Ösku upprunalega „Scotty“ var smyglað í geimstöðina 2008 Samúel Karl Ólason skrifar 27. desember 2020 22:20 „Scotty“ ásamt öðrum úr áhfön Enterprise árið 2003. Frá vinstri: Nichelle Nichols (Ahura), William Shatner (Cpt. Kirk), James Doohan (Scotty) og Leonard Nimoy (Spock). Getty/Kevin Winter Ösku leikarans James Doohan, sem var hvað þekktastur fyrir að leika Montgomery Scott í upprunalegu Star Trek sjónvarpsseríunni, var smyglað um borð í Alþjóðlegu geimstöðina árið 2008. Mjög fáir hafa vitað af því þar til nú. Sunday Times sagði frá því á föstudaginn að Richard Garriott, einn fyrstu almennu borgaranna til að ferðast út í geim, laumaði ösku Doohan og mynd af honum með sér í með sér til geimstöðvarinnar og kom hann því fyrir undir gólfinu í Columbus-hluta geimstöðvarinnar. Þeta gerði Garriott að ósk fjölskyldu Doohan en opinberri beiðni þeirra hafði verið hafnað. Doohan dó árið 2005, þá 85 ára gamall. Hann hafði óskað sér þess að komast um borð í geimstöðina. Þó hann hafi ferðast mun lengra með Enterprise á árum sínum þar um borð hefur Doohan nú farið rúmlega 70 þúsund sinnum um jörðina. Það samsvarar um 2,7 milljörðum kílómetra. Í samtali við Times segir Garriott að fjölskylda leikarans hafi verið hæstánægð en það hafi alltaf verið leiðinlegt að geta ekki talað um þetta. Nú telji þau að nægur tími sé liðinn svo það sé í lagi. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem hluti af ösku Doohan er sendur út í geim. Árið 2008 skaut SpaceX smá ösku um borð í eldflaug sem bilaði þó snemma. Árið 2012 var það svo gert aftur en það flug heppnaðist betur, samkvæmt The Verge. Hér er tíst sonar Doohan þar sem hann sýnir kort eins og það sem Garriott smyglaði um borð í geimstöðina. Auk þess að innihalda mynd af Doohan innihélt kortið einnig hluta af ösku hans. Here is the laminated card that @RichardGarriott gave to me. #startrek @NASAJPL #nasa pic.twitter.com/MS4wv2DJoy— Chris Doohan (@ChrisDoohan) December 26, 2020 Geimurinn SpaceX Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Fleiri fréttir Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar Sjá meira
Sunday Times sagði frá því á föstudaginn að Richard Garriott, einn fyrstu almennu borgaranna til að ferðast út í geim, laumaði ösku Doohan og mynd af honum með sér í með sér til geimstöðvarinnar og kom hann því fyrir undir gólfinu í Columbus-hluta geimstöðvarinnar. Þeta gerði Garriott að ósk fjölskyldu Doohan en opinberri beiðni þeirra hafði verið hafnað. Doohan dó árið 2005, þá 85 ára gamall. Hann hafði óskað sér þess að komast um borð í geimstöðina. Þó hann hafi ferðast mun lengra með Enterprise á árum sínum þar um borð hefur Doohan nú farið rúmlega 70 þúsund sinnum um jörðina. Það samsvarar um 2,7 milljörðum kílómetra. Í samtali við Times segir Garriott að fjölskylda leikarans hafi verið hæstánægð en það hafi alltaf verið leiðinlegt að geta ekki talað um þetta. Nú telji þau að nægur tími sé liðinn svo það sé í lagi. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem hluti af ösku Doohan er sendur út í geim. Árið 2008 skaut SpaceX smá ösku um borð í eldflaug sem bilaði þó snemma. Árið 2012 var það svo gert aftur en það flug heppnaðist betur, samkvæmt The Verge. Hér er tíst sonar Doohan þar sem hann sýnir kort eins og það sem Garriott smyglaði um borð í geimstöðina. Auk þess að innihalda mynd af Doohan innihélt kortið einnig hluta af ösku hans. Here is the laminated card that @RichardGarriott gave to me. #startrek @NASAJPL #nasa pic.twitter.com/MS4wv2DJoy— Chris Doohan (@ChrisDoohan) December 26, 2020
Geimurinn SpaceX Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Fleiri fréttir Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar Sjá meira