„Við ákváðum að vera ekki á djamminu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 21. desember 2020 15:30 Sigmar Vilhjálmsson ræddi við Sölva Tryggvason um ferilinn. Sigmar Vilhjálmsson hefur í áraraðir verið einn þekktasti sjónvarpsmaður Íslands en undanfarin ár hefur hann einbeitt sér að viðskiptum. Hann er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpi hans. Í þættinum fer Sigmar yfir fjölmiðlaferilinn og segir meðal annars frá reglum sem hann og Jóhannes Ásbjörnsson, sem var með honum 70 mínútum og síðar í Idol Stjörnuleit, settu sér strax í upphafi. „Við vorum 23 ára þegar við settum okkur ákveðnar reglur. Við Jói ákváðum til dæmis að við værum bara ekki á djamminu. Við ákváðum að vera bara í matarklúbbum, af því að Ísland er lítið land og það væri bara ekki gott ef við værum aðgengilegir á djamminu. Eftir á að hyggja finnst mér það mjög þroskað af okkur að hafa sett okkur þessar reglur þegar við vorum þetta ungir. Meira að segja eftir lokaþættina af Idolinu, þá var bara tekinn bjór með Crew-inu og svo heim. Ekkert djamm,” segir Simmi. Í þættinum segir Sigmar líka frá því hvernig stofnun skemmtigarðs endaði með framleiðslu á mömmumat. „Við stofnuðum Minigarðinn fyrir rúmu ári síðan, en svo var auðvitað augljóst að við værum ekki að fara af stað með það í miðjum faraldri. En svo var uppsöfnuð þörf hjá Íslendingum til að koma saman og við ákváðum að keyra á þetta og klára málið og opnuðum í júlí. Það er allavega rekstrarhæfi ef það mega koma saman 200 manns, þó að staðurinn taki mun fleiri, þannig að þetta var fínt í júlí ágúst og framan af september. Augljóslega virkar þetta ekki í því umhverfi sem er núna, en ég veit að þetta á heilmikið inni og við munum lifa þetta af. Aðstaðan í Minigarðinum gerði okkur líka kleyft að opna fyrir að framleiða mömmumat og þristamús, sem hefur gert heilmikið fyrir reksturinn. En ég viðurkenni það að ég reiknaði ekki með því í byrjun árs að mömmumatur og þristamús væru að fara að bjarga rekstrarárinu, en neyðin kennir naktri konu að spinna.” Komin á góðan stað eftir ár Hann segir árið 2020 hafa verið gífurlega erfitt, en kýs engu að síður að stilla væntingum í hóf og reyna að vinna með stöðuna eins og hún er. „Væntingastjórnun er lykilatriði í lífinu. Á endanum er alveg sama hvað maður er að gera. lokaatómið er væntingastjórnun. Hvort sem það er vináttan, hjónabandið eða hvað sem það er. Upphafið að flestu sem fer illa er að einhver brást væntingum manns. Þess vegna kýs ég að horfa svo á að það verði ekki allt komið í topplag um páskana af því það er að koma bóluefni núna strax eftir áramót. Ég held að við verðum komin á góðan stað eftir ár og þá er bara mjög gott ef ég hef rangt fyrir mér, af því að þá eru það góðar fréttir. Það finnst engum gaman að heyra þetta, en það er þá bara gott ef það reynist rangt. Auðvitað er ekki auðvelt vera í stórum rekstri með 10 manna samkomubann, en það neyðir mann til að hugsa upp nýjar leiðir.” Eftir sjónvarpsferilinn stofnaði Sigmar Hamborgarafabrikkuna og hefur á undanförnum árum verið í rekstri ýmissa fyrirtækja. Sigmar notar nú samfélagsmiðla til að fá útrás fyrir þörfina við að gefa út efni og nýtur þar mikilla vinsælda. Í þættinum ræða Sölvi og Sigmar um drífur hann áfram, árin í sjónvarpinu, hvað þarf til að vera frumkvöðull og margt margt fleira. Klippa: Simmi Vill með Sölva Tryggva Þáttinn í heild má sjá á YouTube. Sigmar mætti í Einkalífið fyrir ekki svo löngu og fór þar yfir föðurmissinn, skilnaðinn við barnsmóður sína, erfið málaferli og margt fleira. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Lífið Fleiri fréttir Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Sjá meira
Í þættinum fer Sigmar yfir fjölmiðlaferilinn og segir meðal annars frá reglum sem hann og Jóhannes Ásbjörnsson, sem var með honum 70 mínútum og síðar í Idol Stjörnuleit, settu sér strax í upphafi. „Við vorum 23 ára þegar við settum okkur ákveðnar reglur. Við Jói ákváðum til dæmis að við værum bara ekki á djamminu. Við ákváðum að vera bara í matarklúbbum, af því að Ísland er lítið land og það væri bara ekki gott ef við værum aðgengilegir á djamminu. Eftir á að hyggja finnst mér það mjög þroskað af okkur að hafa sett okkur þessar reglur þegar við vorum þetta ungir. Meira að segja eftir lokaþættina af Idolinu, þá var bara tekinn bjór með Crew-inu og svo heim. Ekkert djamm,” segir Simmi. Í þættinum segir Sigmar líka frá því hvernig stofnun skemmtigarðs endaði með framleiðslu á mömmumat. „Við stofnuðum Minigarðinn fyrir rúmu ári síðan, en svo var auðvitað augljóst að við værum ekki að fara af stað með það í miðjum faraldri. En svo var uppsöfnuð þörf hjá Íslendingum til að koma saman og við ákváðum að keyra á þetta og klára málið og opnuðum í júlí. Það er allavega rekstrarhæfi ef það mega koma saman 200 manns, þó að staðurinn taki mun fleiri, þannig að þetta var fínt í júlí ágúst og framan af september. Augljóslega virkar þetta ekki í því umhverfi sem er núna, en ég veit að þetta á heilmikið inni og við munum lifa þetta af. Aðstaðan í Minigarðinum gerði okkur líka kleyft að opna fyrir að framleiða mömmumat og þristamús, sem hefur gert heilmikið fyrir reksturinn. En ég viðurkenni það að ég reiknaði ekki með því í byrjun árs að mömmumatur og þristamús væru að fara að bjarga rekstrarárinu, en neyðin kennir naktri konu að spinna.” Komin á góðan stað eftir ár Hann segir árið 2020 hafa verið gífurlega erfitt, en kýs engu að síður að stilla væntingum í hóf og reyna að vinna með stöðuna eins og hún er. „Væntingastjórnun er lykilatriði í lífinu. Á endanum er alveg sama hvað maður er að gera. lokaatómið er væntingastjórnun. Hvort sem það er vináttan, hjónabandið eða hvað sem það er. Upphafið að flestu sem fer illa er að einhver brást væntingum manns. Þess vegna kýs ég að horfa svo á að það verði ekki allt komið í topplag um páskana af því það er að koma bóluefni núna strax eftir áramót. Ég held að við verðum komin á góðan stað eftir ár og þá er bara mjög gott ef ég hef rangt fyrir mér, af því að þá eru það góðar fréttir. Það finnst engum gaman að heyra þetta, en það er þá bara gott ef það reynist rangt. Auðvitað er ekki auðvelt vera í stórum rekstri með 10 manna samkomubann, en það neyðir mann til að hugsa upp nýjar leiðir.” Eftir sjónvarpsferilinn stofnaði Sigmar Hamborgarafabrikkuna og hefur á undanförnum árum verið í rekstri ýmissa fyrirtækja. Sigmar notar nú samfélagsmiðla til að fá útrás fyrir þörfina við að gefa út efni og nýtur þar mikilla vinsælda. Í þættinum ræða Sölvi og Sigmar um drífur hann áfram, árin í sjónvarpinu, hvað þarf til að vera frumkvöðull og margt margt fleira. Klippa: Simmi Vill með Sölva Tryggva Þáttinn í heild má sjá á YouTube. Sigmar mætti í Einkalífið fyrir ekki svo löngu og fór þar yfir föðurmissinn, skilnaðinn við barnsmóður sína, erfið málaferli og margt fleira.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Lífið Fleiri fréttir Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Sjá meira