Þættirnir kallast The Valhalla Murders á ensku og voru birtir á Netflix í byrjun árs. Þeir voru fyrst sýndir á RÚV í desember á síðasta ári og má sjá stiklu hér að neðan.
Yfir milljón manns horfa á þættina vikulega á Englandi síðan hún var frumsýnd á BBC Four í desember.
Þættirnir fjalla um rannsókn dularfullra morðmála auk þess sem fylgst er náið með einkalífi tveggja rannsóknarlögreglumanna sem stýra rannsókninni.
Þórður Pálsson á hugmyndina að þáttunum og leikstýrir þeim ásamt Davíð Óskari Ólafssyni og Þóru Hilmarsdóttur. Þórður var nýútskrifaður frá The National Film and Television School í Bretlandi þegar hugmyndin að þáttunum kviknaði. Handrit skrifa þau Margrét Örnólfsdóttir, Óttar Norðfjörð, Mikael Torfason og Otto Geir Borg. Þættirnir hlutu styrkveitingu frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum en eru fjármagnaðir af Kvikmyndamiðstöð Íslands, RÚV og Netflix.
Með aðalhlutverk fara Nína Dögg Fillipusdóttir og Björn Thors.