Jónína Benediktsdóttir er látin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2020 09:53 Jónína Ben var afar litríkur karakter og áberandi í íslensku þjóðlífi í lengri tíma. Vísir Jónína Benediktsdóttir íþróttafræðingur og frumkvöðull er látin 63 ára að aldri. Hún varð bráðkvödd að heimili sínu í Hveragerði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum. Jónína fæddist á Akureyri þann 26. mars 1957 en ólst upp á Húsavík. Hún lætur eftir sig þrjú börn og fjögur barnabörn. Jónína var aðeins unglingur þegar hún gekk í Bahaisöfnuðinn en þar kynntist hún Sveini Eyjólfi Magnússyni sem var fimm árum eldri. Þau gengu í hjónaband þegar Jónína var sautján ára og héldu þau til náms í Kanada. Í Kanada nam Jónína íþróttafræði og starfaði í líkamsræktarstöð. Þau Sveinn skildu og sneri Jónína aftur til Íslands snemma á níunda áratugnum. Jónína varð snemma áberandi í íslensku þjóðlífi og gerði garðinn frægan fyrst á Íslandi eftir heimkomuna sem frumkvöðull í líkamsrækt. Hún var með heilsuþætti bæði í útvarpi og sjónvarpi. Morgunleikfimi hennar í Ríkisútvarpinu naut meðal annars mikilla vinsælda. Hún giftist Stefáni Einari Matthíassyni lækni og eignaðist með honum þrjú börn. Þá stofnaði hún „Stúdíó Jónínu og Ágústu“ með Ágústu Johnson sem naut mikilla vinsælda. Þau Stefán Einar fluttu til Svíþjóðar 1989 þar sem Jónína rak líkamsræktarstöð og seldi svo með miklum hagnaði þegar þau Stefán fluttu aftur heim árið 1997. Planet Pulse á Hótel Esju Við heimkomuna stofnaði Jónína Planet Pulse á Hótel Esju og meðal viðskiptavina var Jóhannes Jónsson sem kenndur var við Bónus. Fór svo að þau Jónína og Jóhannes skildu bæði og hófu sambúð. Umfjöllun Frjálsrar verslunar um Jónínu og Planet Pulse árið 1997. Í ævisögu Jónínu Ben sem Sölvi Tryggvason ritaði kom fram að Jónína hefði fjárfest óspart í líkamsræktarstöðvum sem urðu fimm talsins. Hún lenti aftur á móti í miklum fjárhagserfiðleikum. Upp úr slitnaði hjá Jónínu og Jóhannesi og ekki í góðu. Varð Jónína óbeinn þátttakandi í svonefndu Baugsmáli þar sem viðskiptamaðurinn Jón Gerald Sullenberger kærði Jón Ásgeir. Tölvupóstar á milli Jónínu, Styrmis Gunnarssonar ritstjóra Morgunblaðsins og Jóns Geralds urðu eins konar hliðarmál við sakamál sem rekið var fyrir dómstólum. Leiddi málið til dóms yfir Jóni Ásgeiri. Árin í Póllandi Jónína og Gunnar Þorsteinsson, kenndur við trúfélagið Krossinn, byrjuðu að slá sér upp árið 2010 og gengu þau í það heilaga við látlausa en fallega athöfn sama ár. Jónína daðraði við stjórnmálin og bauð meðal annars fram krafta sína fyrir Framsóknarflokkinn. Hún vann í átján ár við rekstur heilsuhótels í Póllandi þangað sem Íslendingar héldu í detox-meðferðir. Þjóðþekktir einstaklingar voru þeirra á meðal eins og fjallað var um í Fréttablaðinu árið 2009. Gunnar og Jónína ákváðu í fyrra að fara hvort í sína áttina en héldu þó góðu sambandi. Jónína ræddi gamla tíma og nýja við Völu Matthíasdóttur í Íslandi í dag í haust. Meðal annars um heilsumeðferðir hér á landi á Hótel Örk í Hveragerði. Margt líkt með nöfnunum Það er óhætt að segja að Jónína hafi látið í sér heyra og ekki legið á skoðunum sínum í gegnum árin. Í þættinum Segðu mér á Rás 1 í september sagðist Jónína hafa erft ýmsa eiginleika ömmu sinnar og nöfnu, Jónínu Jónsdóttur. „Hún sagði sínar skoðanir umbúðalaust og kom miklu af stað. Hún eignaðist ekkert endilega fullt af vinum en þeir vinir sem hún átti var fólk sem stóð í lappirnar. Nú er húsið hennar á Akureyri heimili fyrir konur sem eru beittar heimilisofbeldi,“ sagði Jónína. Amma hennar hafi aldrei kvartað og það geri hún heldur ekki. Óhrædd við að sýna sárin „Ég er ekki kvörtunargjörn. Ég veð í verkefnin. Sumir halda kannski að ég sé að kvarta og kveina en sannleikurinn gerir mann frjálsan. Það er mín trú. Þeir sem sýna ekki sárin sín eru miklu frekar að kvarta, bara á bak við tjöldin,“ sagði Jónína. Hún sýni sárin líkt og Jesú Kristur. Meðal sáranna voru vandræði með áfengi og svefnlyf sem Jónína ræddi opinskátt. Hún byrjaði seint að neyta áfengis en hún hafði alltaf haft varann á vegna þess að alkóhólisma hafði verið að finna í fjölskyldunni. „Það er ekki fyrr en börnin mín fara að heiman og ég orðin ein, búin að lenda í ólgusjó, missa fyrirtækið mitt í hendur óreiðumanna, og allt tekið af mér, æran og mannorðið, þá komst ég að því einn daginn að rauðvín höfðaði vel til mín.“ Þurfum ekki að taka ábyrgð á öllu Jónína sagði hjúkrunarfræðinga hafa verið meðal þeirra sem leituðu til hennar í heilsumeðferð, uppgefnir eftir að hafa gengið upp að öxlum fyrir þjóðina. Hún tengi við kulnun sem hún hafi sjálf lent í þegar hún vann í Póllandi. Kulnunaraldan síðustu ár geti kennt fólki eitthvað. „Við eigum ekki að vinna meira en svona sex tíma á dag. Það er nóg. Við þurfum ekki að taka ábyrgð á öllu í kringum okkur. Ég er hætt að ímynda mér það, að ef páfinn verður óléttur, að ég hafi barnað hann.“ Jónína ræddi um kulnunina og þau áföll sem hún varð fyrir í lífinu í Bítinu á Bylgjunni árið 2018. „Ég er bara mannleg og þetta eru búin að vera svo stór áföll hjá mér,“ sagði Jónína í viðtalinu. Jónína lætur eftir sig þrjú uppkomin börn, Jóhönnu Klöru, Tómas Helga og Matthías sem eru öll börn Stefáns Einars Matthíassonar. Barnabörnin eru fjögur, Stefán Kári, Kristín Embla, Ásdís Þóra og Matthías Þór. Andlát Hveragerði Tengdar fréttir Með Jóni Páli þegar hann fékk dauðadóminn Jónína Benediktsdóttir hefur oft verið umdeild hér á landi. Hún var ung orðin viðskiptakona í Svíþjóð, þar sem hún fékk alls kyns verðlaun fyrir frumkvöðlastarfsemi sína í líkamsrækt og rekstri líkamsræktarstöðva. 8. október 2020 12:30 Bumbur minnka og minnka í Hveragerði Í Hveragerðisbæ hefur heilsa og líðan íbúa verið í fyrirrúmi og um leið hefur stuðningur við menningar-, íþrótta- og frístundahópa verið liður í að byggja upp öruggari starfsvettvang þessara hópa. 3. mars 2019 20:30 Beygði af í beinni: „Ég er búin að hafa alltof mikið fyrir lífinu“ Spjall lífstílsfrömuðarins Jónínu Benediktsdóttur við Bítið í morgun tók óvænta stefnu. 28. júní 2018 10:15 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Sjá meira
