Lífið

Hin sex ára Elena Mist safnaði 40 þúsund krónum á Instagram

Stefán Árni Pálsson skrifar
Elena Mist með hjartað á réttum stað.
Elena Mist með hjartað á réttum stað.

Elena Mist, sex ára í Háaleitisskóla í Reykjanesbæ, er að fylgjast með Öðruvísi jóladagatali SOS Barnaþorpanna í fyrsta sinn.

Að venju gefst börnum kostur á að safna pening fyrir SOS Barnaþorpin með ýmsum hætti í tengslum við jóladagatalið og vildi Elena ganga í hús til að safna. 

Henni fannst það þó ekki ráðlegt í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu en dó ekki ráðalaus.

Elena Mist tók upp vídeóávarp þar sem hún hvatti fólk til að gefa í söfnunina og fékk móður sína, Svanhildi Mar, til að birta það á samfélagsmiðlum. 

Viðbrögðin létu ekki á sér standa og safnaði Elena Mist 40 þúsund krónum eins og kemur fram á vefsíðu SOS Barnaþorpa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×