Ævintýri Justin Shouse á Íslandi í heimildarmyndinni „Kjúklingur og körfubolti“ í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. desember 2020 12:00 Justin Shouse var kjörinn mikilvægasti leikmaðurinn í bikarúrslitaleiknum árið 2015. Hér fær hann verðlaunin frá Hannesi Jónssyni formanni KKÍ. vísir/þórdís Justin Shouse kom til Íslands fyrir fimmtán árum og er einn af eftirminnilegustu körfuboltamönnum sem leikið hafa í efstu deild á Íslandi. Hann átti skilið að fá um sig heimildarmynd sem verður frumsýnd í kvöld. Stöð 2 Sport sýnir í kvöld heimildarmynd um ævintýri Justin Shouse á Íslandi en hún hefur fengið nafnið „Kjúklingur og körfubolti“ og er í umsjón Kjartans Atla Kjartanssonar. Justin Shouse kom til Íslands fyrst árið 2005 til að spila körfubolta með Drang í Vík í Mýrdal. Hann kom hingað frá Erie í Pennsylvaniu þar sem hann hafði spilað með Mercyhurst University í bandaríska háskólaboltanum. Eftir eitt magnað tímabil með Drangi í 1. deildinni þar sem Justin skoraði 37,7 stig í leik þá fékk hann tækifæri með Snæfelli í úrvalsdeildinni. Justin Shouse spilaði tvö tímabil með Snæfelli og varð bikarmeistari með liðinu 2008. Tímabilið eftir fór hann til Stjörnunnar þar sem hann spilaði síðustu níu tímabil sín á ferlinum. Shouse var í ítarlegu viðtali við Vísi árið 2013 þar sem hann fór um víðan völl. Justin náði ekki að verða Íslandsmeistari með Stjörnunni en hann bætti við þremur bikarmeistaratitlum. Justin Shouse var tvisvar kosinn besti leikmaður tímabilsins eftir að hann fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2011. Shouse sló stoðsendingametið í úrvalsdeildinni á sínum ferli en það var áður í eigu Jóns Arnars Ingvarssonar. Justin Shouse var alls með 4606 stig og 1486 stoðsendingar í 230 leikjum í úrvalsdeildinni eða 20,0 stig og 6,5 stoðsendingar í leik. AMAZING NEWS! The documentary, Justin Shouse: Kjúklingur og Körfubolti airs Monday, December 28th at 20:00 on Stöð 2...Posted by Justin Shouse on Sunnudagur, 27. desember 2020 Hann er leikjahæsti (186 leikir), langstigahæsti (3757 stig) og langstoðsendingahæsti (1212 stoðsendingar) leikmaður Stjörnunnar í úrvalsdeildinni og árið 2019 heiðraði Stjarnan hann með því að hengja upp treyju númer 12 sem verður ekki notuð hjá Stjörnunni honum til heiðurs. Justin Shouse hefur verið mjög vinsæll kennari á Íslandi með því að spila körfubolta og eftir að hann hætti í körfunni þá stofnaði hann sinn eigin veitingastað. Kjúklingavængirnir hans hjá Vængjavagninnum Just Wingin it hafa slegið í gegn og koma auðvitað mikið við sögu í myndinni. Í heimildarmyndinni er annars farið yfir allan feril Justins sem og ævintýri hans utan vallar. Heimildarmyndin „Justin Shouse - Kjúklingur og körfubolti“ verður frumsýnd klukkan 20.00 á Stöð 2 Sport í kvöld. Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Stöð 2 Sport sýnir í kvöld heimildarmynd um ævintýri Justin Shouse á Íslandi en hún hefur fengið nafnið „Kjúklingur og körfubolti“ og er í umsjón Kjartans Atla Kjartanssonar. Justin Shouse kom til Íslands fyrst árið 2005 til að spila körfubolta með Drang í Vík í Mýrdal. Hann kom hingað frá Erie í Pennsylvaniu þar sem hann hafði spilað með Mercyhurst University í bandaríska háskólaboltanum. Eftir eitt magnað tímabil með Drangi í 1. deildinni þar sem Justin skoraði 37,7 stig í leik þá fékk hann tækifæri með Snæfelli í úrvalsdeildinni. Justin Shouse spilaði tvö tímabil með Snæfelli og varð bikarmeistari með liðinu 2008. Tímabilið eftir fór hann til Stjörnunnar þar sem hann spilaði síðustu níu tímabil sín á ferlinum. Shouse var í ítarlegu viðtali við Vísi árið 2013 þar sem hann fór um víðan völl. Justin náði ekki að verða Íslandsmeistari með Stjörnunni en hann bætti við þremur bikarmeistaratitlum. Justin Shouse var tvisvar kosinn besti leikmaður tímabilsins eftir að hann fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2011. Shouse sló stoðsendingametið í úrvalsdeildinni á sínum ferli en það var áður í eigu Jóns Arnars Ingvarssonar. Justin Shouse var alls með 4606 stig og 1486 stoðsendingar í 230 leikjum í úrvalsdeildinni eða 20,0 stig og 6,5 stoðsendingar í leik. AMAZING NEWS! The documentary, Justin Shouse: Kjúklingur og Körfubolti airs Monday, December 28th at 20:00 on Stöð 2...Posted by Justin Shouse on Sunnudagur, 27. desember 2020 Hann er leikjahæsti (186 leikir), langstigahæsti (3757 stig) og langstoðsendingahæsti (1212 stoðsendingar) leikmaður Stjörnunnar í úrvalsdeildinni og árið 2019 heiðraði Stjarnan hann með því að hengja upp treyju númer 12 sem verður ekki notuð hjá Stjörnunni honum til heiðurs. Justin Shouse hefur verið mjög vinsæll kennari á Íslandi með því að spila körfubolta og eftir að hann hætti í körfunni þá stofnaði hann sinn eigin veitingastað. Kjúklingavængirnir hans hjá Vængjavagninnum Just Wingin it hafa slegið í gegn og koma auðvitað mikið við sögu í myndinni. Í heimildarmyndinni er annars farið yfir allan feril Justins sem og ævintýri hans utan vallar. Heimildarmyndin „Justin Shouse - Kjúklingur og körfubolti“ verður frumsýnd klukkan 20.00 á Stöð 2 Sport í kvöld.
Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira