Innlent

Svona var 148. upp­lýsinga­fundurinn vegna kórónu­veirunnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Víðir Reynisson greindist með Covid-19 í nóvember og var ekki reiknað aftur með honum til starfa fyrr en eftir áramót. Hann er hins vegar kominn aftur til starfa fyrr en áætlað var.
Víðir Reynisson greindist með Covid-19 í nóvember og var ekki reiknað aftur með honum til starfa fyrr en eftir áramót. Hann er hins vegar kominn aftur til starfa fyrr en áætlað var. Vísir/Vilhelm

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11:03 í dag. Alma D. Möller landlæknir fer yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi ásamt Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er sem kunnugt er í sóttkví.

Gestir fundarins verða Ásta Valdimarsdóttir ráðuneytisstjóri Heilbrigðisráðuneytisins og Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar.

Fundurinn verður sem fyrr í beinni útsendingu og textalýsingu á Vísi auk þess að vera í beinni útsendingu í sjónvarpinu á Stöð 2 Vísi.

Uppfært: Hér að neðan má sjá upptöku af fundinum í heild sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×