Þýskt tundurskeyti lenti í trolli utan við Sandgerði Samúel Karl Ólason skrifar 16. desember 2020 21:10 Hér má sjá tundurskeytið. Mynd/Aðsend Séraðgerða og sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út síðdegis í dag vegna tundurskeytis sem hafði lent í veiðarfærum togara. Áhöfn togarans Pálína Þórunn GK í Sandgerði sá tundurskeytið í trollinu þegar híft var utan við Sandgerði í dag. Sérfræðingar Landhelgisgæslunnar telja að þarna sé um að ræða fremsta hluta þýsks tundurskeytis úr seinni heimsstyrjöldinni. Talið er að um 300 kíló af sprengiefni hafi verið í tundurskeytinu.Mynd/Aðsend Snorri Snorrason, skipstjóri á Pálínu Þórunni GK, segir í samtali við Aflafréttir að sprengjan hafi verið um 300 kíló. Eftir að samband var haft við Landhelgisgæsluna var áhöfninni ráðlagt að sprauta sjó á sprengjuna á meðan þeir sigldu í land. Þegar togarinn var kominn að bryggju var hann rýmdur. Sprengjan var hífð frá borði með sérstökum flothólkum og dregið með slöngubát frá höfninni, þar sem til stóð að sprengja það. Uppfært 21:50 Búið er að fresta sprengingu tundurskeytisins til morguns. Því hefur verið komið fyrir á um tíu metra dýpiu, einn og hálfan kílómetra frá Sandgerðishöfn. Í tilkynningunni segir að það hafi átt að gerast á níunda tímanum og að líklegt væri að íbúar í Sandgerði myndu finna fyrir sprengingunni. Þá segir þar einnig að mjög sjaldgæft sé að svo öflugt tundurskeyti lendi í veiðarfærum íslenskra fiskiskipa. Goðafoss var sökkt á svipuðum slóðum Tundurskeytið fannst samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni um það bil tíu sjómílur vestnorðvestur af Garðskaga. Það er á svipuðum slóðum, gróflega séð, og áhöfn þýska kafbátsins U-300 sökkti farþegaskipinu Goðafoss og breska olíuskipinu Shirvan þann 10. nóvember 1944. Í skýrslum skipstjórans Fritz Hein, sem vitnað er í á vefnum Uboat.net, segir að minnst eitt tundurskeyti sem skotið var að Shirvan hafi bilað. Shirvan varð fyrst fyrir tundurskeytum frá U-300 en áhöfn Goðafoss ákvað að koma áhöfn olíuskipisins til hjálpar, þó þeim hafi verið skipað að halda áfram. Skipið varð einnig fyrir tundurskeyti og sökk á einungis sjö mínútum. Flak Shirvan hefur fundist en ekki flak Goðafoss. Landhelgisgæslan Suðurnesjabær Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Fleiri fréttir Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Sjá meira
Sérfræðingar Landhelgisgæslunnar telja að þarna sé um að ræða fremsta hluta þýsks tundurskeytis úr seinni heimsstyrjöldinni. Talið er að um 300 kíló af sprengiefni hafi verið í tundurskeytinu.Mynd/Aðsend Snorri Snorrason, skipstjóri á Pálínu Þórunni GK, segir í samtali við Aflafréttir að sprengjan hafi verið um 300 kíló. Eftir að samband var haft við Landhelgisgæsluna var áhöfninni ráðlagt að sprauta sjó á sprengjuna á meðan þeir sigldu í land. Þegar togarinn var kominn að bryggju var hann rýmdur. Sprengjan var hífð frá borði með sérstökum flothólkum og dregið með slöngubát frá höfninni, þar sem til stóð að sprengja það. Uppfært 21:50 Búið er að fresta sprengingu tundurskeytisins til morguns. Því hefur verið komið fyrir á um tíu metra dýpiu, einn og hálfan kílómetra frá Sandgerðishöfn. Í tilkynningunni segir að það hafi átt að gerast á níunda tímanum og að líklegt væri að íbúar í Sandgerði myndu finna fyrir sprengingunni. Þá segir þar einnig að mjög sjaldgæft sé að svo öflugt tundurskeyti lendi í veiðarfærum íslenskra fiskiskipa. Goðafoss var sökkt á svipuðum slóðum Tundurskeytið fannst samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni um það bil tíu sjómílur vestnorðvestur af Garðskaga. Það er á svipuðum slóðum, gróflega séð, og áhöfn þýska kafbátsins U-300 sökkti farþegaskipinu Goðafoss og breska olíuskipinu Shirvan þann 10. nóvember 1944. Í skýrslum skipstjórans Fritz Hein, sem vitnað er í á vefnum Uboat.net, segir að minnst eitt tundurskeyti sem skotið var að Shirvan hafi bilað. Shirvan varð fyrst fyrir tundurskeytum frá U-300 en áhöfn Goðafoss ákvað að koma áhöfn olíuskipisins til hjálpar, þó þeim hafi verið skipað að halda áfram. Skipið varð einnig fyrir tundurskeyti og sökk á einungis sjö mínútum. Flak Shirvan hefur fundist en ekki flak Goðafoss.
Landhelgisgæslan Suðurnesjabær Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Fleiri fréttir Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent