Ösku upprunalega „Scotty“ var smyglað í geimstöðina 2008 Samúel Karl Ólason skrifar 27. desember 2020 22:20 „Scotty“ ásamt öðrum úr áhfön Enterprise árið 2003. Frá vinstri: Nichelle Nichols (Ahura), William Shatner (Cpt. Kirk), James Doohan (Scotty) og Leonard Nimoy (Spock). Getty/Kevin Winter Ösku leikarans James Doohan, sem var hvað þekktastur fyrir að leika Montgomery Scott í upprunalegu Star Trek sjónvarpsseríunni, var smyglað um borð í Alþjóðlegu geimstöðina árið 2008. Mjög fáir hafa vitað af því þar til nú. Sunday Times sagði frá því á föstudaginn að Richard Garriott, einn fyrstu almennu borgaranna til að ferðast út í geim, laumaði ösku Doohan og mynd af honum með sér í með sér til geimstöðvarinnar og kom hann því fyrir undir gólfinu í Columbus-hluta geimstöðvarinnar. Þeta gerði Garriott að ósk fjölskyldu Doohan en opinberri beiðni þeirra hafði verið hafnað. Doohan dó árið 2005, þá 85 ára gamall. Hann hafði óskað sér þess að komast um borð í geimstöðina. Þó hann hafi ferðast mun lengra með Enterprise á árum sínum þar um borð hefur Doohan nú farið rúmlega 70 þúsund sinnum um jörðina. Það samsvarar um 2,7 milljörðum kílómetra. Í samtali við Times segir Garriott að fjölskylda leikarans hafi verið hæstánægð en það hafi alltaf verið leiðinlegt að geta ekki talað um þetta. Nú telji þau að nægur tími sé liðinn svo það sé í lagi. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem hluti af ösku Doohan er sendur út í geim. Árið 2008 skaut SpaceX smá ösku um borð í eldflaug sem bilaði þó snemma. Árið 2012 var það svo gert aftur en það flug heppnaðist betur, samkvæmt The Verge. Hér er tíst sonar Doohan þar sem hann sýnir kort eins og það sem Garriott smyglaði um borð í geimstöðina. Auk þess að innihalda mynd af Doohan innihélt kortið einnig hluta af ösku hans. Here is the laminated card that @RichardGarriott gave to me. #startrek @NASAJPL #nasa pic.twitter.com/MS4wv2DJoy— Chris Doohan (@ChrisDoohan) December 26, 2020 Geimurinn SpaceX Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira
Sunday Times sagði frá því á föstudaginn að Richard Garriott, einn fyrstu almennu borgaranna til að ferðast út í geim, laumaði ösku Doohan og mynd af honum með sér í með sér til geimstöðvarinnar og kom hann því fyrir undir gólfinu í Columbus-hluta geimstöðvarinnar. Þeta gerði Garriott að ósk fjölskyldu Doohan en opinberri beiðni þeirra hafði verið hafnað. Doohan dó árið 2005, þá 85 ára gamall. Hann hafði óskað sér þess að komast um borð í geimstöðina. Þó hann hafi ferðast mun lengra með Enterprise á árum sínum þar um borð hefur Doohan nú farið rúmlega 70 þúsund sinnum um jörðina. Það samsvarar um 2,7 milljörðum kílómetra. Í samtali við Times segir Garriott að fjölskylda leikarans hafi verið hæstánægð en það hafi alltaf verið leiðinlegt að geta ekki talað um þetta. Nú telji þau að nægur tími sé liðinn svo það sé í lagi. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem hluti af ösku Doohan er sendur út í geim. Árið 2008 skaut SpaceX smá ösku um borð í eldflaug sem bilaði þó snemma. Árið 2012 var það svo gert aftur en það flug heppnaðist betur, samkvæmt The Verge. Hér er tíst sonar Doohan þar sem hann sýnir kort eins og það sem Garriott smyglaði um borð í geimstöðina. Auk þess að innihalda mynd af Doohan innihélt kortið einnig hluta af ösku hans. Here is the laminated card that @RichardGarriott gave to me. #startrek @NASAJPL #nasa pic.twitter.com/MS4wv2DJoy— Chris Doohan (@ChrisDoohan) December 26, 2020
Geimurinn SpaceX Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira