Sækja ástvini á flugvöllinn þvert á tilmæli Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. desember 2020 16:15 Bílaröð fyrir utan Keflavíkurflugvöll síðdegis í dag. Aðsend Nokkuð hefur borið á því að farþegar sem komið hafa til landsins með flugi síðustu daga séu sóttir á Keflavíkurflugvöll, þvert á tilmæli sóttvarnayfirvalda. Jóhann K. Jóhannsson samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra segir í samtali við Vísi að almannavarnir hafi heyrt af slíkum málum. Mælt sé með því að fólk sé ekki sótt á flugvöllinn en ferðalangar eru í sóttkví að minnsta kosti fram að seinni skimun við komuna til landsins. Leiðbeiningar sem blasa við þegar komið er inn á vefsíðu Keflavíkurflugvallar. Hann hefur ekki tölu á því hversu margar tilkynningar hafi borist almannavörnum um mál af þessu tagi en segir eðlilegt að þeim fjölgi samhliða því að flugferðum fjölgi í aðdraganda jóla. Almannavarnir reyni að halda þeim tilmælum á lofti að komufarþegar taki rútu, leigubíl eða aki einir heim. Þessi skilaboð blasa einmitt við á heimasíðu Keflavíkurflugvallar þegar flugáætlun er skoðuð. Fréttastofu hafa borist nokkrar ábendingar um að mikil umferð sé um flugvöllinn nú síðdegis og að mjög beri á því að þar sé fólk komið að sækja ástvini, nýlenta frá útlöndum. Sjónarvottar hafa lýst því að fólk taki jafnvel af sér grímurnar, faðmist og kyssist. Beðið eftir farþegum á Keflavíkurflugvelli á fimmta tímanum í dag.Vísir/Egill Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir í samtali við Vísi að gild ástæða sé fyrir því að mælt sé gegn því að fólk sé sótt á flugvöllinn. „Ég myndi geyma það alveg og það er full ástæða til. Það er verið að snarherða aðgerðir því veiran er að ganga mjög bratt í löndunum í kringum okkur þannig að líkur á að fólk komi heim smitað eru nokkrar. Það er alltaf ákveðinn hluti þeirra sem koma til landsins sem reynist jákvæður. Það er slatti,“ segir Rögnvaldur og bendir á að hingað til hafi 450 greinst með kórónuveiruna á landamærunum. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum.Vísir/Baldur Fram kemur á vef Landlæknisembættisins að komufarþegar til landsins þurfi að sæta sóttkví uns niðurstöður úr síðari sýnatöku eru tilkynntar. „Einstaklingar í sóttkví eiga ekki ekki nota almenningssamgöngur til að komast á áfangastað (en þó má nota leigubíla) og þeir eiga ekki að vera á ferðinni. Það má nota flugrútu frá Keflavík. Allir ættu að þvo hendur og/eða nota handspritt, forðast að snerta sameiginlega snertifleti, varast að snerta andlit (augu, munn og nef) með óþvegnum höndum, og takmarka nánd við aðra (virða 2ja metra nándarmörk),“ segir á vef embættisins. Rögnvaldur segist ekki klár á því hvort það sé beinlínis „bannað“ að sækja ferðalanga á flugvöllinn en skýrt sé að ekki sé mælt með því. Hann beinir því jafnframt til fólks að „geyma það alveg“ að taka niður grímur og faðmast áður en sóttkví er lokið. Fréttin hefur verið uppfærð. Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Jóhann K. Jóhannsson samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra segir í samtali við Vísi að almannavarnir hafi heyrt af slíkum málum. Mælt sé með því að fólk sé ekki sótt á flugvöllinn en ferðalangar eru í sóttkví að minnsta kosti fram að seinni skimun við komuna til landsins. Leiðbeiningar sem blasa við þegar komið er inn á vefsíðu Keflavíkurflugvallar. Hann hefur ekki tölu á því hversu margar tilkynningar hafi borist almannavörnum um mál af þessu tagi en segir eðlilegt að þeim fjölgi samhliða því að flugferðum fjölgi í aðdraganda jóla. Almannavarnir reyni að halda þeim tilmælum á lofti að komufarþegar taki rútu, leigubíl eða aki einir heim. Þessi skilaboð blasa einmitt við á heimasíðu Keflavíkurflugvallar þegar flugáætlun er skoðuð. Fréttastofu hafa borist nokkrar ábendingar um að mikil umferð sé um flugvöllinn nú síðdegis og að mjög beri á því að þar sé fólk komið að sækja ástvini, nýlenta frá útlöndum. Sjónarvottar hafa lýst því að fólk taki jafnvel af sér grímurnar, faðmist og kyssist. Beðið eftir farþegum á Keflavíkurflugvelli á fimmta tímanum í dag.Vísir/Egill Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir í samtali við Vísi að gild ástæða sé fyrir því að mælt sé gegn því að fólk sé sótt á flugvöllinn. „Ég myndi geyma það alveg og það er full ástæða til. Það er verið að snarherða aðgerðir því veiran er að ganga mjög bratt í löndunum í kringum okkur þannig að líkur á að fólk komi heim smitað eru nokkrar. Það er alltaf ákveðinn hluti þeirra sem koma til landsins sem reynist jákvæður. Það er slatti,“ segir Rögnvaldur og bendir á að hingað til hafi 450 greinst með kórónuveiruna á landamærunum. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum.Vísir/Baldur Fram kemur á vef Landlæknisembættisins að komufarþegar til landsins þurfi að sæta sóttkví uns niðurstöður úr síðari sýnatöku eru tilkynntar. „Einstaklingar í sóttkví eiga ekki ekki nota almenningssamgöngur til að komast á áfangastað (en þó má nota leigubíla) og þeir eiga ekki að vera á ferðinni. Það má nota flugrútu frá Keflavík. Allir ættu að þvo hendur og/eða nota handspritt, forðast að snerta sameiginlega snertifleti, varast að snerta andlit (augu, munn og nef) með óþvegnum höndum, og takmarka nánd við aðra (virða 2ja metra nándarmörk),“ segir á vef embættisins. Rögnvaldur segist ekki klár á því hvort það sé beinlínis „bannað“ að sækja ferðalanga á flugvöllinn en skýrt sé að ekki sé mælt með því. Hann beinir því jafnframt til fólks að „geyma það alveg“ að taka niður grímur og faðmast áður en sóttkví er lokið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira