Efstu mennirnir á óskalista Klopp hjá Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2020 18:00 Jürgen Klopp er með þrjá leikmenn sem hann vill fá á Anfield í næsta glugga. vísir/getty Liverpool liðið er sagt hafa mikinn áhuga á að krækja í þrjá unga framtíðarmenn úr þýsku deildinni ef marka má fréttir í enskum fjölmiðlun. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, vill styrkja liðið í sumar og hann horfir til ungra leikmanna með von um að þeir gætu bæst í hóp þeirra fjölda leikmanna sem hafa vaxið og dafnað undir stjórn þýska stjórans á Anfield. Liverpool hefur aðeins tapað fimm stigum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og er með 25 stiga forystu á toppnum en gæti engu að síður misst af titlinum ef tímabilið verður þurrkað út vegna kórónuveirunnar. Klopp og íþróttastjórinn Michael Edwards ætla að nýta tímann til að reyna að ganga frá innkaupum Liverpool í sumar þegar glugginn opnar aftur. Þeir horfa til þýsku bundesligunnar. The three top targets idenitifed by Jurgen Klopp and Michael Edwards at Liverpool https://t.co/c7749kmVKd— TEAMtalk (@TEAMtalk) March 17, 2020 Það kemur eflaust ekki mörgum á óvart að Timo Werner sé efstur á óskalistanum en svo herma heimildir The Athletic. Timo Werner hefur raðað inn mörkum fyrir RB Leipzig og hefur auk þess verið orðaður lengi við Liverpool liðið. Liverpool gæti keypt upp samning Timo Werner fyrir minna en 60 milljónir evra og það sem hefur aukið líkurnar á að hann endi hjá Liverpool er að Chelsea er sagt hafa snúið sér annað. Vængmaðurinn Leon Bailey hjá Bayer Leverkusen er sagður vera næstur á lista en Liverpool vill frekar kaupa hann en að eyða miklu miklu meiri pening í Jadon Sancho. Sancho hefur reyndar verið orðaður við Liverpool eins og öll önnur stórlið á Englandi. Chelsea og Manchester United gætu bæði haft áhuga á Bailey ef þau missa af Jadon Sancho. Þriðji leikmaðurinn er síðan miðjumaðurinn Denis Zakaria hjá Borussia Monchengladbach sem hefur spilað mjög vel á þessu tímabili. Zakaria er Svisslendingur en Manchester United hefur mkinn áhuga því Ole Gunnar Solskjær sér hann sem eftirmann Nemanja Matic. Liverpool gæti þurft að borga 40 milljónir punda fyrir hann. Jürgen Klopp vill fá Denis Zakaria til að auka breiddina á miðjunni við hlið þeirra Fabinho og Jordan Henderson. Allt í allt gætu þessir þrír leikmenn kostað Liverpool um 140 milljónir punda sem er svo sem ekki risaupphæð fyrir þrjá framtíðarmenn. Klopp hefur trú á þeim og sér þá inn í leikkerfi sínu sem hingað til hefur boðið gott fyrir þá leikmenn sem hafa komið til hans í Liverpool. Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira
Liverpool liðið er sagt hafa mikinn áhuga á að krækja í þrjá unga framtíðarmenn úr þýsku deildinni ef marka má fréttir í enskum fjölmiðlun. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, vill styrkja liðið í sumar og hann horfir til ungra leikmanna með von um að þeir gætu bæst í hóp þeirra fjölda leikmanna sem hafa vaxið og dafnað undir stjórn þýska stjórans á Anfield. Liverpool hefur aðeins tapað fimm stigum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og er með 25 stiga forystu á toppnum en gæti engu að síður misst af titlinum ef tímabilið verður þurrkað út vegna kórónuveirunnar. Klopp og íþróttastjórinn Michael Edwards ætla að nýta tímann til að reyna að ganga frá innkaupum Liverpool í sumar þegar glugginn opnar aftur. Þeir horfa til þýsku bundesligunnar. The three top targets idenitifed by Jurgen Klopp and Michael Edwards at Liverpool https://t.co/c7749kmVKd— TEAMtalk (@TEAMtalk) March 17, 2020 Það kemur eflaust ekki mörgum á óvart að Timo Werner sé efstur á óskalistanum en svo herma heimildir The Athletic. Timo Werner hefur raðað inn mörkum fyrir RB Leipzig og hefur auk þess verið orðaður lengi við Liverpool liðið. Liverpool gæti keypt upp samning Timo Werner fyrir minna en 60 milljónir evra og það sem hefur aukið líkurnar á að hann endi hjá Liverpool er að Chelsea er sagt hafa snúið sér annað. Vængmaðurinn Leon Bailey hjá Bayer Leverkusen er sagður vera næstur á lista en Liverpool vill frekar kaupa hann en að eyða miklu miklu meiri pening í Jadon Sancho. Sancho hefur reyndar verið orðaður við Liverpool eins og öll önnur stórlið á Englandi. Chelsea og Manchester United gætu bæði haft áhuga á Bailey ef þau missa af Jadon Sancho. Þriðji leikmaðurinn er síðan miðjumaðurinn Denis Zakaria hjá Borussia Monchengladbach sem hefur spilað mjög vel á þessu tímabili. Zakaria er Svisslendingur en Manchester United hefur mkinn áhuga því Ole Gunnar Solskjær sér hann sem eftirmann Nemanja Matic. Liverpool gæti þurft að borga 40 milljónir punda fyrir hann. Jürgen Klopp vill fá Denis Zakaria til að auka breiddina á miðjunni við hlið þeirra Fabinho og Jordan Henderson. Allt í allt gætu þessir þrír leikmenn kostað Liverpool um 140 milljónir punda sem er svo sem ekki risaupphæð fyrir þrjá framtíðarmenn. Klopp hefur trú á þeim og sér þá inn í leikkerfi sínu sem hingað til hefur boðið gott fyrir þá leikmenn sem hafa komið til hans í Liverpool.
Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira