Sara Björk skrifaði söguna með þrenns konar hætti í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2020 09:00 Sara Björk Gunnarsdóttir kyssir hér bikarinn í gærkvöldi sem hún hlaut í annað skiptið á þremur árum. BRAGI VALGEIRSSON Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir setti þrjú ný met og jafnaði tvö til viðbótar þegar hún var kjörin Íþróttamaður ársins í gærkvöldi. Það hafa sjaldan verið slegið jafnmörg met í einu í 65 ára sögu kjör Íþróttamanns ársins og í gærkvöldi þegar Sara Björk Gunnarsdóttir hlaut útnefninguna fyrir árið 2020. Sara Björk skrifaði nafn sitt efst á lista á fimm listum með kjöri sínu en hér fyrir neðan má sjá metin sem hún sló í gær. Hver íþróttafréttamaður setur tíu nöfn íþróttafólks á blað. Sá sem settur er í efsta sæti fær 20 stig, 2. sætið gefur 15 stig, 3. sætið 10 stig, 4. sætið 7 stig, 5. sætið 6 stig, 6. sætið 5 stig, 7. sætið 4 stig, 8. sætið 3 stig, 9. sætið 2 stig og 10. sætið á hverjum atkvæðaseðli gefur 1 stig. Sara Björk hlaut fullt hús stiga í kosningunni í ár eða alls 600 stig. Þetta er tólfta sinn í 65 ára sögu kjörsins sem Íþróttamaður ársins er kosinn með fullu húsi stiga en Sara er sá níundi sem afrekar það. Tuttugu meðlimir kusu árið 2009 þegar síðast var um fullt hús að ræða en sem fyrr segir kusu 30 að þessu sinni og hefur íþróttamaður ársins því aldrei fengið fullt hús frá jafnmörgum meðlimum Samtaka íþróttafréttamanna og um er að ræða metfjölda stiga. Þá er þetta einnig stærsti sigur sögunnar, 244 stiga munur. Sara bætti gamla met Ólafs Stefánssonar um sautján stig. Sara Björk var ein af sjö konum sem höfðu hlotið nafnbótina Íþróttamaður ársins en varð í gær sú fyrsta til að hljóta hana tvisvar. Sara komst líka í hóp þeirra knattspyrnumanna sem hafa oftast verið kosnir Íþróttamaður ársins. Metkvöldið hjá Söru Björk Gunnarsdóttur 29. desember 2020: Vinna með fullt hús stiga - metjöfnun (níunda skiptið) Flest stig fengin í kjörinu (600 stig) - Gamla metið: Margrét Lára Viðarsdóttir 496 stig, 2007 Stærsti sigur í sigur í kjörinu (244 stiga forskot) - Gamla metið: Ólafur Stefánsson 227 stig, 2002 Fyrsta konan til að vera kjörin tvisvar Íþróttamaður ársins - Gamla metið: 1 - Sigríður Sigurðardóttir, Ragnheiður Runólfsdóttir, Vala Flosadóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Eygló Ósk Gústafsdóttir, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Sara Björk. Oftast kjörin af knattspyrnufólki - metjöfnun (Fjórði knattspyrnumaðurinn með 2 titla) Íþróttamaður ársins Fótbolti Tengdar fréttir Sara Björk: Þetta er kvennaárið „Tilfinningin er geggjuð,“ voru fyrstu viðbrögð Söru Bjarkar Gunnarsdóttur eftir að hún var kjörinn Íþróttamaður ársins 2020 í kvöld. 29. desember 2020 20:43 Sara Björk íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir er íþróttamaður ársins 2020 að mati Samtaka íþróttafréttamanna. Þetta er í annað sinn sem Sara hlýtur nafnbótina og er hún fyrst kvenna til þess að hljóta nafnbótina í tvígang. 29. desember 2020 20:23 Þessi fengu stig í kjörinu á íþróttamanni ársins, liði ársins og þjálfara ársins Samtök íþróttafréttamanna hafa gefið út hvaða íþróttamenn fengu atkvæði í kjörinu á Íþróttamanni ársins, liði ársins og þjálfara ársins. 29. desember 2020 21:14 Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Sport Fleiri fréttir Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Sjá meira
Það hafa sjaldan verið slegið jafnmörg met í einu í 65 ára sögu kjör Íþróttamanns ársins og í gærkvöldi þegar Sara Björk Gunnarsdóttir hlaut útnefninguna fyrir árið 2020. Sara Björk skrifaði nafn sitt efst á lista á fimm listum með kjöri sínu en hér fyrir neðan má sjá metin sem hún sló í gær. Hver íþróttafréttamaður setur tíu nöfn íþróttafólks á blað. Sá sem settur er í efsta sæti fær 20 stig, 2. sætið gefur 15 stig, 3. sætið 10 stig, 4. sætið 7 stig, 5. sætið 6 stig, 6. sætið 5 stig, 7. sætið 4 stig, 8. sætið 3 stig, 9. sætið 2 stig og 10. sætið á hverjum atkvæðaseðli gefur 1 stig. Sara Björk hlaut fullt hús stiga í kosningunni í ár eða alls 600 stig. Þetta er tólfta sinn í 65 ára sögu kjörsins sem Íþróttamaður ársins er kosinn með fullu húsi stiga en Sara er sá níundi sem afrekar það. Tuttugu meðlimir kusu árið 2009 þegar síðast var um fullt hús að ræða en sem fyrr segir kusu 30 að þessu sinni og hefur íþróttamaður ársins því aldrei fengið fullt hús frá jafnmörgum meðlimum Samtaka íþróttafréttamanna og um er að ræða metfjölda stiga. Þá er þetta einnig stærsti sigur sögunnar, 244 stiga munur. Sara bætti gamla met Ólafs Stefánssonar um sautján stig. Sara Björk var ein af sjö konum sem höfðu hlotið nafnbótina Íþróttamaður ársins en varð í gær sú fyrsta til að hljóta hana tvisvar. Sara komst líka í hóp þeirra knattspyrnumanna sem hafa oftast verið kosnir Íþróttamaður ársins. Metkvöldið hjá Söru Björk Gunnarsdóttur 29. desember 2020: Vinna með fullt hús stiga - metjöfnun (níunda skiptið) Flest stig fengin í kjörinu (600 stig) - Gamla metið: Margrét Lára Viðarsdóttir 496 stig, 2007 Stærsti sigur í sigur í kjörinu (244 stiga forskot) - Gamla metið: Ólafur Stefánsson 227 stig, 2002 Fyrsta konan til að vera kjörin tvisvar Íþróttamaður ársins - Gamla metið: 1 - Sigríður Sigurðardóttir, Ragnheiður Runólfsdóttir, Vala Flosadóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Eygló Ósk Gústafsdóttir, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Sara Björk. Oftast kjörin af knattspyrnufólki - metjöfnun (Fjórði knattspyrnumaðurinn með 2 titla)
Metkvöldið hjá Söru Björk Gunnarsdóttur 29. desember 2020: Vinna með fullt hús stiga - metjöfnun (níunda skiptið) Flest stig fengin í kjörinu (600 stig) - Gamla metið: Margrét Lára Viðarsdóttir 496 stig, 2007 Stærsti sigur í sigur í kjörinu (244 stiga forskot) - Gamla metið: Ólafur Stefánsson 227 stig, 2002 Fyrsta konan til að vera kjörin tvisvar Íþróttamaður ársins - Gamla metið: 1 - Sigríður Sigurðardóttir, Ragnheiður Runólfsdóttir, Vala Flosadóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Eygló Ósk Gústafsdóttir, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Sara Björk. Oftast kjörin af knattspyrnufólki - metjöfnun (Fjórði knattspyrnumaðurinn með 2 titla)
Íþróttamaður ársins Fótbolti Tengdar fréttir Sara Björk: Þetta er kvennaárið „Tilfinningin er geggjuð,“ voru fyrstu viðbrögð Söru Bjarkar Gunnarsdóttur eftir að hún var kjörinn Íþróttamaður ársins 2020 í kvöld. 29. desember 2020 20:43 Sara Björk íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir er íþróttamaður ársins 2020 að mati Samtaka íþróttafréttamanna. Þetta er í annað sinn sem Sara hlýtur nafnbótina og er hún fyrst kvenna til þess að hljóta nafnbótina í tvígang. 29. desember 2020 20:23 Þessi fengu stig í kjörinu á íþróttamanni ársins, liði ársins og þjálfara ársins Samtök íþróttafréttamanna hafa gefið út hvaða íþróttamenn fengu atkvæði í kjörinu á Íþróttamanni ársins, liði ársins og þjálfara ársins. 29. desember 2020 21:14 Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Sport Fleiri fréttir Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Sjá meira
Sara Björk: Þetta er kvennaárið „Tilfinningin er geggjuð,“ voru fyrstu viðbrögð Söru Bjarkar Gunnarsdóttur eftir að hún var kjörinn Íþróttamaður ársins 2020 í kvöld. 29. desember 2020 20:43
Sara Björk íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir er íþróttamaður ársins 2020 að mati Samtaka íþróttafréttamanna. Þetta er í annað sinn sem Sara hlýtur nafnbótina og er hún fyrst kvenna til þess að hljóta nafnbótina í tvígang. 29. desember 2020 20:23
Þessi fengu stig í kjörinu á íþróttamanni ársins, liði ársins og þjálfara ársins Samtök íþróttafréttamanna hafa gefið út hvaða íþróttamenn fengu atkvæði í kjörinu á Íþróttamanni ársins, liði ársins og þjálfara ársins. 29. desember 2020 21:14