Verður 2021 ár byltingar kvenna á landsbyggðinni? Annas Jón Sigmundsson skrifar 19. desember 2020 09:00 Nú eru að birtast fréttir um töluvert af frambærilegum konum sem eru að sækjast eftir sætum ofarlega á lista hjá stjórnmálaflokkum á höfuðborgarsvæðinu. Minna er hins vegar af fréttum um konur sem ætla að bjóða sig fram á landsbyggðinni. Eina fréttin reyndar um tilkynnt framboð á landsbyggðinni er að Guðmundur Gunnarsson, fyrrum bæjarstjóri á Ísafirði sækist eftir oddvitasæti Viðreisnar í norðvesturkjördæmi og óska ég honum velfarnaðar. Jónas Hlíðar Vilhelmsson, frændi minn og Bolvíkingur líkt og Guðmundur, setti fram þá kenningu við mig nýlega að höfuðborginni sé stjórnað af velmenntuðum konum á aldrinum 30-50 ára. Landsbyggðinni sé hins vegar stjórnað af karlmönnum á aldrinum 50 til 70 ára. Ég held að það sé margt til í þessu hjá honum. Þetta er að minnsta kosti áhugaverð kenning fyrir áhugafólk um stjórnmál. Tölfræði varðandi þingmenn í norðvestur, norðaustur og suðurkjördæmi. 18 karlmenn (meðalaldur 54 ára) og 10 konur (meðalaldur 52 ára). Það myndu flestir telja þetta töluverðan kynjahalla? Átta af þessum 18 karlkyns þingmönnum eru á sjötugs eða áttræðisaldri. Þessi kjördæmi eru með 4 ráðherra. Þrír þeirra eru karlkyns og aðeins ein kona, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Aðsend Konur geta samt huggað sig við það að það er einn staður sem toppar þetta kynjahlutfall allverulega og er nátengdur helstu atvinnugrein þessara kjördæma. Stjórn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) er skipuð 19 karlmönnum og ENGRI konu. Já. Þetta er dagsatt. Þeim til happs er SFS þó með frábæra konu sem framkvæmdastjóra sem hefur staðið sig vel í krefjandi starfi. Líklega myndi það ekki skaða ásýnd félagsins út á við að jafna kynjahlutfallið eitthvað aðeins. Ég hvet hér með konur til að bjóða sig fram í þessum kjördæmum og koma með áhersluatriði er varðar þeirra þarfir. Þær munu tryggja þessum kjördæmum betri búsetuskilyrði á næstu áratugum – öllum til hagsbóta. Það vantar td fleiri vel borguð störf fyrir konur á landsbyggðinni hjá hinu opinbera – þá vantar líka fjölbreyttari einkafyrirtæki sem bjóða upp á velborguð störf fyrir konur. Líklega munu þær nefna eitthvað fleira en sjávarútveg, landbúnað, fiskeldi og álver þó þetta séu vissulega frábærar grunnatvinnustoðir. Allir stjórnmálaflokkar munu hagnast á þessu þegar talið verður upp úr kjörkössunum næsta haust – jöfn kynjahlutföll hljóta að vera skýr krafa. Þegar íbúafjöldi í þessum kjördæmum er skoðaður þá teljast konur 48% af íbúum þar sem eru alls 130 þúsund. Ég myndi vilja sjá að konur á landsbyggðinni myndu gera byltingu árið 2021 til þess að bæta kynjahlutfall í þessum kjördæmum. Hér eru td listi yfir 15 konur sem mér dettur í fljótu bragði í hug sem myndu allar verða FRÁBÆRIR þingmenn í þessum kjördæmum. Höfundur er stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Nú eru að birtast fréttir um töluvert af frambærilegum konum sem eru að sækjast eftir sætum ofarlega á lista hjá stjórnmálaflokkum á höfuðborgarsvæðinu. Minna er hins vegar af fréttum um konur sem ætla að bjóða sig fram á landsbyggðinni. Eina fréttin reyndar um tilkynnt framboð á landsbyggðinni er að Guðmundur Gunnarsson, fyrrum bæjarstjóri á Ísafirði sækist eftir oddvitasæti Viðreisnar í norðvesturkjördæmi og óska ég honum velfarnaðar. Jónas Hlíðar Vilhelmsson, frændi minn og Bolvíkingur líkt og Guðmundur, setti fram þá kenningu við mig nýlega að höfuðborginni sé stjórnað af velmenntuðum konum á aldrinum 30-50 ára. Landsbyggðinni sé hins vegar stjórnað af karlmönnum á aldrinum 50 til 70 ára. Ég held að það sé margt til í þessu hjá honum. Þetta er að minnsta kosti áhugaverð kenning fyrir áhugafólk um stjórnmál. Tölfræði varðandi þingmenn í norðvestur, norðaustur og suðurkjördæmi. 18 karlmenn (meðalaldur 54 ára) og 10 konur (meðalaldur 52 ára). Það myndu flestir telja þetta töluverðan kynjahalla? Átta af þessum 18 karlkyns þingmönnum eru á sjötugs eða áttræðisaldri. Þessi kjördæmi eru með 4 ráðherra. Þrír þeirra eru karlkyns og aðeins ein kona, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Aðsend Konur geta samt huggað sig við það að það er einn staður sem toppar þetta kynjahlutfall allverulega og er nátengdur helstu atvinnugrein þessara kjördæma. Stjórn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) er skipuð 19 karlmönnum og ENGRI konu. Já. Þetta er dagsatt. Þeim til happs er SFS þó með frábæra konu sem framkvæmdastjóra sem hefur staðið sig vel í krefjandi starfi. Líklega myndi það ekki skaða ásýnd félagsins út á við að jafna kynjahlutfallið eitthvað aðeins. Ég hvet hér með konur til að bjóða sig fram í þessum kjördæmum og koma með áhersluatriði er varðar þeirra þarfir. Þær munu tryggja þessum kjördæmum betri búsetuskilyrði á næstu áratugum – öllum til hagsbóta. Það vantar td fleiri vel borguð störf fyrir konur á landsbyggðinni hjá hinu opinbera – þá vantar líka fjölbreyttari einkafyrirtæki sem bjóða upp á velborguð störf fyrir konur. Líklega munu þær nefna eitthvað fleira en sjávarútveg, landbúnað, fiskeldi og álver þó þetta séu vissulega frábærar grunnatvinnustoðir. Allir stjórnmálaflokkar munu hagnast á þessu þegar talið verður upp úr kjörkössunum næsta haust – jöfn kynjahlutföll hljóta að vera skýr krafa. Þegar íbúafjöldi í þessum kjördæmum er skoðaður þá teljast konur 48% af íbúum þar sem eru alls 130 þúsund. Ég myndi vilja sjá að konur á landsbyggðinni myndu gera byltingu árið 2021 til þess að bæta kynjahlutfall í þessum kjördæmum. Hér eru td listi yfir 15 konur sem mér dettur í fljótu bragði í hug sem myndu allar verða FRÁBÆRIR þingmenn í þessum kjördæmum. Höfundur er stjórnmálafræðingur.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun