Hjartasjúklingi aftur dæmdir tugir milljóna í héraði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. desember 2020 19:45 Bjargráður var græddur í manninn á Landspítalanum. Vísir/Hanna Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða hjartasjúklingi 27,5 milljónir í bætur vegna galla í leiðslu bjargráðs sem græddur var í hann. Ríkið hafði áður verið dæmt til að greiða manninum sambærilega upphæð en Landsréttur ómerkti þann dóm og sendi aftur í hérað, þar sem dómur var kveðinn upp í gær. Umræddur hjartasjúklingur hefur átt við sjúkdóm að stríða frá árinu 1990. Eftir að hafa farið í hjartastopp árið 2004 var græddur í hann bjargráður. Þremur árum síðar gaf bjargráðurinn frá sér ótímabært rafstuð, án þess að um hjartsláttartruflun hafi verið um að ræða. Ekkert athugavert fannst við tækið við nánari skoðun. Síðar sama ár gaf bjargráðurinn frá sér tvisvar rafstuð. Framkvæmd var aðgerð á manninum þar sem vírinn á tækinu var losaður. Við það kom gat á einangrun leiðslunnar. Þar sem leiðslan reyndist vera föst var hún látin liggja áfram en jafnframt sett inn ný leiðsla. Bjargráðurinn var fjarlægður og nýr settur í staðinn. Ári síðar kom í ljós að nýi vírinn hafði færst til og var önnur aðgerð framkvæmd. Yfirgnæfandi líkur á því að galli hafi valdið biluninni Maðurinn taldi sig hafa orðið fyrir varanlegu heilsutjóni vegna rafstuðsins árið 2007 og aðgerðanna tveggja. Við tók margra ára deila við Sjúkratryggingar Íslands um greiðslu bóta sem fór á endanum fyrir dómstóla. Endaði það með því að maðurinn fékk greiddar 11,9 milljónir í bætur. Eftir stóð dómsmál við íslenska ríkið, en alls krafðist maðurinn þess að fá 27,5 milljónir í bætur frá ríkinu, að frádregnu því sem hann hafði fengið frá Sjúkratryggingum Íslands. Sem fyrr segir dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur manninum 28 milljónir í bætur vegna málsins árið 2018 en á síðasta ári ómerkti Landsréttur þann dóm og sendi málið aftur í hérað. Héraðsdómur Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Í dómi héraðsdóms nú segir að það verði að telja a yfirgnæfandi líkur á því að veikleiki og galli í slíðri hafi valdið bilun leiðslunnar og hinum óþarfa stuðum hjá manninum. Af tiltækum málsskjölum og með framburði vitna verði einnig að telja ljóst að heilsa og líkamleg geta hans hafi orðið mun verri eftir atburðina árið 2007 og 2008. Var manninum því dæmdar 27,5 milljónir í bætur frá ríkinu auk dráttarvaxta, að frádregnum fjárhæðum sem hann hafði þegar fengið greiddar. Dómsmál Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Fleiri fréttir Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Bein útsending frá setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Sjá meira
Umræddur hjartasjúklingur hefur átt við sjúkdóm að stríða frá árinu 1990. Eftir að hafa farið í hjartastopp árið 2004 var græddur í hann bjargráður. Þremur árum síðar gaf bjargráðurinn frá sér ótímabært rafstuð, án þess að um hjartsláttartruflun hafi verið um að ræða. Ekkert athugavert fannst við tækið við nánari skoðun. Síðar sama ár gaf bjargráðurinn frá sér tvisvar rafstuð. Framkvæmd var aðgerð á manninum þar sem vírinn á tækinu var losaður. Við það kom gat á einangrun leiðslunnar. Þar sem leiðslan reyndist vera föst var hún látin liggja áfram en jafnframt sett inn ný leiðsla. Bjargráðurinn var fjarlægður og nýr settur í staðinn. Ári síðar kom í ljós að nýi vírinn hafði færst til og var önnur aðgerð framkvæmd. Yfirgnæfandi líkur á því að galli hafi valdið biluninni Maðurinn taldi sig hafa orðið fyrir varanlegu heilsutjóni vegna rafstuðsins árið 2007 og aðgerðanna tveggja. Við tók margra ára deila við Sjúkratryggingar Íslands um greiðslu bóta sem fór á endanum fyrir dómstóla. Endaði það með því að maðurinn fékk greiddar 11,9 milljónir í bætur. Eftir stóð dómsmál við íslenska ríkið, en alls krafðist maðurinn þess að fá 27,5 milljónir í bætur frá ríkinu, að frádregnu því sem hann hafði fengið frá Sjúkratryggingum Íslands. Sem fyrr segir dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur manninum 28 milljónir í bætur vegna málsins árið 2018 en á síðasta ári ómerkti Landsréttur þann dóm og sendi málið aftur í hérað. Héraðsdómur Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Í dómi héraðsdóms nú segir að það verði að telja a yfirgnæfandi líkur á því að veikleiki og galli í slíðri hafi valdið bilun leiðslunnar og hinum óþarfa stuðum hjá manninum. Af tiltækum málsskjölum og með framburði vitna verði einnig að telja ljóst að heilsa og líkamleg geta hans hafi orðið mun verri eftir atburðina árið 2007 og 2008. Var manninum því dæmdar 27,5 milljónir í bætur frá ríkinu auk dráttarvaxta, að frádregnum fjárhæðum sem hann hafði þegar fengið greiddar.
Dómsmál Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Fleiri fréttir Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Bein útsending frá setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Sjá meira