Jónína var aðeins unglingur þegar hún gekk í Bahaisöfnuðinn en þar kynntist hún Sveini Eyjólfi Magnússyni sem var fimm árum eldri. Þau gengu í hjónaband þegar Jónína var sautján ára og héldu þau til náms í Kanada. Í Kanada nam Jónína íþróttafræði og starfaði í líkamsræktarstöð. Þau Sveinn skildu og sneri Jónína aftur til Íslands snemma á níunda áratugnum. Jónína varð snemma áberandi í íslensku þjóðlífi og gerði garðinn frægan fyrst á Íslandi eftir heimkomuna sem frumkvöðull í líkamsrækt. Hún var með heilsuþætti bæði í útvarpi og sjónvarpi. Morgunleikfimi hennar í Ríkisútvarpinu naut meðal annars mikilla vinsælda. Hún giftist Stefáni Einari Matthíassyni lækni og eignaðist með honum þrjú börn. Þá stofnaði hún „Stúdíó Jónínu og Ágústu“ með Ágústu Johnson sem naut mikilla vinsælda. Þau Stefán Einar fluttu til Svíþjóðar 1989 þar sem Jónína rak líkamsræktarstöð og seldi svo með miklum hagnaði þegar þau Stefán fluttu aftur heim árið 1997. Planet Pulse á Hótel Esju Við heimkomuna stofnaði Jónína Planet Pulse á Hótel Esju og meðal viðskiptavina var Jóhannes Jónsson sem kenndur var við Bónus. Fór svo að þau Jónína og Jóhannes skildu bæði og hófu sambúð. Umfjöllun Frjálsrar verslunar um Jónínu og Planet Pulse árið 1997. Í ævisögu Jónínu Ben sem Sölvi Tryggvason ritaði kom fram að Jónína hefði fjárfest óspart í líkamsræktarstöðvum sem urðu fimm talsins. Hún lenti aftur á móti í miklum fjárhagserfiðleikum. Upp úr slitnaði hjá Jónínu og Jóhannesi og ekki í góðu. Varð Jónína óbeinn þátttakandi í svonefndu Baugsmáli þar sem viðskiptamaðurinn Jón Gerald Sullenberger kærði Jón Ásgeir. Tölvupóstar á milli Jónínu, Styrmis Gunnarssonar ritstjóra Morgunblaðsins og Jóns Geralds urðu eins konar hliðarmál við sakamál sem rekið var fyrir dómstólum. Leiddi málið til dóms yfir Jóni Ásgeiri. Árin í Póllandi Jónína og Gunnar Þorsteinsson, kenndur við trúfélagið Krossinn, byrjuðu að slá sér upp árið 2010 og gengu þau í það heilaga við látlausa en fallega athöfn sama ár. Jónína daðraði við stjórnmálin og bauð meðal annars fram krafta sína fyrir Framsóknarflokkinn. Hún vann í átján ár við rekstur heilsuhótels í Póllandi þangað sem Íslendingar héldu í detox-meðferðir. Þjóðþekktir einstaklingar voru þeirra á meðal eins og fjallað var um í Fréttablaðinu árið 2009. Gunnar og Jónína ákváðu í fyrra að fara hvort í sína áttina en héldu þó góðu sambandi. Jónína ræddi gamla tíma og nýja við Völu Matthíasdóttur í Íslandi í dag í haust. Meðal annars um heilsumeðferðir hér á landi á Hótel Örk í Hveragerði. Margt líkt með nöfnunum Það er óhætt að segja að Jónína hafi látið í sér heyra og ekki legið á skoðunum sínum í gegnum árin. Í þættinum Segðu mér á Rás 1 í september sagðist Jónína hafa erft ýmsa eiginleika ömmu sinnar og nöfnu, Jónínu Jónsdóttur. „Hún sagði sínar skoðanir umbúðalaust og kom miklu af stað. Hún eignaðist ekkert endilega fullt af vinum en þeir vinir sem hún átti var fólk sem stóð í lappirnar. Nú er húsið hennar á Akureyri heimili fyrir konur sem eru beittar heimilisofbeldi,“ sagði Jónína. Amma hennar hafi aldrei kvartað og það geri hún heldur ekki. Óhrædd við að sýna sárin „Ég er ekki kvörtunargjörn. Ég veð í verkefnin. Sumir halda kannski að ég sé að kvarta og kveina en sannleikurinn gerir mann frjálsan. Það er mín trú. Þeir sem sýna ekki sárin sín eru miklu frekar að kvarta, bara á bak við tjöldin,“ sagði Jónína. Hún sýni sárin líkt og Jesú Kristur. Meðal sáranna voru vandræði með áfengi og svefnlyf sem Jónína ræddi opinskátt. Hún byrjaði seint að neyta áfengis en hún hafði alltaf haft varann á vegna þess að alkóhólisma hafði verið að finna í fjölskyldunni. „Það er ekki fyrr en börnin mín fara að heiman og ég orðin ein, búin að lenda í ólgusjó, missa fyrirtækið mitt í hendur óreiðumanna, og allt tekið af mér, æran og mannorðið, þá komst ég að því einn daginn að rauðvín höfðaði vel til mín.“ Þurfum ekki að taka ábyrgð á öllu Jónína sagði hjúkrunarfræðinga hafa verið meðal þeirra sem leituðu til hennar í heilsumeðferð, uppgefnir eftir að hafa gengið upp að öxlum fyrir þjóðina. Hún tengi við kulnun sem hún hafi sjálf lent í þegar hún vann í Póllandi. Kulnunaraldan síðustu ár geti kennt fólki eitthvað. „Við eigum ekki að vinna meira en svona sex tíma á dag. Það er nóg. Við þurfum ekki að taka ábyrgð á öllu í kringum okkur. Ég er hætt að ímynda mér það, að ef páfinn verður óléttur, að ég hafi barnað hann.“ Jónína ræddi um kulnunina og þau áföll sem hún varð fyrir í lífinu í Bítinu á Bylgjunni árið 2018. „Ég er bara mannleg og þetta eru búin að vera svo stór áföll hjá mér,“ sagði Jónína í viðtalinu. Jónína lætur eftir sig þrjú uppkomin börn, Jóhönnu Klöru, Tómas Helga og Matthías sem eru öll börn Stefáns Einars Matthíassonar. Barnabörnin eru fjögur, Stefán Kári, Kristín Embla, Ásdís Þóra og Matthías Þór.
Andlát Hveragerði Tengdar fréttir Með Jóni Páli þegar hann fékk dauðadóminn Jónína Benediktsdóttir hefur oft verið umdeild hér á landi. Hún var ung orðin viðskiptakona í Svíþjóð, þar sem hún fékk alls kyns verðlaun fyrir frumkvöðlastarfsemi sína í líkamsrækt og rekstri líkamsræktarstöðva. 8. október 2020 12:30 Bumbur minnka og minnka í Hveragerði Í Hveragerðisbæ hefur heilsa og líðan íbúa verið í fyrirrúmi og um leið hefur stuðningur við menningar-, íþrótta- og frístundahópa verið liður í að byggja upp öruggari starfsvettvang þessara hópa. 3. mars 2019 20:30 Beygði af í beinni: „Ég er búin að hafa alltof mikið fyrir lífinu“ Spjall lífstílsfrömuðarins Jónínu Benediktsdóttur við Bítið í morgun tók óvænta stefnu. 28. júní 2018 10:15 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Sjá meira
Með Jóni Páli þegar hann fékk dauðadóminn Jónína Benediktsdóttir hefur oft verið umdeild hér á landi. Hún var ung orðin viðskiptakona í Svíþjóð, þar sem hún fékk alls kyns verðlaun fyrir frumkvöðlastarfsemi sína í líkamsrækt og rekstri líkamsræktarstöðva. 8. október 2020 12:30
Bumbur minnka og minnka í Hveragerði Í Hveragerðisbæ hefur heilsa og líðan íbúa verið í fyrirrúmi og um leið hefur stuðningur við menningar-, íþrótta- og frístundahópa verið liður í að byggja upp öruggari starfsvettvang þessara hópa. 3. mars 2019 20:30
Beygði af í beinni: „Ég er búin að hafa alltof mikið fyrir lífinu“ Spjall lífstílsfrömuðarins Jónínu Benediktsdóttur við Bítið í morgun tók óvænta stefnu. 28. júní 2018 10:15