Hertar aðgerðir í Póllandi og stefnt á að bólusetja alla fullorðna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. desember 2020 21:18 Adam Niedzielski, heilbrigðisráðherra Póllands. EPA-EFE/Marcin Obara Yfirvöld í Póllandi kynntu í dag hertar sóttvarnaaðgerðir sem taka munu gildi þann 28. desember og gilda til 17. janúar. Öllum hótelum, skíðasvæðum og verslunarmiðstöðvum verður lokað í aðgerðunum. Adam Niedzielski, heilbrigðisráðherra landsins, kynnti aðgerðirnar í dag en gert er ráð fyrir að 40 milljarðar pólskra zloty, sem samsvarar um 1.408 milljörðum íslenskra króna, fari í stuðning til fyrirtækja sem þurfa að loka. Heilbrigðiskerfi Póllands hefur átt í miklum erfiðleikum við að takast á við aðra bylgju kórónuveirufaraldursins og hafa daglegar greiningar aukist gífurlega. Þegar mest lét í nóvember greindust 27 þúsund á einum sólarhringi. Niedzielski varaði fólk við því að mikil hætta væri á þriðju bylgju eftir áramót og biðlaði hann til Pólverja að gæta vel að sóttvörnum. Þó að von væri á bóluefni þýddi það ekki að hægt væri að slaka á. Aðgerðirnar munu ekki taka gildi fyrr en eftir jólahátíðirnar en útgöngubann verður á gamlárskvöld frá klukkan 7 að kvöldi og gildir það til 6 að morgni á nýársdag. Niedzielski sagði að það væri gert til að koma í veg fyrir hópamyndanir um áramótin og bætti hann við að allir þeir sem koma munu til landsins frá og með 28. desember þurfi að fara í tíu daga sóttkví. Pólsk yfirvöld gera ráð fyrir því að fyrstu skammtar bóluefnis við veirunni berist til landsins í lok desember. Stefnt er að því að bólusetja alla fullorðna í landinu, sem eru um 30 milljón manns, og hafa átta þúsund bólusetningarstöðvar verið settar upp um landið allt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pólland Tengdar fréttir Forseti Póllands smitaður af kórónuveirunni Andrzej Duda, forseti Póllands, er smitaður af nýju afbrigði kórónuveirunnar. Talsmaður forsetans segir honum líða vel en að hann sé nú kominn í einangrun. Mikil fjölgun hefur orðið í nýjum kórónuveirusmitum og dauðsföllum í landinu upp á síðkastið. 24. október 2020 08:12 Metfjöldi skráðra smita í Póllandi fjórða daginn í röð Alls greindust rúmlega 21.600 með kórónuveirusmit í Póllandi í gær og var því um ræða fjórða metdaginn í röð í landinu. 30. október 2020 14:06 Mótmælendur trufluðu messuhald í Póllandi Mótmælendur í Póllandi hafa í dag haldið inn í kirkjur til þess að trufla messuhöld. Mótmælendur hafa síðastliðna viku mótmælt nýjum þungunarrofslögum í Póllandi, sem banna þungunarrof nær alveg. 25. október 2020 22:59 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Adam Niedzielski, heilbrigðisráðherra landsins, kynnti aðgerðirnar í dag en gert er ráð fyrir að 40 milljarðar pólskra zloty, sem samsvarar um 1.408 milljörðum íslenskra króna, fari í stuðning til fyrirtækja sem þurfa að loka. Heilbrigðiskerfi Póllands hefur átt í miklum erfiðleikum við að takast á við aðra bylgju kórónuveirufaraldursins og hafa daglegar greiningar aukist gífurlega. Þegar mest lét í nóvember greindust 27 þúsund á einum sólarhringi. Niedzielski varaði fólk við því að mikil hætta væri á þriðju bylgju eftir áramót og biðlaði hann til Pólverja að gæta vel að sóttvörnum. Þó að von væri á bóluefni þýddi það ekki að hægt væri að slaka á. Aðgerðirnar munu ekki taka gildi fyrr en eftir jólahátíðirnar en útgöngubann verður á gamlárskvöld frá klukkan 7 að kvöldi og gildir það til 6 að morgni á nýársdag. Niedzielski sagði að það væri gert til að koma í veg fyrir hópamyndanir um áramótin og bætti hann við að allir þeir sem koma munu til landsins frá og með 28. desember þurfi að fara í tíu daga sóttkví. Pólsk yfirvöld gera ráð fyrir því að fyrstu skammtar bóluefnis við veirunni berist til landsins í lok desember. Stefnt er að því að bólusetja alla fullorðna í landinu, sem eru um 30 milljón manns, og hafa átta þúsund bólusetningarstöðvar verið settar upp um landið allt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pólland Tengdar fréttir Forseti Póllands smitaður af kórónuveirunni Andrzej Duda, forseti Póllands, er smitaður af nýju afbrigði kórónuveirunnar. Talsmaður forsetans segir honum líða vel en að hann sé nú kominn í einangrun. Mikil fjölgun hefur orðið í nýjum kórónuveirusmitum og dauðsföllum í landinu upp á síðkastið. 24. október 2020 08:12 Metfjöldi skráðra smita í Póllandi fjórða daginn í röð Alls greindust rúmlega 21.600 með kórónuveirusmit í Póllandi í gær og var því um ræða fjórða metdaginn í röð í landinu. 30. október 2020 14:06 Mótmælendur trufluðu messuhald í Póllandi Mótmælendur í Póllandi hafa í dag haldið inn í kirkjur til þess að trufla messuhöld. Mótmælendur hafa síðastliðna viku mótmælt nýjum þungunarrofslögum í Póllandi, sem banna þungunarrof nær alveg. 25. október 2020 22:59 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Forseti Póllands smitaður af kórónuveirunni Andrzej Duda, forseti Póllands, er smitaður af nýju afbrigði kórónuveirunnar. Talsmaður forsetans segir honum líða vel en að hann sé nú kominn í einangrun. Mikil fjölgun hefur orðið í nýjum kórónuveirusmitum og dauðsföllum í landinu upp á síðkastið. 24. október 2020 08:12
Metfjöldi skráðra smita í Póllandi fjórða daginn í röð Alls greindust rúmlega 21.600 með kórónuveirusmit í Póllandi í gær og var því um ræða fjórða metdaginn í röð í landinu. 30. október 2020 14:06
Mótmælendur trufluðu messuhald í Póllandi Mótmælendur í Póllandi hafa í dag haldið inn í kirkjur til þess að trufla messuhöld. Mótmælendur hafa síðastliðna viku mótmælt nýjum þungunarrofslögum í Póllandi, sem banna þungunarrof nær alveg. 25. október 2020 22:59