Jarðfræðingur útskýrir hvað býr að baki leirskriðunum í Ask Kristín Ólafsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 31. desember 2020 12:21 Þorsteinn Sæmundsson, jarðfræðingur hjá Jarðvísindastofnun. Skjáskot/Stöð 2 Jarðfræðingur segir jarðveginn á skriðusvæðinu í norska bænum Ask, þar sem gríðarmiklar leirskriður féllu í fyrrinótt, mjög „óstabílann“, einkum eftir rigningar undanfarna daga. Líta þurfi allt að tólf þúsund ár aftur í tímann til að skilja hvað býr að baki. Tíu er enn saknað í norska bænum Ask, þar sem gríðarlegar leirskriður féllu í fyrrinótt. Leitarhundur ásamt þjálfara, voru látnir síga niður úr þyrlu á hamfarasvæðinu í nótt til að meta aðstæður og leita að fólki. Enginn fannst í aðgerðinni. Lögregla hefur enn ekki komist inn á skriðusvæðið og fer leit því fram með þyrlum, drónum og hitamyndavélum. Leit stóð yfir í alla nótt án árangurs, að því er fram kemur í norskum fjölmiðlum í morgun. Áfram verður leitað í dag. Þorsteinn Sæmundsson jarðfræðingur hjá jarðvísindastofnun segir í samtali við fréttastofu að til að skilja skriðuföllin þurfi að fara um tíu til tólf þúsund ár aftur í tímann. Í lok síðasta kuldaskeiðs hafi jökull á svæðinu hörfað en bælt landið niður áður. „Þannig að þegar ísinn bráðnaði hækkaði í heimshöfunum, sjór fylgdi í kjölfar hörfandi jökla og leysingavatnið eða jökulárnar fluttu út til hafs mikið af efni, meðal annars þennan leir, jökulleir sem settist til á hafsbotni og þessi kvikleir er í raun og veru leir sem sest til í sjávarumhverfi. Saltið í sjónum er lykillinn að því að efnið er að skríða á þann hátt sem það er að gera.“ Erfitt að spá fyrir um skriðurnar Hann segir að það ætti í raun ekki að koma á óvart að skriða hafi fallið á svæðinu. „Nei, samkvæmt kortlagningu NVE var þetta svæði kortlagt sem leirskriðu-svæði og hefði í raun ekki átt að koma þannig lagað á óvart. En það er mjög erfitt að segja til um hvenær og hvort þessar skriður falla eða ekki. Þetta er svolítið öðruvísi en önnur ofanflóðavá sem er vöktuð,“ segir Þorsteinn. „Þetta er sambland af þáttum sem ná yfir mjög langan tíma.“ Noregur er talinn framarlega í ofanflóðavörnum. Inntur eftir því hvort það hafi verið undarlegt að svona hamfarir hafi getað orðið segir Þorsteinn að þetta sé ekki einsdæmi. „Þetta eru stór svæði, ekki bara í noregi heldur í Skandinavíu, bretlandseyjum og norðurhluta Bandaríkjunum sem eru með þessi setlög. Þetta er ekkert einsdæmi. En þetta er mjög slæmt því þetta er nánast inni í miðju íbúðahverfi.“ Skriðan étur sig áfram inn í landið Þá bendir hann á að mjög stórar leirskriður hafi orðið í Noregi í gegnum tíðina. Skriðurnar séu mismunandi að stærð. Skriðan sem féll í Ask var mjög stór og féll beint á byggð, sem gerir hana einmitt svo slæma. „Það sem maður sér af myndum eru þessir atburðir þannig að þú byrjar á einhverjum einum stað og svo étur skriðan sig áfram inn í landið, eða frá upptakapunktinum. Eins og þeir lýsa þessu er þetta mjög óstabílt, þetta eru snarbrattir veggir, og þess vegna rýma þeir svona stórt svæði í kringum þetta því þeir vita ekki hvernig þetta mun haga sér eða ná langt.“ Þá bendir Þorsteinn á að gríðarleg úrkoma hafi verið undanfarið á svæðinu, sem bæti ekki ástandið. „Þess vegna fara þeir mjög varlega og það er ómögulegt í rauninni að segja hvernig þetta heldur áfram. Og ástandið mjög slæmt. Og samkvæmt nýjustu fréttum tíu enn saknað, og það er náttúrulega það sem er alvarlegast við þetta.“ Noregur Náttúruhamfarir Leirskriður í Ask Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira
Tíu er enn saknað í norska bænum Ask, þar sem gríðarlegar leirskriður féllu í fyrrinótt. Leitarhundur ásamt þjálfara, voru látnir síga niður úr þyrlu á hamfarasvæðinu í nótt til að meta aðstæður og leita að fólki. Enginn fannst í aðgerðinni. Lögregla hefur enn ekki komist inn á skriðusvæðið og fer leit því fram með þyrlum, drónum og hitamyndavélum. Leit stóð yfir í alla nótt án árangurs, að því er fram kemur í norskum fjölmiðlum í morgun. Áfram verður leitað í dag. Þorsteinn Sæmundsson jarðfræðingur hjá jarðvísindastofnun segir í samtali við fréttastofu að til að skilja skriðuföllin þurfi að fara um tíu til tólf þúsund ár aftur í tímann. Í lok síðasta kuldaskeiðs hafi jökull á svæðinu hörfað en bælt landið niður áður. „Þannig að þegar ísinn bráðnaði hækkaði í heimshöfunum, sjór fylgdi í kjölfar hörfandi jökla og leysingavatnið eða jökulárnar fluttu út til hafs mikið af efni, meðal annars þennan leir, jökulleir sem settist til á hafsbotni og þessi kvikleir er í raun og veru leir sem sest til í sjávarumhverfi. Saltið í sjónum er lykillinn að því að efnið er að skríða á þann hátt sem það er að gera.“ Erfitt að spá fyrir um skriðurnar Hann segir að það ætti í raun ekki að koma á óvart að skriða hafi fallið á svæðinu. „Nei, samkvæmt kortlagningu NVE var þetta svæði kortlagt sem leirskriðu-svæði og hefði í raun ekki átt að koma þannig lagað á óvart. En það er mjög erfitt að segja til um hvenær og hvort þessar skriður falla eða ekki. Þetta er svolítið öðruvísi en önnur ofanflóðavá sem er vöktuð,“ segir Þorsteinn. „Þetta er sambland af þáttum sem ná yfir mjög langan tíma.“ Noregur er talinn framarlega í ofanflóðavörnum. Inntur eftir því hvort það hafi verið undarlegt að svona hamfarir hafi getað orðið segir Þorsteinn að þetta sé ekki einsdæmi. „Þetta eru stór svæði, ekki bara í noregi heldur í Skandinavíu, bretlandseyjum og norðurhluta Bandaríkjunum sem eru með þessi setlög. Þetta er ekkert einsdæmi. En þetta er mjög slæmt því þetta er nánast inni í miðju íbúðahverfi.“ Skriðan étur sig áfram inn í landið Þá bendir hann á að mjög stórar leirskriður hafi orðið í Noregi í gegnum tíðina. Skriðurnar séu mismunandi að stærð. Skriðan sem féll í Ask var mjög stór og féll beint á byggð, sem gerir hana einmitt svo slæma. „Það sem maður sér af myndum eru þessir atburðir þannig að þú byrjar á einhverjum einum stað og svo étur skriðan sig áfram inn í landið, eða frá upptakapunktinum. Eins og þeir lýsa þessu er þetta mjög óstabílt, þetta eru snarbrattir veggir, og þess vegna rýma þeir svona stórt svæði í kringum þetta því þeir vita ekki hvernig þetta mun haga sér eða ná langt.“ Þá bendir Þorsteinn á að gríðarleg úrkoma hafi verið undanfarið á svæðinu, sem bæti ekki ástandið. „Þess vegna fara þeir mjög varlega og það er ómögulegt í rauninni að segja hvernig þetta heldur áfram. Og ástandið mjög slæmt. Og samkvæmt nýjustu fréttum tíu enn saknað, og það er náttúrulega það sem er alvarlegast við þetta.“
Noregur Náttúruhamfarir Leirskriður í Ask Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira