40 fjölskyldur fengu að snúa heim í dag Sunna Sæmundsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 28. desember 2020 20:45 Loftmyndir frá Seyðisfirði sýna greinilega þá eyðileggingu sem orðið hefur. Vísir/Egill Fjörutíu fjölskyldur fengu að snúa aftur heim á Seyðisfjörð í dag eftir að rýmingum var aflétt að hluta. Einhverjir eru þó enn óöruggir og treysta sér ekki aftur í bæinn. Áfram er í gildi hættustig á Seyðisfirði en stöðugleiki hefur farið vaxandi og ekki hefur mælst hreyfing á skriðusvæðinu síðasta sólarhringinn. Í dag var því ákveðið að aflétta rýmingu að hluta. „Þannig að fólk í einhverjum fjörtíu húsum í götum þarna ofar í hlíðinni er öruggt að snúa aftur heim,“ segir Björn Oddsson, hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. Fjöldi húsa eru illa farin, skemmd eða ónýt eftir skriðurnar og ekki er víst hvað bíður fólksins sem nú er að fara heim. „En það þarf náttúrlega að tryggja að aðkoma húsanna sé í lagi, það er að segja ef það er aur eða annað á götum og síðan þarf bara að skoða vel hvernig húsin hafa orðið úti eftir skriðuföll síðustu daga,“ segir Björn. Enn eru þó um eitt hundrað manns sem ekki mega snúa á heimili sín á rýmingarsvæðinu. Íbúarnir mega þó fara í björtu í fylgd björgunarsveita að ná í nauðsynjar á heimili sín. „En svo á eftir að koma í ljós hversu margir ákveða að snúa heim,“ segir Björn. Ljóst er að íbúar urðu fyrir miklu áfalli og við síðustu afléttingu á rýmingu treystu sér ekki allir þeir sem sem máttu fara til baka, til að gera svo. Björn segir að fólkinu hafi þó verið tryggður sálrænn stuðningur. Hreinsunarstarfi var slegið á frest yfir hátíðirnar vegna hláku og rigningar en á næstu dögum stendur til að halda því áfram, tryggja aðgengi að húsum og síðan meta ástand þeirra. Eru margir að fara taka þátt íþví? „Eins margir og hægt er en við erum ekki að fara með óþarfa mikið af mannskap inn á svæði sem að hugsanlega eru ennþá talin hættuleg,“ segir Björn. Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Náttúruhamfarir Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Áfram er í gildi hættustig á Seyðisfirði en stöðugleiki hefur farið vaxandi og ekki hefur mælst hreyfing á skriðusvæðinu síðasta sólarhringinn. Í dag var því ákveðið að aflétta rýmingu að hluta. „Þannig að fólk í einhverjum fjörtíu húsum í götum þarna ofar í hlíðinni er öruggt að snúa aftur heim,“ segir Björn Oddsson, hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. Fjöldi húsa eru illa farin, skemmd eða ónýt eftir skriðurnar og ekki er víst hvað bíður fólksins sem nú er að fara heim. „En það þarf náttúrlega að tryggja að aðkoma húsanna sé í lagi, það er að segja ef það er aur eða annað á götum og síðan þarf bara að skoða vel hvernig húsin hafa orðið úti eftir skriðuföll síðustu daga,“ segir Björn. Enn eru þó um eitt hundrað manns sem ekki mega snúa á heimili sín á rýmingarsvæðinu. Íbúarnir mega þó fara í björtu í fylgd björgunarsveita að ná í nauðsynjar á heimili sín. „En svo á eftir að koma í ljós hversu margir ákveða að snúa heim,“ segir Björn. Ljóst er að íbúar urðu fyrir miklu áfalli og við síðustu afléttingu á rýmingu treystu sér ekki allir þeir sem sem máttu fara til baka, til að gera svo. Björn segir að fólkinu hafi þó verið tryggður sálrænn stuðningur. Hreinsunarstarfi var slegið á frest yfir hátíðirnar vegna hláku og rigningar en á næstu dögum stendur til að halda því áfram, tryggja aðgengi að húsum og síðan meta ástand þeirra. Eru margir að fara taka þátt íþví? „Eins margir og hægt er en við erum ekki að fara með óþarfa mikið af mannskap inn á svæði sem að hugsanlega eru ennþá talin hættuleg,“ segir Björn.
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Náttúruhamfarir Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent