Seyðfirðingar allir komnir með svefnpláss fyrir nóttina Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. desember 2020 21:44 Íbúar á Seyðisfirði biðu í dag fyrir utan fjöldahjálparstöðina eftir því að komast yfir til Egilsstaða. Vísir/Egill Seyðfirðingar eru allir komnir til Egilsstaða í fjöldahjálparstöð Rauða krossins sem opnuð var í grunnskólanum þar. Að sögn Rögnvaldar Ólafssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, hafa allir fengið rúmpláss fyrir nóttina og enginn mun þurfa að halda til í skólanum í nótt. „Það er komin ró yfir þetta núna. Það er búið að rýma þau svæði sem þurfti að rýma. Svo verður staðan bara tekin aftur á morgun,“ segir Rögnvaldur í samtali við fréttastofu. „Við munum skoða hvort óhætt sé að fara inn á svæðið og síðan í kjölfarið förum við í að meta tjónið. Svo þurfum við að taka afstöðu til þess hvenær verður hægt að hleypa fólki heim til sín,“ segir Rögnvaldur. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.Almannavarnir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að ekki væri búið að staðsetja alla en að sú vinna væri í gangi. Rögnvaldur segir að þeirri vinnu sé nú lokið. „Já, það er búið að staðsetja alla. Það var í dag eftirgrennslan eftir fólki sem átti eftir að staðsetja og það tókst prýðilega,“ segir Rögnvaldur. Týr á leiðinni Austur og lögreglulið frá Reykjavík og Akureyri mætt „Það hafa allir fengið húsaskjól í nótt, við höfum ekki heyrt af neinu öðru. Ótal aðilar hafa boðið fram gistirými og svo hafa einstaklingar boðist til að taka á móti fólki og er jafnvel tilbúið að ganga úr rúmum sínum fyrir fólk sem þurfti að rýma þannig að það hefur allt saman gengið rosalega vel,“ segir Rögnvaldur. Þá hafa einhverjir íbúar á Eskifirði þurft að yfirgefa heimili sín vegna skriðhættu þar. Fjöldahjálparstöð Rauða krossins var opnuð á Eskifirði og allir þeir sem þurftu á að halda eru komnir þangað. Rögnvaldur segist ekki hafa heyrt af því að Eskfirðingar hafi þurft að fara til Egilsstaða í fjöldahjálparstöðina þar. Töluvert færri hafi þurft að rýma hús sín á Eskifirði en á Seyðisfirði. Lið lögreglu- og sérsveitarmanna frá Reykjavík lentu á Egilsstöðum á sjöunda tímanum en þeir fóru þangað með flugi til að aðstoða við vettvangsvinnu. Þá komu tveir lögreglubílar og lögreglumenn austur frá Akureyri síðdegis í dag. Varðskipið Týr hefur verið kallað út til Seyðisfjarðar til aðstoðar og lagði það af stað frá Reykjavík klukkan fimm síðdegis. Rögnvaldur segir að ferðin taki um sólarhring og verði það því komið til Seyðisfjarðar síðdegis á morgun. Múlaþing Almannavarnir Veður Náttúruhamfarir Aurskriður á Seyðisfirði Tengdar fréttir Um 30 ár síðan heilt bæjarfélag var síðast rýmt Neyðarástand er í gildi á Seyðisfirði vegna aurskriða sem þar hafa fallið síðustu sólarhringa. Stór skriða féll á byggðina um klukkan hálf fjögur í dag sem hreif með sér hús sem jafnaðist nánast við jörðu. 18. desember 2020 19:06 Erfiðar aðstæður á Seyðisfirði: „Það er bara vatn alls staðar“ Enn er mikil úrkoma og bleyta á Seyðisfirði þar sem tvær aurskriður féllu í nótt. Urð, grjót og drulla er úti um allt í bænum en eiginlegt hreinsunarstarf getur ekki hafist fyrr en það dregur úr úrkomunni og birtir til. 18. desember 2020 09:55 Aurskriða tók með sér hús á Seyðisfirði Tvær nýjar aurskriður féllu úr Nautaklauf á Seyðisfirði í nótt. Önnur skriðan tók með sér hús og flutti fimmtíu metra. 18. desember 2020 06:42 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
„Það er komin ró yfir þetta núna. Það er búið að rýma þau svæði sem þurfti að rýma. Svo verður staðan bara tekin aftur á morgun,“ segir Rögnvaldur í samtali við fréttastofu. „Við munum skoða hvort óhætt sé að fara inn á svæðið og síðan í kjölfarið förum við í að meta tjónið. Svo þurfum við að taka afstöðu til þess hvenær verður hægt að hleypa fólki heim til sín,“ segir Rögnvaldur. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.Almannavarnir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að ekki væri búið að staðsetja alla en að sú vinna væri í gangi. Rögnvaldur segir að þeirri vinnu sé nú lokið. „Já, það er búið að staðsetja alla. Það var í dag eftirgrennslan eftir fólki sem átti eftir að staðsetja og það tókst prýðilega,“ segir Rögnvaldur. Týr á leiðinni Austur og lögreglulið frá Reykjavík og Akureyri mætt „Það hafa allir fengið húsaskjól í nótt, við höfum ekki heyrt af neinu öðru. Ótal aðilar hafa boðið fram gistirými og svo hafa einstaklingar boðist til að taka á móti fólki og er jafnvel tilbúið að ganga úr rúmum sínum fyrir fólk sem þurfti að rýma þannig að það hefur allt saman gengið rosalega vel,“ segir Rögnvaldur. Þá hafa einhverjir íbúar á Eskifirði þurft að yfirgefa heimili sín vegna skriðhættu þar. Fjöldahjálparstöð Rauða krossins var opnuð á Eskifirði og allir þeir sem þurftu á að halda eru komnir þangað. Rögnvaldur segist ekki hafa heyrt af því að Eskfirðingar hafi þurft að fara til Egilsstaða í fjöldahjálparstöðina þar. Töluvert færri hafi þurft að rýma hús sín á Eskifirði en á Seyðisfirði. Lið lögreglu- og sérsveitarmanna frá Reykjavík lentu á Egilsstöðum á sjöunda tímanum en þeir fóru þangað með flugi til að aðstoða við vettvangsvinnu. Þá komu tveir lögreglubílar og lögreglumenn austur frá Akureyri síðdegis í dag. Varðskipið Týr hefur verið kallað út til Seyðisfjarðar til aðstoðar og lagði það af stað frá Reykjavík klukkan fimm síðdegis. Rögnvaldur segir að ferðin taki um sólarhring og verði það því komið til Seyðisfjarðar síðdegis á morgun.
Múlaþing Almannavarnir Veður Náttúruhamfarir Aurskriður á Seyðisfirði Tengdar fréttir Um 30 ár síðan heilt bæjarfélag var síðast rýmt Neyðarástand er í gildi á Seyðisfirði vegna aurskriða sem þar hafa fallið síðustu sólarhringa. Stór skriða féll á byggðina um klukkan hálf fjögur í dag sem hreif með sér hús sem jafnaðist nánast við jörðu. 18. desember 2020 19:06 Erfiðar aðstæður á Seyðisfirði: „Það er bara vatn alls staðar“ Enn er mikil úrkoma og bleyta á Seyðisfirði þar sem tvær aurskriður féllu í nótt. Urð, grjót og drulla er úti um allt í bænum en eiginlegt hreinsunarstarf getur ekki hafist fyrr en það dregur úr úrkomunni og birtir til. 18. desember 2020 09:55 Aurskriða tók með sér hús á Seyðisfirði Tvær nýjar aurskriður féllu úr Nautaklauf á Seyðisfirði í nótt. Önnur skriðan tók með sér hús og flutti fimmtíu metra. 18. desember 2020 06:42 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Um 30 ár síðan heilt bæjarfélag var síðast rýmt Neyðarástand er í gildi á Seyðisfirði vegna aurskriða sem þar hafa fallið síðustu sólarhringa. Stór skriða féll á byggðina um klukkan hálf fjögur í dag sem hreif með sér hús sem jafnaðist nánast við jörðu. 18. desember 2020 19:06
Erfiðar aðstæður á Seyðisfirði: „Það er bara vatn alls staðar“ Enn er mikil úrkoma og bleyta á Seyðisfirði þar sem tvær aurskriður féllu í nótt. Urð, grjót og drulla er úti um allt í bænum en eiginlegt hreinsunarstarf getur ekki hafist fyrr en það dregur úr úrkomunni og birtir til. 18. desember 2020 09:55
Aurskriða tók með sér hús á Seyðisfirði Tvær nýjar aurskriður féllu úr Nautaklauf á Seyðisfirði í nótt. Önnur skriðan tók með sér hús og flutti fimmtíu metra. 18. desember 2020 06:42
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent