Jarðfræðingur útskýrir hvað býr að baki leirskriðunum í Ask Kristín Ólafsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 31. desember 2020 12:21 Þorsteinn Sæmundsson, jarðfræðingur hjá Jarðvísindastofnun. Skjáskot/Stöð 2 Jarðfræðingur segir jarðveginn á skriðusvæðinu í norska bænum Ask, þar sem gríðarmiklar leirskriður féllu í fyrrinótt, mjög „óstabílann“, einkum eftir rigningar undanfarna daga. Líta þurfi allt að tólf þúsund ár aftur í tímann til að skilja hvað býr að baki. Tíu er enn saknað í norska bænum Ask, þar sem gríðarlegar leirskriður féllu í fyrrinótt. Leitarhundur ásamt þjálfara, voru látnir síga niður úr þyrlu á hamfarasvæðinu í nótt til að meta aðstæður og leita að fólki. Enginn fannst í aðgerðinni. Lögregla hefur enn ekki komist inn á skriðusvæðið og fer leit því fram með þyrlum, drónum og hitamyndavélum. Leit stóð yfir í alla nótt án árangurs, að því er fram kemur í norskum fjölmiðlum í morgun. Áfram verður leitað í dag. Þorsteinn Sæmundsson jarðfræðingur hjá jarðvísindastofnun segir í samtali við fréttastofu að til að skilja skriðuföllin þurfi að fara um tíu til tólf þúsund ár aftur í tímann. Í lok síðasta kuldaskeiðs hafi jökull á svæðinu hörfað en bælt landið niður áður. „Þannig að þegar ísinn bráðnaði hækkaði í heimshöfunum, sjór fylgdi í kjölfar hörfandi jökla og leysingavatnið eða jökulárnar fluttu út til hafs mikið af efni, meðal annars þennan leir, jökulleir sem settist til á hafsbotni og þessi kvikleir er í raun og veru leir sem sest til í sjávarumhverfi. Saltið í sjónum er lykillinn að því að efnið er að skríða á þann hátt sem það er að gera.“ Erfitt að spá fyrir um skriðurnar Hann segir að það ætti í raun ekki að koma á óvart að skriða hafi fallið á svæðinu. „Nei, samkvæmt kortlagningu NVE var þetta svæði kortlagt sem leirskriðu-svæði og hefði í raun ekki átt að koma þannig lagað á óvart. En það er mjög erfitt að segja til um hvenær og hvort þessar skriður falla eða ekki. Þetta er svolítið öðruvísi en önnur ofanflóðavá sem er vöktuð,“ segir Þorsteinn. „Þetta er sambland af þáttum sem ná yfir mjög langan tíma.“ Noregur er talinn framarlega í ofanflóðavörnum. Inntur eftir því hvort það hafi verið undarlegt að svona hamfarir hafi getað orðið segir Þorsteinn að þetta sé ekki einsdæmi. „Þetta eru stór svæði, ekki bara í noregi heldur í Skandinavíu, bretlandseyjum og norðurhluta Bandaríkjunum sem eru með þessi setlög. Þetta er ekkert einsdæmi. En þetta er mjög slæmt því þetta er nánast inni í miðju íbúðahverfi.“ Skriðan étur sig áfram inn í landið Þá bendir hann á að mjög stórar leirskriður hafi orðið í Noregi í gegnum tíðina. Skriðurnar séu mismunandi að stærð. Skriðan sem féll í Ask var mjög stór og féll beint á byggð, sem gerir hana einmitt svo slæma. „Það sem maður sér af myndum eru þessir atburðir þannig að þú byrjar á einhverjum einum stað og svo étur skriðan sig áfram inn í landið, eða frá upptakapunktinum. Eins og þeir lýsa þessu er þetta mjög óstabílt, þetta eru snarbrattir veggir, og þess vegna rýma þeir svona stórt svæði í kringum þetta því þeir vita ekki hvernig þetta mun haga sér eða ná langt.“ Þá bendir Þorsteinn á að gríðarleg úrkoma hafi verið undanfarið á svæðinu, sem bæti ekki ástandið. „Þess vegna fara þeir mjög varlega og það er ómögulegt í rauninni að segja hvernig þetta heldur áfram. Og ástandið mjög slæmt. Og samkvæmt nýjustu fréttum tíu enn saknað, og það er náttúrulega það sem er alvarlegast við þetta.“ Noregur Náttúruhamfarir Leirskriður í Ask Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Tíu er enn saknað í norska bænum Ask, þar sem gríðarlegar leirskriður féllu í fyrrinótt. Leitarhundur ásamt þjálfara, voru látnir síga niður úr þyrlu á hamfarasvæðinu í nótt til að meta aðstæður og leita að fólki. Enginn fannst í aðgerðinni. Lögregla hefur enn ekki komist inn á skriðusvæðið og fer leit því fram með þyrlum, drónum og hitamyndavélum. Leit stóð yfir í alla nótt án árangurs, að því er fram kemur í norskum fjölmiðlum í morgun. Áfram verður leitað í dag. Þorsteinn Sæmundsson jarðfræðingur hjá jarðvísindastofnun segir í samtali við fréttastofu að til að skilja skriðuföllin þurfi að fara um tíu til tólf þúsund ár aftur í tímann. Í lok síðasta kuldaskeiðs hafi jökull á svæðinu hörfað en bælt landið niður áður. „Þannig að þegar ísinn bráðnaði hækkaði í heimshöfunum, sjór fylgdi í kjölfar hörfandi jökla og leysingavatnið eða jökulárnar fluttu út til hafs mikið af efni, meðal annars þennan leir, jökulleir sem settist til á hafsbotni og þessi kvikleir er í raun og veru leir sem sest til í sjávarumhverfi. Saltið í sjónum er lykillinn að því að efnið er að skríða á þann hátt sem það er að gera.“ Erfitt að spá fyrir um skriðurnar Hann segir að það ætti í raun ekki að koma á óvart að skriða hafi fallið á svæðinu. „Nei, samkvæmt kortlagningu NVE var þetta svæði kortlagt sem leirskriðu-svæði og hefði í raun ekki átt að koma þannig lagað á óvart. En það er mjög erfitt að segja til um hvenær og hvort þessar skriður falla eða ekki. Þetta er svolítið öðruvísi en önnur ofanflóðavá sem er vöktuð,“ segir Þorsteinn. „Þetta er sambland af þáttum sem ná yfir mjög langan tíma.“ Noregur er talinn framarlega í ofanflóðavörnum. Inntur eftir því hvort það hafi verið undarlegt að svona hamfarir hafi getað orðið segir Þorsteinn að þetta sé ekki einsdæmi. „Þetta eru stór svæði, ekki bara í noregi heldur í Skandinavíu, bretlandseyjum og norðurhluta Bandaríkjunum sem eru með þessi setlög. Þetta er ekkert einsdæmi. En þetta er mjög slæmt því þetta er nánast inni í miðju íbúðahverfi.“ Skriðan étur sig áfram inn í landið Þá bendir hann á að mjög stórar leirskriður hafi orðið í Noregi í gegnum tíðina. Skriðurnar séu mismunandi að stærð. Skriðan sem féll í Ask var mjög stór og féll beint á byggð, sem gerir hana einmitt svo slæma. „Það sem maður sér af myndum eru þessir atburðir þannig að þú byrjar á einhverjum einum stað og svo étur skriðan sig áfram inn í landið, eða frá upptakapunktinum. Eins og þeir lýsa þessu er þetta mjög óstabílt, þetta eru snarbrattir veggir, og þess vegna rýma þeir svona stórt svæði í kringum þetta því þeir vita ekki hvernig þetta mun haga sér eða ná langt.“ Þá bendir Þorsteinn á að gríðarleg úrkoma hafi verið undanfarið á svæðinu, sem bæti ekki ástandið. „Þess vegna fara þeir mjög varlega og það er ómögulegt í rauninni að segja hvernig þetta heldur áfram. Og ástandið mjög slæmt. Og samkvæmt nýjustu fréttum tíu enn saknað, og það er náttúrulega það sem er alvarlegast við þetta.“
Noregur Náttúruhamfarir Leirskriður í Ask Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira