Eva Laufey segir að þátturinn verði með skemmtiívafi, tónlist og meira til. Eva Laufey mun meðal annars elda smárétti, sem eru tilvaldir um jólin. Eva Laufey hefur verið með fjölda matreiðsluþátta á Stöð 2 síðustu ár en þetta verður í fyrsta skipti sem matgæðingurinn eldar í beinni útsendingu í sjónvarpinu.
„Þetta er pínu áhættuatriði en ég veit bara að þetta verður skemmtilegt og að það er það eina sem skiptir máli. Ef eitthvað klúðrast þá bara gerist það. Ég hlakka mikið til og get lofað óvæntum uppákomum.“