einum deildarleik með liðinu undanfarin fjögur ár.

„Ég er ánægð að semja við eitt af stærstu félögum Svíþjóðar. Þetta er draumur sem er að rætast,“ sagði Berglind í fréttatilkynningu á heimasíðu Örebro.

Berglind lék sinn fyrsta A-landsleik þegar Ísland tapaði fyrir Skotlandi, 0-1, á Pinatar Cup í mars á þessu ári.

Í fréttatilkynningu Örebro segist Jonas Karlberg, íþróttastjóri félagsins, vonast til að félagaskiptin hjálpi Berglindi að vinna sér fast sæti í íslenska landsliðinu.

Berglind, sem getur bæði leikið sem miðvörður og miðjumaður, hefur leikið 87 leiki í efstu deild á Íslandi og skoraði þrjú mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×