Jólaverslunin betri í ár en verið hefur undanfarin ár Elín Margrét Böðvarsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 23. desember 2020 19:57 Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. Vísir/Vilhelm Jólavertíðin hefur gengið nokkuð vel í ár, og jafnvel betur en undanfarin ár, að sögn nokkurra kaupmanna sem fréttastofa ræddi við á dögunum. Eitt er víst að jólin koma í desember, þrátt fyrir að við séum í miðjum heimsfaraldri. Kaupmenn eru ánægðir með jólavertíðina og segja söluna hærri í ár en síðustu ár. Þrátt fyrir meiri sölu er aðsóknin í Kringluna minni í ár en síðustu ár. Stafar það af því að færri úr hverri fjölskyldu versla gjafir fyrir hópinn á staðnum. „Við erum að telja færri hausa inn í hús en engu að síður skilar viðkomandi fjölskylda versluninni til kaupmanna,“ segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. Kósýgalli og hrærivél meðal vinsælustu jólagjafanna Vinsælustu gjafirnar virðast meðal annars vera útivistaföt og kósýgallar. „Og svo er náttúrlega hrærivélin, hún á alltaf sinn stað í jólaversluninni,“ segir Sigurjón. Hann segir aukningu í sölu frá fyrri árum. „Ég hef verið að tala við kaupmenn og grípa svona niður og spyrja hvernig hefur árað hjá þeim í desember og almennt er það að kaupmenn svara því til að þeir eru oft að tala um tveggja stafa tölu í aukningu,“ segir Sigurjón. Verslunarstjóri í Icewear segir brjálað að gera. Honum finnist meira að gera í ár heldur en síðustu ár. „Alla veganna ég hef aldrei klárað jólaskiptimiða og annað eins fljótt og í ár. Það hefur yfirleitt verið afgangur og við erum búin með þá núna þannig að það er nóg að gera“ segir Kolbeinn Tumi Kristjánsson, verslunarstjóri hjá Icewear í Kringlunni. Hvernig eru kúnnarnir, er mikið stress? „Nei það eru allir frekar mellow hérna og einhvern veginn, mér finnst eins og covid sé búið að aðeins róa okkur svolítið niður og allir eru bara frekar þolinmóðir,“ segir Kolbeinn. Verslunarstjóri Mathilda segir neytendur ekki halda að sér höndum. „Þetta eru mjög veglegar gjafir og ég held að fólk sé að gera bara mjög vel við sig. Eins og svona kósý jogging gallar, pelsar, kjólar, fólk ætlar alveg að dressa sig. Það fer alveg í pallíettur og svona,“ segir Danfríður Árnadóttir, verslunarstjóri hjá Mathildi. Verslun Jól Mest lesið Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Þrátt fyrir meiri sölu er aðsóknin í Kringluna minni í ár en síðustu ár. Stafar það af því að færri úr hverri fjölskyldu versla gjafir fyrir hópinn á staðnum. „Við erum að telja færri hausa inn í hús en engu að síður skilar viðkomandi fjölskylda versluninni til kaupmanna,“ segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. Kósýgalli og hrærivél meðal vinsælustu jólagjafanna Vinsælustu gjafirnar virðast meðal annars vera útivistaföt og kósýgallar. „Og svo er náttúrlega hrærivélin, hún á alltaf sinn stað í jólaversluninni,“ segir Sigurjón. Hann segir aukningu í sölu frá fyrri árum. „Ég hef verið að tala við kaupmenn og grípa svona niður og spyrja hvernig hefur árað hjá þeim í desember og almennt er það að kaupmenn svara því til að þeir eru oft að tala um tveggja stafa tölu í aukningu,“ segir Sigurjón. Verslunarstjóri í Icewear segir brjálað að gera. Honum finnist meira að gera í ár heldur en síðustu ár. „Alla veganna ég hef aldrei klárað jólaskiptimiða og annað eins fljótt og í ár. Það hefur yfirleitt verið afgangur og við erum búin með þá núna þannig að það er nóg að gera“ segir Kolbeinn Tumi Kristjánsson, verslunarstjóri hjá Icewear í Kringlunni. Hvernig eru kúnnarnir, er mikið stress? „Nei það eru allir frekar mellow hérna og einhvern veginn, mér finnst eins og covid sé búið að aðeins róa okkur svolítið niður og allir eru bara frekar þolinmóðir,“ segir Kolbeinn. Verslunarstjóri Mathilda segir neytendur ekki halda að sér höndum. „Þetta eru mjög veglegar gjafir og ég held að fólk sé að gera bara mjög vel við sig. Eins og svona kósý jogging gallar, pelsar, kjólar, fólk ætlar alveg að dressa sig. Það fer alveg í pallíettur og svona,“ segir Danfríður Árnadóttir, verslunarstjóri hjá Mathildi.
Verslun Jól Mest lesið Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur