Þýskt tundurskeyti lenti í trolli utan við Sandgerði Samúel Karl Ólason skrifar 16. desember 2020 21:10 Hér má sjá tundurskeytið. Mynd/Aðsend Séraðgerða og sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út síðdegis í dag vegna tundurskeytis sem hafði lent í veiðarfærum togara. Áhöfn togarans Pálína Þórunn GK í Sandgerði sá tundurskeytið í trollinu þegar híft var utan við Sandgerði í dag. Sérfræðingar Landhelgisgæslunnar telja að þarna sé um að ræða fremsta hluta þýsks tundurskeytis úr seinni heimsstyrjöldinni. Talið er að um 300 kíló af sprengiefni hafi verið í tundurskeytinu.Mynd/Aðsend Snorri Snorrason, skipstjóri á Pálínu Þórunni GK, segir í samtali við Aflafréttir að sprengjan hafi verið um 300 kíló. Eftir að samband var haft við Landhelgisgæsluna var áhöfninni ráðlagt að sprauta sjó á sprengjuna á meðan þeir sigldu í land. Þegar togarinn var kominn að bryggju var hann rýmdur. Sprengjan var hífð frá borði með sérstökum flothólkum og dregið með slöngubát frá höfninni, þar sem til stóð að sprengja það. Uppfært 21:50 Búið er að fresta sprengingu tundurskeytisins til morguns. Því hefur verið komið fyrir á um tíu metra dýpiu, einn og hálfan kílómetra frá Sandgerðishöfn. Í tilkynningunni segir að það hafi átt að gerast á níunda tímanum og að líklegt væri að íbúar í Sandgerði myndu finna fyrir sprengingunni. Þá segir þar einnig að mjög sjaldgæft sé að svo öflugt tundurskeyti lendi í veiðarfærum íslenskra fiskiskipa. Goðafoss var sökkt á svipuðum slóðum Tundurskeytið fannst samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni um það bil tíu sjómílur vestnorðvestur af Garðskaga. Það er á svipuðum slóðum, gróflega séð, og áhöfn þýska kafbátsins U-300 sökkti farþegaskipinu Goðafoss og breska olíuskipinu Shirvan þann 10. nóvember 1944. Í skýrslum skipstjórans Fritz Hein, sem vitnað er í á vefnum Uboat.net, segir að minnst eitt tundurskeyti sem skotið var að Shirvan hafi bilað. Shirvan varð fyrst fyrir tundurskeytum frá U-300 en áhöfn Goðafoss ákvað að koma áhöfn olíuskipisins til hjálpar, þó þeim hafi verið skipað að halda áfram. Skipið varð einnig fyrir tundurskeyti og sökk á einungis sjö mínútum. Flak Shirvan hefur fundist en ekki flak Goðafoss. Landhelgisgæslan Suðurnesjabær Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fleiri fréttir Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Sjá meira
Sérfræðingar Landhelgisgæslunnar telja að þarna sé um að ræða fremsta hluta þýsks tundurskeytis úr seinni heimsstyrjöldinni. Talið er að um 300 kíló af sprengiefni hafi verið í tundurskeytinu.Mynd/Aðsend Snorri Snorrason, skipstjóri á Pálínu Þórunni GK, segir í samtali við Aflafréttir að sprengjan hafi verið um 300 kíló. Eftir að samband var haft við Landhelgisgæsluna var áhöfninni ráðlagt að sprauta sjó á sprengjuna á meðan þeir sigldu í land. Þegar togarinn var kominn að bryggju var hann rýmdur. Sprengjan var hífð frá borði með sérstökum flothólkum og dregið með slöngubát frá höfninni, þar sem til stóð að sprengja það. Uppfært 21:50 Búið er að fresta sprengingu tundurskeytisins til morguns. Því hefur verið komið fyrir á um tíu metra dýpiu, einn og hálfan kílómetra frá Sandgerðishöfn. Í tilkynningunni segir að það hafi átt að gerast á níunda tímanum og að líklegt væri að íbúar í Sandgerði myndu finna fyrir sprengingunni. Þá segir þar einnig að mjög sjaldgæft sé að svo öflugt tundurskeyti lendi í veiðarfærum íslenskra fiskiskipa. Goðafoss var sökkt á svipuðum slóðum Tundurskeytið fannst samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni um það bil tíu sjómílur vestnorðvestur af Garðskaga. Það er á svipuðum slóðum, gróflega séð, og áhöfn þýska kafbátsins U-300 sökkti farþegaskipinu Goðafoss og breska olíuskipinu Shirvan þann 10. nóvember 1944. Í skýrslum skipstjórans Fritz Hein, sem vitnað er í á vefnum Uboat.net, segir að minnst eitt tundurskeyti sem skotið var að Shirvan hafi bilað. Shirvan varð fyrst fyrir tundurskeytum frá U-300 en áhöfn Goðafoss ákvað að koma áhöfn olíuskipisins til hjálpar, þó þeim hafi verið skipað að halda áfram. Skipið varð einnig fyrir tundurskeyti og sökk á einungis sjö mínútum. Flak Shirvan hefur fundist en ekki flak Goðafoss.
Landhelgisgæslan Suðurnesjabær Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fleiri fréttir Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?