Brenndi súkkulaðikökuna á grillinu en reddaði sér með balsamik ediki til að fá rétt útlit Stefán Árni Pálsson skrifar 29. desember 2020 15:29 Alfreð er ekki meistarabakari. Alfreð Fannar Björnsson, betur þekktur sem BBQ kóngurinn, prófaði nýstárlega uppskrift á dögunum í jólaþætti BBQ kóngsins. Alfreð er ekki þekktur fyrir bakstur og klúðrar yfirleitt öllu sem hann bakar. Í þáttunum Jólagrill BBQ kóngsins ákvað hann að gera blauta súkkulaði köku á grillinu. En það heppnaðist ekki betur en svo að kakan brann og var allt annað en blaut í miðjunni. Kakan var sett á disk en leit alls ekki vel út á mynd og voru því góð ráð dýr og ekki nægur tími til þess að gera uppskriftina aftur. Alfreð náði þá í balsamik edik sem er einmitt svart og glansandi á litinn og blandaði saman við kökuna og stráði svo smá ediki yfir kökuna í endann. Eftir þessa björgun leit kakan furðu vel út á mynd en var gjörsamlega óæt fyrir vikið. Alfreð sagði frá þessu í Bítinu á Bylgjunni á dögunum. Klippa: Brenndi súkkulaðikökuna á grillinu en reddaði sér með balsamik ediki til að fá rétt útlit Hér að neðan má síðan sjá atriðið sjálft úr þáttunum. Klippa: BBQ-kóngurinn: Blaut súkkulaðikaka á grillinu BBQ kóngurinn Uppskriftir Matur Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Alfreð er ekki þekktur fyrir bakstur og klúðrar yfirleitt öllu sem hann bakar. Í þáttunum Jólagrill BBQ kóngsins ákvað hann að gera blauta súkkulaði köku á grillinu. En það heppnaðist ekki betur en svo að kakan brann og var allt annað en blaut í miðjunni. Kakan var sett á disk en leit alls ekki vel út á mynd og voru því góð ráð dýr og ekki nægur tími til þess að gera uppskriftina aftur. Alfreð náði þá í balsamik edik sem er einmitt svart og glansandi á litinn og blandaði saman við kökuna og stráði svo smá ediki yfir kökuna í endann. Eftir þessa björgun leit kakan furðu vel út á mynd en var gjörsamlega óæt fyrir vikið. Alfreð sagði frá þessu í Bítinu á Bylgjunni á dögunum. Klippa: Brenndi súkkulaðikökuna á grillinu en reddaði sér með balsamik ediki til að fá rétt útlit Hér að neðan má síðan sjá atriðið sjálft úr þáttunum. Klippa: BBQ-kóngurinn: Blaut súkkulaðikaka á grillinu
BBQ kóngurinn Uppskriftir Matur Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira