Erlent

Takmarkanir hertar í Svíþjóð og metfjöldi smitaðra

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, fer fyrir ríkisstjórninni sem kynnti hertar takmarkanir í dag.
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, fer fyrir ríkisstjórninni sem kynnti hertar takmarkanir í dag. AP

Svíar þurfa að bera grímur þegar þeir nýta sér almenningssamgöngur og fleiri en fjórir mega ekki vera inni á veitingastöðum í einu frá og með 24. desember.

Þetta er á meðal þess sem kom fram á blaðamannafundi nú fyrir skömmu þegar sænsk stjórnvöld tilkynntu hertar kórónuveiruaðgerðir.

Hundrað létust af völdum veirunnar í gær og rétt tæp tíu þúsund greindust, fleiri en nokkru sinni fyrr. Mun fleiri hafa látist úr Covid-19 í Svíþjóð en á hinum Norðurlöndunum.

Fjöldatakmarkanir verða sömuleiðis hertar í verslunum, verslunarmiðstöðvum og á líkamsræktarstöðvum. Þá verður veitingastöðum gert að hætta að afgreiða áfengi eftir klukkan átta á kvöldin.

Þeim tilmælum er beint til allra sem geta að vinna heima næsta mánuðinn og þá verða allir framhaldsskólanemar í fjarnámi til 24. janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×